Fleiri fréttir

Babbel tekinn við Hoffenheim

Markus Babbel er nýr þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim og hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til loka leiktíðarinnar 2014.

Guðmundur: Verðum áfram ljónsterkir

Þýska úrvalsdeildin er komin aftur af stað eftir að Evrópumeistaramótinu í Serbíu lauk. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er því kominn aftur í sitt daglega starf – að þjálfa Rhein-Neckar Löwen.

KR í úrslit Reykjavíkurmótsins

Það verða KR og Fram sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. KR lagði Fylki, 1-0, í síðari undanúrslitaleik kvöldsins.

Afturelding náði stigi gegn Fram

Framarar misstigu sig í Mosfellsbænum í kvöld er þeir fengu aðeins eitt stig gegn næstneðsta liði N1-deildarinnar, Aftureldingu.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta – Akureyri 19-28

Akureyri vann öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld. Lokatölurnar urðu 19-28 og var sigur gestanna aldrei í hættu. Akureyringar halda því 5. sætinu að loknum 14. umferðum en Grótta er enn á botninum í leit að sínum fyrsta sigri.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 28-26

Góður seinni hálfleikur bætti upp fyrir lélega byrjun í 28-26 sigri HK á Valsmönnum í Digranesinu í kvöld. Eftir að vera 6-1 undir eftir aðeins 9 mínútur tóku heimamenn við sér og unnu að lokum 2 marka sigur.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 20-26

Topplið Hauka í N1-deild karla fer ekki vel af stað eftir EM-fríið. Liðið tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð og að þessu sinni gegn erfkifjendunum í FH á heimavelli, 20-26.

Ferrari ósátt með nýja bílinn á æfingum

Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður."

Auðvelt hjá Kiel í Meistaradeildinni

Íslendingaliðið Kiel er komið með þriggja stiga forskot í D-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir tíu marka sigur, 34-24, á Pick Szeged í kvöld.

Billups sleit hásin: Ég ætla ekki að skríða út úr NBA-deildinni

Chauncey Billups verður ekkert meira með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta á tímabilinu eftir að hann sleit hásin í leik á móti Orlando Magic í vikunni. Billups er 35 ára gamall og á sínu fimmtánda tímabili en ætlar sér samt að snúa aftur í NBA-deildina.

Rosberg fljótastur en heimsmeistarinn þriðji

Nico Rosberg á Mercedes bíl síðasta árs var fljótastur á þriðja degi æfinga á Jerez-brautinni á Spáni í dag. Rosberg er liðsfélagi Michaels Schumachers sem ekkert fékk að aka í dag eftir að hafa verið fljótastur í gær á sama bíl.

Kæru Keflvíkinga hafnað | Úrslitin standa í leik Njarðvíkur og Keflavíkur

Úrslitin úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta sem fram fór þann 23. janúar síðastliðinn, munu standa en það er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. Njarðvík verður því í undanúrslitum keppninnar ásamt Haukum, Snæfelli og Stjörnunni. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Paul di Resta: Furðulegu bílarnir betri í ár

Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta.

Dujshebaev áfram hjá Atletico: Vonast til að verða eins og Ferguson

Talant Dujshebaev, þjálfari spænska handboltaliðsins Atletico Madrid sem áður hét Ciudad Real, hefur engin áform um að hætta með liðið á næstu árum. Dujshebaev hefur verið orðaður við nokkrar þjálfarastöður að undanförnu og fjárhagsstaða Atletico er ekki alltof góð.

Ginola slasaðist alvarlega á skíðum

Frakkinn David Ginola er nú að jafna sig eftir að hafa slasast nokkuð alvarlega á skíðum í vikunni. Hann lék á sínum tíma með Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Bayern búið að tryggja sér Shaqiri | Samdi til 2016

Xherdan Shaqiri, stjarna svissneska 21 árs landsliðsins á Evrópumótinu í fyrra, hefur skrifað undir fjögurra ára samning við þýska stórliðið Bayern München. Shaqiri mun ganga til liðs við Bayern í júlí.

Capello orðaður við Anzhi og Inter

Ítalskir fjölmiðlar voru ekki lengi að bregðast við fregnum af uppsögn Fabio Capello hjá enska knattspyrnusambandinu og segja að hann verði ekki í vandræðum með að finna sér nýtt starf.

Gamli liðsfélagi Gylfa: Allt Þýskaland er að hlæja að Hoffenheim-liðinu

Holger Stanislawski var rekinn sem þjálfari Hoffenheim í dag og það er óhætt að segja að gamla félagið hans Gylfa Þórs Sigurðssonar sé ekki í góðum málum. Gylfi er að slá í gegn í láni hjá Swansea en á meðan er ástandið slæmt innan herbúða Hoffenheim sem er auk þess að nálgast fallbaráttuna með hverju tapinu á fætur öðru.

Stuart Pearce mun stjórna enska landsliðinu á móti Hollandi

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti það á blaðamannafundi í hádeginu að það verði Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðins, sem mun taka tímabundið við enska landsliðinu á meðan sambandið leitar að eftirmanni Fabio Capello.

Dalglish: Suarez mun taka í hönd Evra

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, á von á því að Luis Suarez muni fara eftir settum reglum og taka í hönd Patrice Evra fyrir leik liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Real enn ríkasta knattspyrnufélag heims

Real Madrid er efst á lista yfir ríkustu knattspyrnufélög heims sjöunda árið í röð, samkvæmt árlegri úttekt Deloitte. Barcelona og Manchester United koma næst.

Rodgers hjá Swansea til 2015

Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Swansea til loka tímabilsins 2015.

NBA í nótt: Parker sjóðheitur í sigri Spurs

Tony Parker skoraði 37 stig þegar að San Antonio Spurs vann góðan útisigur á sterku liði Philadelphia 76ers í NBA-deildinni. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt.

Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf

Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum.

Bíð ekki í vöggunni eftir snuddunni

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur.

Ágúst útilokar ekki að koma heim

„Ég er með tilboð frá Odense í Danmörku að þjálfa kvennaliðið þar og verð að svara því fljótlega. Það er ágætlega spennandi og svo hafa verið fyrirspurnir frá karla og kvennaliðum í Skandinavíu. Það er samt ekkert sem ég er hoppandi spenntur fyrir," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna og þjálfari norska liðsins Levanger.

Eru engir hommar í enska boltanum?

Nýlega var frumsýnd heimildarmyndin "Britain's gay footballers" á BBC 3 sjónvarpstöðinni á Bretlandseyjum. Í myndinni leitar hin 23 ára Amal Fashanu að samkynhneigðum atvinnumönnum í knattspyrnu en það reynist henni þrautinni þyngri.

Umfjöllun og viðtöl: Valur – Stjarnan 35-28

Valskonur eru komnar í úrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 35-28. Valskonur höfðu töluverða yfirburði í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Liðið mætir ÍBV í úrslitum þann 25. febrúar næstkomandi.

Caceres afgreiddi AC Milan

Juventus er í góðri stöðu að loknum 2-1 útisigri á AC Milan í fyrri viðureign félaganna í undanúrslitum ítalska bikarsins í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir