Arnór: Vitum að við erum bestir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2012 07:30 Arnór er orðinn ansi vanur því að lyfta bikurum fyrir AG. Hann lyftir hér meistarabikarnum síðasta vor.mynd/ag Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er fyrirliði liðsins og hann lyfti bikarnum þriðja árið í röð um helgina. „Undanúrslitaleikurinn var eiginlega erfiðari en úrslitaleikurinn. Við vorum með úrslitaleikinn í höndunum allan tímann og leik lokið þegar um fimmtán mínútur voru eftir," sagði Arnór sigurreifur í samtali við Fréttablaðið en AG vann úrslitaleikinn með sex marka mun, 32-26. Það er búið að kosta miklu til í uppbyggingu þessa liðs og heimsklassamenn í öllum stöðum. AG virðist hafa algjöra yfirburði í Danmörku og er farið að bíta frá sér í Meistaradeildinni. „Við vitum að við erum bestir og eigum að vinna. Álaborg, sem við mættum í úrslitaleiknum, var eina liðið sem við höfðum tapað fyrir í vetur og þess utan á heimavelli. Við bjuggumst við mjög erfiðri keppni og þetta var áskorun fyrir okkur sem við stóðumst með stæl," sagði Arnór og allir voru klárir að þessu sinni. „Við erum með lið sem tekur á því þegar þarf að taka á því. Það getur oft verið hættulegt og við erum eiginlega slakastir á móti litlu liðunum. Þá höfum við stundum verið tæpir. Það er hættulegt að ætla að taka hlutina með vinstri en það hefur sloppið hingað til." Þó svo að sigurganga AG hafi verið samfelld þá leiðist fyrirliðanum aldrei að lyfta bikurum. „Við erum búnir að vinna alla bikara sem hafa verið í boði frá því að félagið var stofnað. Það er alltaf gaman að vinna og lyfta bikurum. Það er ekkert sjálfsagt að vinna þetta allt þótt við séum með frábært lið. Leikirnir gegn okkur er leikur ársins hjá andstæðingum okkar og þeir selja sig dýrt." Arnór hefur verið að glíma við brjósklos en spilaði samt mikið á EM og einnig um helgina. Ólafur Stefánsson virðist síðan vera búinn að hrista af sér hnémeiðslin en hann spilaði mjög vel fyrir AG. „Það var æðislegt að sjá Óla aftur í formi og hann var virkilega flottur um helgina," sagði Arnór en Íslendingarnir í herbúðum AG eru fjórir – Arnór, Ólafur, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Fram undan hjá AG eru spennandi leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið er í harðri baráttu við þýska liðið Kiel og franska liðið Montpellier. „Við setjum markið hátt í Meistaradeildinni og stefnan er að vinna riðilinn að sjálfsögðu," sagði Arnór en sigur gegn annaðhvort Kiel eða Montpellier í lokaumferðunum tryggir liðinu annað af efstu sætum riðilsins. Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira
Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er fyrirliði liðsins og hann lyfti bikarnum þriðja árið í röð um helgina. „Undanúrslitaleikurinn var eiginlega erfiðari en úrslitaleikurinn. Við vorum með úrslitaleikinn í höndunum allan tímann og leik lokið þegar um fimmtán mínútur voru eftir," sagði Arnór sigurreifur í samtali við Fréttablaðið en AG vann úrslitaleikinn með sex marka mun, 32-26. Það er búið að kosta miklu til í uppbyggingu þessa liðs og heimsklassamenn í öllum stöðum. AG virðist hafa algjöra yfirburði í Danmörku og er farið að bíta frá sér í Meistaradeildinni. „Við vitum að við erum bestir og eigum að vinna. Álaborg, sem við mættum í úrslitaleiknum, var eina liðið sem við höfðum tapað fyrir í vetur og þess utan á heimavelli. Við bjuggumst við mjög erfiðri keppni og þetta var áskorun fyrir okkur sem við stóðumst með stæl," sagði Arnór og allir voru klárir að þessu sinni. „Við erum með lið sem tekur á því þegar þarf að taka á því. Það getur oft verið hættulegt og við erum eiginlega slakastir á móti litlu liðunum. Þá höfum við stundum verið tæpir. Það er hættulegt að ætla að taka hlutina með vinstri en það hefur sloppið hingað til." Þó svo að sigurganga AG hafi verið samfelld þá leiðist fyrirliðanum aldrei að lyfta bikurum. „Við erum búnir að vinna alla bikara sem hafa verið í boði frá því að félagið var stofnað. Það er alltaf gaman að vinna og lyfta bikurum. Það er ekkert sjálfsagt að vinna þetta allt þótt við séum með frábært lið. Leikirnir gegn okkur er leikur ársins hjá andstæðingum okkar og þeir selja sig dýrt." Arnór hefur verið að glíma við brjósklos en spilaði samt mikið á EM og einnig um helgina. Ólafur Stefánsson virðist síðan vera búinn að hrista af sér hnémeiðslin en hann spilaði mjög vel fyrir AG. „Það var æðislegt að sjá Óla aftur í formi og hann var virkilega flottur um helgina," sagði Arnór en Íslendingarnir í herbúðum AG eru fjórir – Arnór, Ólafur, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Fram undan hjá AG eru spennandi leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið er í harðri baráttu við þýska liðið Kiel og franska liðið Montpellier. „Við setjum markið hátt í Meistaradeildinni og stefnan er að vinna riðilinn að sjálfsögðu," sagði Arnór en sigur gegn annaðhvort Kiel eða Montpellier í lokaumferðunum tryggir liðinu annað af efstu sætum riðilsins.
Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira