Fleiri fréttir

Henry: Ég vildi þakka fyrir mig

Thierry Henry var þakklátur stuðningsmönnum Arsenal eftir að hann gaf þeim frábæra kveðjugjöf í dag. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Arsenal á Sunderland.

Suarez: Ekki allt sem sýnist

Luis Suarez segist vera vonsvikinn eftir tap sinna manna í Liverpool gegn Manchester United í dag. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann á máli hans og Patrice Evra.

Óvæntur sigur Hamars í vesturbænum

Hamarskonur komu heldur betur á óvart í Iceland Express-deild kvenna með því að vinna sterkt lið KR í vesturbæ Reykjavíkur í dag, 72-69. Alls fóru þrír leikir fram í dag.

Fram og Valur með örugga sigra

Heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í dag. Toppliðin Fram og Valur unnu örugga sigra en HK, sem er í þriðja sæti, vann góðan sigur á Stjörnunni á heimavelli.

Rakel Dögg samdi við Stjörnuna

Rakel Dögg Bragadóttir er aftur gengin til liðs við Stjörnuna en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Babbell byrjar á jafntefli

Dortmund og Bayern München unnu bæði sigra í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Hoffenheim gerði jafntefli við Werder Bremen á útivelli, 1-1.

Aron fór meiddur af velli

Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli snemma í leik sinna manna í Cardiff gegn Leicester. Cardiff tapaði svo leiknum, 2-1.

Emil skoraði í sigri Hellas Verona

Emil Hallfreðsson skoraði fyrra markið í 2-0 sigri Hellas Verona á Ascoli í ítölsku B-deildinni í dag. Með sigrinum komst Verona upp í þriðja sæti deildarinnar.

Ferguson: Suarez er Liverpool til skammar

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Liverpool í dag að Luis Suarez hefði verið sínu félagi til skammar og að hann ætti ekki að fá að spila fyrir liðið aftur.

Færri leikbönn fyrir gul spjöld

Breytingar hafa verið gerðar á reglum um leikbönn vegna gulra spjalda á Íslandsmótinu í knattspyrnu en tilllögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi KSÍ í dag.

Grétar Rafn í byrjunarliði Bolton

Grétar Rafn Steinsson endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Bolton í dag eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Bolton mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00.

Shearer: Gleymum EM í sumar

Alan Shearer, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Newcastle, segir að best væri að Englendingar hættu að hugsa um Evrópumeistaramótið í sumar og byrjuðu að undirbúa sig fyrir HM 2014.

Igropoulo leysir af Alexander hjá Füchse Berlin

Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, hefur fengið öflugan leikmann til að leysa Alexander Petersson af hólmi þegar sá síðarnefndi heldur til Rhein-Neckar Löwen í sumar. Hann hefur gengið frá samningum við rússnesku skyttuna Konstantin Igropoulo, leikmann Barcelona.

Suarez strunsaði framhjá Evra

Luis Suarez tók ekki í hönd Patrice Evra þegar leikmenn Manchester United og Liverpool heilsuðust fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Redknapp myndi íhuga boð um að gerast landsliðsþjálfari

Harry Redknapp segir afar ólíklegt að hann muni stíga frá borði hjá Tottenham áður en tímabilinu lýkur í ensku úrvalsdeildinni en að hann myndi þó skoða tilboð um starf landsliðsþjálfara Englands ef það bærist.

Ísland mætir Þýskalandi í mars

Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær að Þjóðverjar munu spila æfingalandsleik gegn Íslandi í Mannheim þann 14. mars næstkomandi.

NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða Lin gegn Lakers

Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85.

Lagerbäck: Númer eitt að vinna leiki

Lars Lagerbäck hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund síðan hann var kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari seint á síðasta ári. Þar tilkynnti hann þá leikmenn sem munu spila í vináttuleikjunum gegn Japan og Svartfjallalandi ytra í lok mánaðarins.

Rooney með tvö í sigri United á Liverpool

Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks.

Henry tryggði Arsenal sigur | Everton lagði Chelsea

Sex leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry var enn og aftur hetja Arsenal og Everton vann góðan sigur á Chelsea. Þrjú Íslendingalið voru í eldínunni og töpuðu öll í dag.

Suarez og Evra hittast á ný

Þeir gerast ekki stærri leikirnir í enska boltanum en leikir Manchester United og Liverpool, tveggja sigursælustu félaganna í sögu enskrar knattspyrnu. Fyrri tvær viðureignir liðanna í vetur hafa aðeins ýtt undir spennuna og eftirvæntinguna fyrir leikinn á Old Trafford í dag, ekki síst vegna málsins sem kom upp í deildarleik liðanna á Anfield í októbermánuði.

U-21 spilar 4-4-2 eins og A-liðið

Samvinna þjálfara A-landsliðs karla og U-21 landsliðsins verður meiri en hingað til. Lars Lagerbäck sagði á blaðamannafundi KSÍ í gær að hann vonaðist eftir góðu samstarfi við bæði Eyjólf Sverrisson, þjálfara U-21 liðsins, sem og Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara kvennalandsliðsins.

Treyjunúmer Péturs og Shaq tekið úr umferð hjá Lakers

Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers.

Alonso fremstur á síðasta degi æfinga

Fernando Alonso, Spánverjinn knái hjá Ferrari, átti besta tíma dagsins á síðasta æfingadegi Formúlu 1 liða á Jerez-brautinni á Spáni. Tími Alonso er næst besti hringtími settur á Jerez brautinni á 2012-bíl. Það var kalt á Spáni í dag og hafði það veruleg áhrif á æfingar liðanna.

Blanc gæti hætt með franska liðið fyrir EM

Þjálfaratíð Laurent Blanc með franska landsliðið gæti verið liðin eftir aðeins átján mánuði í starfi. Blanc tók við franska landsliðinu í mjög erfiðri stöðu þar sem leikmenn höfðu verið í stríði við þáverandi þjálfara liðsins.

Sundsvall vann Íslendingaslaginn í Svíþjóð

Sundsvall Dragons hafði betur í Íslendingaslagnum gegn 08 Stockholm HR í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur voru 89-67 í leik þar sem Drekarnir höfðu öll völd á vellinum frá upphafi.

Nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar í beinni í kvöld

Það þekktu ekki margir körfuboltaáhugamenn nafnið Jeremy Lin fyrir rúmri viku en á aðeins nokkrum dögum er þessi 23 ára bandaríski strákur ættaður frá Tævan orðin nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar. Lin verður í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld þegar lið hans New York Knicks tekur á móti Los Angeles Lakers í Madison Square Garden en leikur liðanna hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Van Nistelrooy: England getur unnið EM

Þó svo allt sé í kaldakoli hjá enska landsliðinu hefur hollenski framherjinn, Ruud van Nistelrooy, enn tröllatrú á enska landsliðinu. Hann segir enska liðið vel geta unnið EM í sumar.

Keflavík ætlar ekki að áfrýja - undanúrslitaleikirnir á mánudagskvöldið

Mótanefnd KKÍ hefur sett á undanúrslitaleiki Powerade-bikars kvenna næstkomandi mánudag kl. 19.15 en það hefur dregist að setja leikina á vegna kærumáls. Keflavík kærði framkvæmd leiks Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiksins skuli standa.

Uppgjör bestu liðanna í Reykjavíkurmóti kvenna er í kvöld

Valskonur geta farið langt með því að tryggja sér Reykjavíkurmeistaratitilinn fimmta árið í röð þegar þær taka á móti Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu af öryggi og þetta er því óopinber úrslitaleikur mótsins.

Garnett og Duncan ekki valdir en Dirk og Pierce verða með

Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, hefur ekki átt gott tímabil í NBA-deildinni í körfubolta en var engu að síður valinn í Stjörnuleikinn sem fram fer í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Það var tilkynnt í gær hverjir verða varamenn í leiknum í ár. Dirk var maðurinn á bak við sigur Dallas síðasta sumar en er "aðeins" að skila 17,6 stigum að meðaltali í leik í vetur.

Wenger: Henry fer frá Arsenal 16. febrúar

Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry mun fara frá Arsenal eftir fyrri leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni og á því aðeins eftir að spila tvo leiki með liðinu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal og landi Henry, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir