Fleiri fréttir NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7.2.2012 09:00 Arnór: Vitum að við erum bestir Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. 7.2.2012 07:30 Gríðarháar sjónvarpstekjur Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi og þar verður ársreikningur KSÍ lagður fram til samþykktar. Samkvæmt fjárhagsáætlun KSÍ fyrir rekstrarárið 2012 er gert ráð fyrir 777 milljónum í rekstrartekjur og rekstrargjöldum upp á rétt tæplega 714 milljónir króna. 7.2.2012 06:45 Undanúrslit í uppnámi Ekki er ljóst hvenær undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik fara fram. Beðið er eftir niðurstöðu kærumáls úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur sem fram fór í átta liða úrslitum. 7.2.2012 06:00 Dalglish: Við áttum meira skilið úr þessum leik Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var ekki sáttur eftir markalausa jafnteflið gegn Tottenham í kvöld. Honum fannst sitt lið eiga meira skilið. 6.2.2012 22:25 Parker: Við söknuðum stjórans Margir leikmenn áttu slakan leik á Anfield í kvöld en Scott Parker, miðjumaður Tottenham, var flottur og besti maður vallarins. 6.2.2012 22:08 Eigandi Nottingham Forest fannst látinn á heimili sínu Nigel Doughty, eigandi enska fótboltaliðsins Nottingham Forest, fannst látinn á sunnudaginn. Samkvæmt frétt enska dagblaðsins The Sun fannst Doughty í æfingasal á heimili hans í Lincolnshire en hann var 54 ára gamall. 6.2.2012 20:45 Markalaust á Anfield Það var lítið um fín tilþrif í leik Liverpool og Tottenham í kvöld. Leikurinn olli miklum vonbrigðum og endaði með leiðinlegu, markalausu jafntefli. 6.2.2012 16:14 Fer Steve Nash frá Phoenix Suns? Það eru engar líkur á því að Phoenix Suns gerir atlögu að NBA meistaratitlinum í ár en liðið hefur aðeins unnið 9 leik en tapað 14 það sem af er vetri. Slakt gengi liðsins hefur vakið upp þann orðróm að leikstjórnandinn Steve Nash fari frá liðinu í leikmannaskiptum. Nash er 38 ára gamall og er hann enn á meðal bestu leikstjórnandi deildarinnar, með 14,5 stig að meðtali og um 10 stoðsendingar í leik. 6.2.2012 23:30 Barrichello íhugar tilboð frá Indy kappakstursliði Rubens Barrichello hefur á undanförnum dögum tekið þátt í æfingaakstri hjá KV Racing Technology sem staðsett er í Bandaríkjunum. Svo gæti farið að hinn 39 ára gamli Brasilíumaður keppi í Indy kappakstrinum en Barrichello hefur keppt í 19 ár sem Formúlu 1 ökumaður. 6.2.2012 23:00 Frimpong sleit krossband í annað sinn á ferlinum Ganamaðurinn Emmanuel Frimpong meiddist alvarlega á hné í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves gegn QPR um helgina. Miðjumaðurinn sem er í láni frá Arsenal hjá Wolves, sleit fremra krossband í hægra hné um miðjan fyrri hálfleik á Loftus Road. 6.2.2012 21:30 Villas-Boas er undir mikilli pressu | Abramovich mætti á æfingasvæðið Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea er undir miklum þrýstingi þessa dagana. Eigandi liðsins Roman Abramovich gerði sér ferð á æfingasvæðið á laugardaginn fyrir leik Chelsea og Englandsmeistaraliðs Manchester United sem fram fór í gær. Samkvæmt enskum fjölmiðlum þurfti Abramovich að fá svör við ýmsum spurningum og hann ræddi Villas-Boas í langan tíma eftir að æfingunni lauk. 6.2.2012 19:15 John Daly fékk keppnisbann og sekt í Ástralíu | í fjórða sæti í Katar Bandaríski kylfingurinn John Daly náði sér loksins á strik á golfvellinum en hann endaði í fjórða sæti á Katar meistaramótinu sem lauk um helgina. Daly er ekki með keppnisrétt á PGA eða Evrópumótaröðinni og hefur hann stólað á að vera boðið á mótin af styrktaraðilum. Það verður einhver bið á því að Daly leiki á ný í Ástralíu því þar hefur hann verið úrskurðaður í keppnisbann. 6.2.2012 18:30 Ferguson: Áttum að fá fjórar vítaspyrnur Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ósáttur með frammistöðu annars aðstoðardómarans í 3-3 jafntefli liðsins gegn Chelsea í gær. 6.2.2012 17:45 Hamilton yfirgefur Sviss og flytur til Mónakó Breski formúluökumaðurinn Lewis Hamilton ætlar að flytjast búferlum frá Sviss til Mónakó en Lewis hefur búið í Sviss frá árinu 2007. Hamilton bjó fyrstu þrjú árin í Genf en hann hefur búið í Zürich undanfarin misseri. Samkvæmt breskum fjölmiðlum er Hamilton frekar leiður á rólegheitunum í Sviss. 6.2.2012 17:00 Capello: Röng ákvörðun að taka fyrirliðabandið af Terry Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur lýst sig andvígan ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að taka fyrirliðabandið af John Terry. Þetta kemur fram í viðtali Capello við ítalska ríkisfjölmiðilinn RAI. 6.2.2012 16:15 Átján leikmenn í bann fyrir að hagræða úrslitum Enn eitt hneykslið skekur asíska knattspyrnu en átján knattspyrnumenn og einn þjálfari í Malasíu hafa verið settir í bann vegna hagræðingu úrslita í leikjum. Reuters-fréttastofan fjallar um málið. 6.2.2012 14:45 Paul Lawrie stimplaði sig inn með sjaldgjæfum sigri Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999. Hinn 43 ára gamli kylfingur sigraði á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni um helgina og með sigrinum komst Lawrie í hóp 50 efstu á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 2003. 6.2.2012 14:00 Roma tryggir sér þjónustu De Rossi til fimm ára Miðjumaðurinn Daniel De Rossi hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við AS Roma á Ítalíu. Samingur Ítalans átti að renna út í vor. 6.2.2012 13:15 Hræðileg markvarðarmistök komu Gana í undanúrslitin Gana vann 2-1 sigur á Túnis í framlengdum leik í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í gær. Þá duttu heimamenn frá Gabon úr leik gegn Malí í vítaspyrnukeppni að loknu 1-1 jafntefli. 6.2.2012 12:00 Stanley kom sterkur til baka og sigraði í Phoenix Kyle Stanley sigraði á Farmers Insurance meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í gær. Þetta er fyrsti sigur Stanley á sterkustu atvinnumótaröð heims en hann er 24 ára gamall Bandaríkjamaður. Fyrir viku var Stanley í efsta sæti þegar aðeins nokkrar holur voru eftir á lokakeppnisdeginum á Torrey Pines en þar gerði hann afdrifarík mistök sem kostuðu hann sigurinn. Hann tapaði í bráðabana gegn Brandt Snedeker á því móti. 6.2.2012 11:30 Gylfi Þór og Kristinn Friðriksson í boltaspjallinu á X-inu 977 Valtýr Björn Valtýsson verður með boltaþáttinn á útvarpsstöðinni X-inu 97,7 á milli 11-12 í dag. Valtýr ræðir m.a. við Kristinn Friðriksson um undanúrslitaleikina í Poweradebikarkeppni karla sem fram fóru í gær. Og Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea verður í símaviðtali en hann skoraði mark fyrir Swansea um helgina í ensku úrvalsdeildinni. 6.2.2012 11:05 Öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni á Vísi Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina og að venju eru öll mörkin aðgengileg á Vísi. Stórleikur Chelsea og Manchester United er þar á meðal en sá leikur endaði 3-3 eftir að Chelsea hafði komist í 3-0. Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Swansea er einnig að finna á sjónvarpshluta Vísis. 6.2.2012 11:00 Bond: Endurkoma Luis Suarez hefur góð áhrif á Liverpool Kevin Bond, aðstoðarþjálfari hjá Tottenham, telur að endurkoma Luis Suarez í leikmannahóp Liverpool, verði til þess að stemningin á Anfield verði í hæstu hæðum þegar Liverpool mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Suarez hefur lokið átta leikja keppnisbanni sem hann fékk í desember. 6.2.2012 10:30 Sunnudagsmessan: Gylfi Þór ætlar ekki að hanga á bekknum hjá Hoffenheim "Það skiptir mestu máli að fá að spila fótbolta aftur, síðustu mánuðurnir í Þýskalandi voru erfiðir,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali sem Guðmundur Benediktsson tók við landsliðsmanninn í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Gylfi skoraði mark og lagði upp annað í 2-1 sigri Swansea gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 6.2.2012 10:00 NBA: Boston og Miami lönduðu sigrum Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í gær. Boston hafði betur á heimavelli gegn Memphis, 98-80. Miami Heat lagði Toronto á heimavelli sínum 95-89. 6.2.2012 09:15 Gleymi þessu marki aldrei Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina og var maðurinn á bak við sjaldgæfan útisigur hjá Swansea City. Swansea lenti undir í leiknum en Gylfi skoraði jöfnunarmarkið og lagði síðan upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar. 6.2.2012 08:00 Þrír bikarmeistaratitlar í röð hjá Arnóri AG frá Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari í gær eftir öruggan sex marka sigur á Álaborg, 32-26, í úrslitaleiknum sem fór fram í Álaborg. AG vann bikarinn líka í fyrra og hefur nú unnið fjóra titla í röð í dönskum handbolta. 6.2.2012 06:00 Balotelli heldur áfram að slá í gegn | sýnir galdrabrögð Mario Balotelli, leikmaður Manchester City, heldur áfram að koma á óvart með allskonar athæfi en það nýjasta tók hann upp á í gær. Manchester City tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær og unnu þann leik sannfærandi 3-0. 5.2.2012 23:30 Helena í aðalhlutverki í stórsigri Good Angels | Skoraði 28 stig Helena Sverrisdóttir átti flottan leik um helgina þegar lið hennar Good Angels Kosice vann 122-49 útisigur á Cassovia Kosice í slóvakísku deildinni í körfubolta. Helena var stigahæst í sínu liði með 28 stig. 5.2.2012 23:00 Elín Metta með þrennu í sigri Vals á KR | Búin að skora 6 mörk í 2 leikjum Hin 16 ára gamla Elín Metta Jensen skoraði þrennu í 5-0 sigri Vals á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram í Egilshöllinni í dag. Rakel Logadóttir skoraði hin tvö mörkin. Þetta er önnur þrenna Elínar í röð en hún skoraði einnig þrjú mörk í 5-0 sigri á Fjölni á dögunum. 5.2.2012 21:55 Bárður: Vill fá hálfan Skagafjörðinn í höllina "Við erum bara í skýjunum eftir þennan leik,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn á KR í undanúrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Tindastóll vann leikinn 89-86 og eru því komnir í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Keflvíkingum 18. febrúar. 5.2.2012 21:36 Stólarnir komnir í úrslit Powerade-bikarsins | Unnu KR-inga á Króknum Undanúrslit Powerade-bikarsins fóru fram í kvöld þegar Tindastóll tók á móti KR og Keflvíkingar fengu KFÍ í heimsókn suður með sjó. 5.2.2012 19:59 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KFÍ 90-77 Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur. 5.2.2012 19:46 Scholes gæti leikið með United á næsta tímabili Paul Scholes, leikmaður Manchester United, gæti framlengt samning sinn við ensku meistarana og leikið með þeim á næsta tímabili. 5.2.2012 18:30 Ótrúlegt jafntefli á Stamford Bridge | sex marka leikur Chelsea og Manchester United gerði ótrúlegt 3-3 jafntefli á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag en Chelsea komst þremur mörkum yfir. Lærisveinar Alex Ferguson gefast aftur á móti aldrei upp og náðu að jafna metin 3-3. 5.2.2012 00:01 Charles N'Zogbia segist vera óánægður hjá Aston Villa Charles N'Zogbia, leikmaður Aston Villa, er greinilega allt annað en sáttur við veruna hjá knattspyrnuliðnu Aston Villa en hann skrifaði á Twitter-síðu sína í kvöld að hann væri í fyrsta skipti á ferlinum ekki ánægður að leika knattspyrnu. 5.2.2012 22:15 Stephen Ireland gæti verið á leiðinni til LA Galaxy Stephen Ireland, leikmaður Aston Villa, gæti verið á leiðinni til LA Galaxy í MLS deildina í knattspyrnu. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum um helgina en leikmaðurinn hefur ekki fundið sig nægilega vel hjá Villa að undandörnu. 5.2.2012 21:45 AVB: Fáum ekki sanngjarna dómgæslu gegn Man. Utd. "Við vorum með góð tök á leiknum í 90 mínútur en dómarinn hafði aftur á móti enginn tök á leiknum,“ sagði Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir jafnteflið við Manchester United í dag. 5.2.2012 21:00 Ajax tapar enn | úrslit dagsins í hollensku úrvalsdeildinni Fjórir leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag og þó nokkuð mikið var skorað. Ekkert gengur hjá Ajax þessa daganna og heldur liðið áfram að tapa stigum. FC Utrecht gerði sér lítið fyrir og vann Ajax á þeirra heimavelli 2-0. 5.2.2012 20:15 Hamilton: Ég missti alla einbeitingu á síðasta tímabili Formúli 1 ökuþórinn Lewis Hamilton hefur nú stigið fram í sviðsljósið og viðurkennt að hann hafi misst einbeitinguna bæði innan sem og utan brautarinnar árið 2011. 5.2.2012 19:45 Rooney: Við gefumst aldrei upp Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, telur að endurkoman gegn Chelsea fyrr í dag þegar liðið lenti þremur mörkum undir en náði síðan að jafna leikinn eigi eftir að reyndast liðinu dýrmætt. 5.2.2012 19:15 Roma niðurlægði Inter Milan | úrslit dagsins í ítalska Fjölmargir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í dag en þar ber helst að nefna stórsigur Roma gegn Inter Milan 4-0. 5.2.2012 17:00 AG bikarmeistari annað árið í röð | 16 íslensk mörk í úrslitaleiknum AG bikarmeistari varð í dag danskur bikarmeistari í handbolta eftir öruggan sex marka sigur á Aalborg, 32-26, í úrslitaleiknum. AG vann bikarinn líka í fyrra og hefur nú unnið fjóra titla í röð í dönskum handbolta. 5.2.2012 16:36 Engar viðræður hafa verið á milli Barcelona og van Persie Sögusagnir um að Robin van Persie, leikmaður Arsenal, sé á leiðinni til Spánar eftir núverandi tímabil hafa verið á kreiki í fjölmiðlum að undanförnu. Josep Maria Bartomeu, varaforseti knattspyrnuliðsins Barcelona, hefur nú sagt frá því í spænskum fjölmiðlum að það eigi ekki við nein rök að styðjast. 5.2.2012 16:00 Sjá næstu 50 fréttir
NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7.2.2012 09:00
Arnór: Vitum að við erum bestir Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. 7.2.2012 07:30
Gríðarháar sjónvarpstekjur Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi og þar verður ársreikningur KSÍ lagður fram til samþykktar. Samkvæmt fjárhagsáætlun KSÍ fyrir rekstrarárið 2012 er gert ráð fyrir 777 milljónum í rekstrartekjur og rekstrargjöldum upp á rétt tæplega 714 milljónir króna. 7.2.2012 06:45
Undanúrslit í uppnámi Ekki er ljóst hvenær undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik fara fram. Beðið er eftir niðurstöðu kærumáls úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur sem fram fór í átta liða úrslitum. 7.2.2012 06:00
Dalglish: Við áttum meira skilið úr þessum leik Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var ekki sáttur eftir markalausa jafnteflið gegn Tottenham í kvöld. Honum fannst sitt lið eiga meira skilið. 6.2.2012 22:25
Parker: Við söknuðum stjórans Margir leikmenn áttu slakan leik á Anfield í kvöld en Scott Parker, miðjumaður Tottenham, var flottur og besti maður vallarins. 6.2.2012 22:08
Eigandi Nottingham Forest fannst látinn á heimili sínu Nigel Doughty, eigandi enska fótboltaliðsins Nottingham Forest, fannst látinn á sunnudaginn. Samkvæmt frétt enska dagblaðsins The Sun fannst Doughty í æfingasal á heimili hans í Lincolnshire en hann var 54 ára gamall. 6.2.2012 20:45
Markalaust á Anfield Það var lítið um fín tilþrif í leik Liverpool og Tottenham í kvöld. Leikurinn olli miklum vonbrigðum og endaði með leiðinlegu, markalausu jafntefli. 6.2.2012 16:14
Fer Steve Nash frá Phoenix Suns? Það eru engar líkur á því að Phoenix Suns gerir atlögu að NBA meistaratitlinum í ár en liðið hefur aðeins unnið 9 leik en tapað 14 það sem af er vetri. Slakt gengi liðsins hefur vakið upp þann orðróm að leikstjórnandinn Steve Nash fari frá liðinu í leikmannaskiptum. Nash er 38 ára gamall og er hann enn á meðal bestu leikstjórnandi deildarinnar, með 14,5 stig að meðtali og um 10 stoðsendingar í leik. 6.2.2012 23:30
Barrichello íhugar tilboð frá Indy kappakstursliði Rubens Barrichello hefur á undanförnum dögum tekið þátt í æfingaakstri hjá KV Racing Technology sem staðsett er í Bandaríkjunum. Svo gæti farið að hinn 39 ára gamli Brasilíumaður keppi í Indy kappakstrinum en Barrichello hefur keppt í 19 ár sem Formúlu 1 ökumaður. 6.2.2012 23:00
Frimpong sleit krossband í annað sinn á ferlinum Ganamaðurinn Emmanuel Frimpong meiddist alvarlega á hné í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves gegn QPR um helgina. Miðjumaðurinn sem er í láni frá Arsenal hjá Wolves, sleit fremra krossband í hægra hné um miðjan fyrri hálfleik á Loftus Road. 6.2.2012 21:30
Villas-Boas er undir mikilli pressu | Abramovich mætti á æfingasvæðið Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea er undir miklum þrýstingi þessa dagana. Eigandi liðsins Roman Abramovich gerði sér ferð á æfingasvæðið á laugardaginn fyrir leik Chelsea og Englandsmeistaraliðs Manchester United sem fram fór í gær. Samkvæmt enskum fjölmiðlum þurfti Abramovich að fá svör við ýmsum spurningum og hann ræddi Villas-Boas í langan tíma eftir að æfingunni lauk. 6.2.2012 19:15
John Daly fékk keppnisbann og sekt í Ástralíu | í fjórða sæti í Katar Bandaríski kylfingurinn John Daly náði sér loksins á strik á golfvellinum en hann endaði í fjórða sæti á Katar meistaramótinu sem lauk um helgina. Daly er ekki með keppnisrétt á PGA eða Evrópumótaröðinni og hefur hann stólað á að vera boðið á mótin af styrktaraðilum. Það verður einhver bið á því að Daly leiki á ný í Ástralíu því þar hefur hann verið úrskurðaður í keppnisbann. 6.2.2012 18:30
Ferguson: Áttum að fá fjórar vítaspyrnur Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ósáttur með frammistöðu annars aðstoðardómarans í 3-3 jafntefli liðsins gegn Chelsea í gær. 6.2.2012 17:45
Hamilton yfirgefur Sviss og flytur til Mónakó Breski formúluökumaðurinn Lewis Hamilton ætlar að flytjast búferlum frá Sviss til Mónakó en Lewis hefur búið í Sviss frá árinu 2007. Hamilton bjó fyrstu þrjú árin í Genf en hann hefur búið í Zürich undanfarin misseri. Samkvæmt breskum fjölmiðlum er Hamilton frekar leiður á rólegheitunum í Sviss. 6.2.2012 17:00
Capello: Röng ákvörðun að taka fyrirliðabandið af Terry Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur lýst sig andvígan ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að taka fyrirliðabandið af John Terry. Þetta kemur fram í viðtali Capello við ítalska ríkisfjölmiðilinn RAI. 6.2.2012 16:15
Átján leikmenn í bann fyrir að hagræða úrslitum Enn eitt hneykslið skekur asíska knattspyrnu en átján knattspyrnumenn og einn þjálfari í Malasíu hafa verið settir í bann vegna hagræðingu úrslita í leikjum. Reuters-fréttastofan fjallar um málið. 6.2.2012 14:45
Paul Lawrie stimplaði sig inn með sjaldgjæfum sigri Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999. Hinn 43 ára gamli kylfingur sigraði á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni um helgina og með sigrinum komst Lawrie í hóp 50 efstu á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 2003. 6.2.2012 14:00
Roma tryggir sér þjónustu De Rossi til fimm ára Miðjumaðurinn Daniel De Rossi hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við AS Roma á Ítalíu. Samingur Ítalans átti að renna út í vor. 6.2.2012 13:15
Hræðileg markvarðarmistök komu Gana í undanúrslitin Gana vann 2-1 sigur á Túnis í framlengdum leik í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í gær. Þá duttu heimamenn frá Gabon úr leik gegn Malí í vítaspyrnukeppni að loknu 1-1 jafntefli. 6.2.2012 12:00
Stanley kom sterkur til baka og sigraði í Phoenix Kyle Stanley sigraði á Farmers Insurance meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í gær. Þetta er fyrsti sigur Stanley á sterkustu atvinnumótaröð heims en hann er 24 ára gamall Bandaríkjamaður. Fyrir viku var Stanley í efsta sæti þegar aðeins nokkrar holur voru eftir á lokakeppnisdeginum á Torrey Pines en þar gerði hann afdrifarík mistök sem kostuðu hann sigurinn. Hann tapaði í bráðabana gegn Brandt Snedeker á því móti. 6.2.2012 11:30
Gylfi Þór og Kristinn Friðriksson í boltaspjallinu á X-inu 977 Valtýr Björn Valtýsson verður með boltaþáttinn á útvarpsstöðinni X-inu 97,7 á milli 11-12 í dag. Valtýr ræðir m.a. við Kristinn Friðriksson um undanúrslitaleikina í Poweradebikarkeppni karla sem fram fóru í gær. Og Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea verður í símaviðtali en hann skoraði mark fyrir Swansea um helgina í ensku úrvalsdeildinni. 6.2.2012 11:05
Öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni á Vísi Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina og að venju eru öll mörkin aðgengileg á Vísi. Stórleikur Chelsea og Manchester United er þar á meðal en sá leikur endaði 3-3 eftir að Chelsea hafði komist í 3-0. Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Swansea er einnig að finna á sjónvarpshluta Vísis. 6.2.2012 11:00
Bond: Endurkoma Luis Suarez hefur góð áhrif á Liverpool Kevin Bond, aðstoðarþjálfari hjá Tottenham, telur að endurkoma Luis Suarez í leikmannahóp Liverpool, verði til þess að stemningin á Anfield verði í hæstu hæðum þegar Liverpool mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Suarez hefur lokið átta leikja keppnisbanni sem hann fékk í desember. 6.2.2012 10:30
Sunnudagsmessan: Gylfi Þór ætlar ekki að hanga á bekknum hjá Hoffenheim "Það skiptir mestu máli að fá að spila fótbolta aftur, síðustu mánuðurnir í Þýskalandi voru erfiðir,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali sem Guðmundur Benediktsson tók við landsliðsmanninn í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Gylfi skoraði mark og lagði upp annað í 2-1 sigri Swansea gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 6.2.2012 10:00
NBA: Boston og Miami lönduðu sigrum Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í gær. Boston hafði betur á heimavelli gegn Memphis, 98-80. Miami Heat lagði Toronto á heimavelli sínum 95-89. 6.2.2012 09:15
Gleymi þessu marki aldrei Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina og var maðurinn á bak við sjaldgæfan útisigur hjá Swansea City. Swansea lenti undir í leiknum en Gylfi skoraði jöfnunarmarkið og lagði síðan upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar. 6.2.2012 08:00
Þrír bikarmeistaratitlar í röð hjá Arnóri AG frá Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari í gær eftir öruggan sex marka sigur á Álaborg, 32-26, í úrslitaleiknum sem fór fram í Álaborg. AG vann bikarinn líka í fyrra og hefur nú unnið fjóra titla í röð í dönskum handbolta. 6.2.2012 06:00
Balotelli heldur áfram að slá í gegn | sýnir galdrabrögð Mario Balotelli, leikmaður Manchester City, heldur áfram að koma á óvart með allskonar athæfi en það nýjasta tók hann upp á í gær. Manchester City tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær og unnu þann leik sannfærandi 3-0. 5.2.2012 23:30
Helena í aðalhlutverki í stórsigri Good Angels | Skoraði 28 stig Helena Sverrisdóttir átti flottan leik um helgina þegar lið hennar Good Angels Kosice vann 122-49 útisigur á Cassovia Kosice í slóvakísku deildinni í körfubolta. Helena var stigahæst í sínu liði með 28 stig. 5.2.2012 23:00
Elín Metta með þrennu í sigri Vals á KR | Búin að skora 6 mörk í 2 leikjum Hin 16 ára gamla Elín Metta Jensen skoraði þrennu í 5-0 sigri Vals á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram í Egilshöllinni í dag. Rakel Logadóttir skoraði hin tvö mörkin. Þetta er önnur þrenna Elínar í röð en hún skoraði einnig þrjú mörk í 5-0 sigri á Fjölni á dögunum. 5.2.2012 21:55
Bárður: Vill fá hálfan Skagafjörðinn í höllina "Við erum bara í skýjunum eftir þennan leik,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn á KR í undanúrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Tindastóll vann leikinn 89-86 og eru því komnir í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Keflvíkingum 18. febrúar. 5.2.2012 21:36
Stólarnir komnir í úrslit Powerade-bikarsins | Unnu KR-inga á Króknum Undanúrslit Powerade-bikarsins fóru fram í kvöld þegar Tindastóll tók á móti KR og Keflvíkingar fengu KFÍ í heimsókn suður með sjó. 5.2.2012 19:59
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KFÍ 90-77 Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur. 5.2.2012 19:46
Scholes gæti leikið með United á næsta tímabili Paul Scholes, leikmaður Manchester United, gæti framlengt samning sinn við ensku meistarana og leikið með þeim á næsta tímabili. 5.2.2012 18:30
Ótrúlegt jafntefli á Stamford Bridge | sex marka leikur Chelsea og Manchester United gerði ótrúlegt 3-3 jafntefli á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag en Chelsea komst þremur mörkum yfir. Lærisveinar Alex Ferguson gefast aftur á móti aldrei upp og náðu að jafna metin 3-3. 5.2.2012 00:01
Charles N'Zogbia segist vera óánægður hjá Aston Villa Charles N'Zogbia, leikmaður Aston Villa, er greinilega allt annað en sáttur við veruna hjá knattspyrnuliðnu Aston Villa en hann skrifaði á Twitter-síðu sína í kvöld að hann væri í fyrsta skipti á ferlinum ekki ánægður að leika knattspyrnu. 5.2.2012 22:15
Stephen Ireland gæti verið á leiðinni til LA Galaxy Stephen Ireland, leikmaður Aston Villa, gæti verið á leiðinni til LA Galaxy í MLS deildina í knattspyrnu. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum um helgina en leikmaðurinn hefur ekki fundið sig nægilega vel hjá Villa að undandörnu. 5.2.2012 21:45
AVB: Fáum ekki sanngjarna dómgæslu gegn Man. Utd. "Við vorum með góð tök á leiknum í 90 mínútur en dómarinn hafði aftur á móti enginn tök á leiknum,“ sagði Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir jafnteflið við Manchester United í dag. 5.2.2012 21:00
Ajax tapar enn | úrslit dagsins í hollensku úrvalsdeildinni Fjórir leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag og þó nokkuð mikið var skorað. Ekkert gengur hjá Ajax þessa daganna og heldur liðið áfram að tapa stigum. FC Utrecht gerði sér lítið fyrir og vann Ajax á þeirra heimavelli 2-0. 5.2.2012 20:15
Hamilton: Ég missti alla einbeitingu á síðasta tímabili Formúli 1 ökuþórinn Lewis Hamilton hefur nú stigið fram í sviðsljósið og viðurkennt að hann hafi misst einbeitinguna bæði innan sem og utan brautarinnar árið 2011. 5.2.2012 19:45
Rooney: Við gefumst aldrei upp Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, telur að endurkoman gegn Chelsea fyrr í dag þegar liðið lenti þremur mörkum undir en náði síðan að jafna leikinn eigi eftir að reyndast liðinu dýrmætt. 5.2.2012 19:15
Roma niðurlægði Inter Milan | úrslit dagsins í ítalska Fjölmargir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í dag en þar ber helst að nefna stórsigur Roma gegn Inter Milan 4-0. 5.2.2012 17:00
AG bikarmeistari annað árið í röð | 16 íslensk mörk í úrslitaleiknum AG bikarmeistari varð í dag danskur bikarmeistari í handbolta eftir öruggan sex marka sigur á Aalborg, 32-26, í úrslitaleiknum. AG vann bikarinn líka í fyrra og hefur nú unnið fjóra titla í röð í dönskum handbolta. 5.2.2012 16:36
Engar viðræður hafa verið á milli Barcelona og van Persie Sögusagnir um að Robin van Persie, leikmaður Arsenal, sé á leiðinni til Spánar eftir núverandi tímabil hafa verið á kreiki í fjölmiðlum að undanförnu. Josep Maria Bartomeu, varaforseti knattspyrnuliðsins Barcelona, hefur nú sagt frá því í spænskum fjölmiðlum að það eigi ekki við nein rök að styðjast. 5.2.2012 16:00