Arnór: Vitum að við erum bestir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2012 07:30 Arnór er orðinn ansi vanur því að lyfta bikurum fyrir AG. Hann lyftir hér meistarabikarnum síðasta vor.mynd/ag Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er fyrirliði liðsins og hann lyfti bikarnum þriðja árið í röð um helgina. „Undanúrslitaleikurinn var eiginlega erfiðari en úrslitaleikurinn. Við vorum með úrslitaleikinn í höndunum allan tímann og leik lokið þegar um fimmtán mínútur voru eftir," sagði Arnór sigurreifur í samtali við Fréttablaðið en AG vann úrslitaleikinn með sex marka mun, 32-26. Það er búið að kosta miklu til í uppbyggingu þessa liðs og heimsklassamenn í öllum stöðum. AG virðist hafa algjöra yfirburði í Danmörku og er farið að bíta frá sér í Meistaradeildinni. „Við vitum að við erum bestir og eigum að vinna. Álaborg, sem við mættum í úrslitaleiknum, var eina liðið sem við höfðum tapað fyrir í vetur og þess utan á heimavelli. Við bjuggumst við mjög erfiðri keppni og þetta var áskorun fyrir okkur sem við stóðumst með stæl," sagði Arnór og allir voru klárir að þessu sinni. „Við erum með lið sem tekur á því þegar þarf að taka á því. Það getur oft verið hættulegt og við erum eiginlega slakastir á móti litlu liðunum. Þá höfum við stundum verið tæpir. Það er hættulegt að ætla að taka hlutina með vinstri en það hefur sloppið hingað til." Þó svo að sigurganga AG hafi verið samfelld þá leiðist fyrirliðanum aldrei að lyfta bikurum. „Við erum búnir að vinna alla bikara sem hafa verið í boði frá því að félagið var stofnað. Það er alltaf gaman að vinna og lyfta bikurum. Það er ekkert sjálfsagt að vinna þetta allt þótt við séum með frábært lið. Leikirnir gegn okkur er leikur ársins hjá andstæðingum okkar og þeir selja sig dýrt." Arnór hefur verið að glíma við brjósklos en spilaði samt mikið á EM og einnig um helgina. Ólafur Stefánsson virðist síðan vera búinn að hrista af sér hnémeiðslin en hann spilaði mjög vel fyrir AG. „Það var æðislegt að sjá Óla aftur í formi og hann var virkilega flottur um helgina," sagði Arnór en Íslendingarnir í herbúðum AG eru fjórir – Arnór, Ólafur, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Fram undan hjá AG eru spennandi leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið er í harðri baráttu við þýska liðið Kiel og franska liðið Montpellier. „Við setjum markið hátt í Meistaradeildinni og stefnan er að vinna riðilinn að sjálfsögðu," sagði Arnór en sigur gegn annaðhvort Kiel eða Montpellier í lokaumferðunum tryggir liðinu annað af efstu sætum riðilsins. Handbolti Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er fyrirliði liðsins og hann lyfti bikarnum þriðja árið í röð um helgina. „Undanúrslitaleikurinn var eiginlega erfiðari en úrslitaleikurinn. Við vorum með úrslitaleikinn í höndunum allan tímann og leik lokið þegar um fimmtán mínútur voru eftir," sagði Arnór sigurreifur í samtali við Fréttablaðið en AG vann úrslitaleikinn með sex marka mun, 32-26. Það er búið að kosta miklu til í uppbyggingu þessa liðs og heimsklassamenn í öllum stöðum. AG virðist hafa algjöra yfirburði í Danmörku og er farið að bíta frá sér í Meistaradeildinni. „Við vitum að við erum bestir og eigum að vinna. Álaborg, sem við mættum í úrslitaleiknum, var eina liðið sem við höfðum tapað fyrir í vetur og þess utan á heimavelli. Við bjuggumst við mjög erfiðri keppni og þetta var áskorun fyrir okkur sem við stóðumst með stæl," sagði Arnór og allir voru klárir að þessu sinni. „Við erum með lið sem tekur á því þegar þarf að taka á því. Það getur oft verið hættulegt og við erum eiginlega slakastir á móti litlu liðunum. Þá höfum við stundum verið tæpir. Það er hættulegt að ætla að taka hlutina með vinstri en það hefur sloppið hingað til." Þó svo að sigurganga AG hafi verið samfelld þá leiðist fyrirliðanum aldrei að lyfta bikurum. „Við erum búnir að vinna alla bikara sem hafa verið í boði frá því að félagið var stofnað. Það er alltaf gaman að vinna og lyfta bikurum. Það er ekkert sjálfsagt að vinna þetta allt þótt við séum með frábært lið. Leikirnir gegn okkur er leikur ársins hjá andstæðingum okkar og þeir selja sig dýrt." Arnór hefur verið að glíma við brjósklos en spilaði samt mikið á EM og einnig um helgina. Ólafur Stefánsson virðist síðan vera búinn að hrista af sér hnémeiðslin en hann spilaði mjög vel fyrir AG. „Það var æðislegt að sjá Óla aftur í formi og hann var virkilega flottur um helgina," sagði Arnór en Íslendingarnir í herbúðum AG eru fjórir – Arnór, Ólafur, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Fram undan hjá AG eru spennandi leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið er í harðri baráttu við þýska liðið Kiel og franska liðið Montpellier. „Við setjum markið hátt í Meistaradeildinni og stefnan er að vinna riðilinn að sjálfsögðu," sagði Arnór en sigur gegn annaðhvort Kiel eða Montpellier í lokaumferðunum tryggir liðinu annað af efstu sætum riðilsins.
Handbolti Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira