Fleiri fréttir

Kristján Andrésson kemur með lið sitt Guif á Hafnarfjarðarmótið

Hið árlega Hafnarfjarðarmót fer fram 18. ágúst til 20. ágúst. Fjögur lið taka þátt í mótinu eins og undanfarin ár og eru þau: FH, Haukar, Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Ekilstuna Guif, sem er undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Einnig leikur bróðir Kristjáns, miðjumaðurinn Haukar Andrésson með liðinu.

Gunnar vettvangsstjóri UEFA hjá Rúrik og félögum

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik danska liðsins OB og Villareal frá Spáni en íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason leikur einmitt með danska liðinu.

Arsenal búið að selja Emmanuel Eboué til Galatasaray

Arsenal og tyrkneska félagið Galatasaray hafa náð samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á Fílabeinsstrendingnum Emmanuel Eboué. Arsenal tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag en það er talið að Tyrkirnir borgi um 3,5 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Bild: Blackburn búið að gera Schalke tilboð í Raul

Þýska blaðið Bild segir að enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn sé búið að gera tilboð í Raul Gonzalez, fyrrum framherja Real Madrid og núverandi leikmann Schalke í þýsku úrvalsdeildinni.

Wenger: Við seldum Fabregas á útsöluverði

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að Barcelona hafi fengið Cesc Fabregas alltof ódýrt af því að leikmaðurinn hafi ekki viljað fara til neins annars félags. 35 þúsund manns tóku á móti Fabregas á Camp Nou í gær.

Kristinn Jakobsson dæmir í París

Kristinn Jakobsson hefur fengið verkefni í undankeppni Evrópudeildarinnar en hann mun dæma leik Paris Saint-Germain og FC Differdange 03 frá Lúxemborg sem fram fer á Parc des Princes í París 25. ágúst næstkomandi.

Robin van Persie tekinn formlega við fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Arsenal hefur nú staðfest það að það verði Hollendingurinn Robin van Persie sem taki við fyrirliðabandinu af Cesc Fabregas sem var seldur til Barcelona í gær. Þetta kemur ekki á óvart enda hefur van Persie borið fyrirliðabandið undanfarið þegar Fabregas hefur ekki notið við.

Laus veiðileyfi á næstunni

Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar og eru að skoða í kringum sig eftir veiðileyfum ættu ekki að örvænta strax því það eru dagar lausir á stangli hér og þar og víða má ennþá gera frábæra veiði fyrir sanngjarnt verð á leyfum.

Mancini: Sergio Aguero er eins og ljósrit af Romario

Sergio Aguero byrjaði frábærlega með Manchester City í gær þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Swansea en Aguero skoraði tvö mörk og lagði upp eitt á fyrsta hálftíma sínum í ensku úrvalsdeildinni. Roberto Mancini, stjóri City, keypti hann frá Atletico Madrid fyroir 38 milljónir punda á dögunum, og líkti honum við brasilísku goðsögnina Romario eftir leikinn í gær.

Song og Gervinho fengu báðir þriggja leikja bann

Alex Song, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, fékk þriggja leikja bann eftir að enska knattspyrnusambandið skoðaði atvik úr leik liðsins gegn Newcastle um s.l. helgi. Song steig harkalega á Joey Barton leikmann Newcastle og var myndbandsupptaka frá leiknum notuð þegar leikbannið var ákveðið. Gervinho, sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Arsenal fékk einnig þriggja leikja bann.

Styttist í endurkomu Steven Gerrard hjá Liverpool

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er byrjaður að æfa á ný eftir að hann varð lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar í nára. Enski landsliðsmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu frá því hann fór í aðger á nára í mars á þessu ári en hann fékk sýkingu á það svæði rétt áður en að keppnistímabilið hófst.

Pepsimörkin: Eru KR-ingar með dómarana í vasanum?

Rætt var um KR-liðið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort dómarar séu einfaldlega hræddir að taka stórar ákvarðanir gegn KR-liðinu.

Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum

Hér er smá veiðisaga sem við fengum senda ásamt mynd af þremur ættliðum í veiði. Við erum búnir að fá mikið af skemmtilegum myndum og viljum endilega hvetja ykkur til að deila með okkur ykkar skemmtilegustu veiðistundum í sumar. Við fögnum líka myndum þar sem verið er að planka við bakkann. Erum að skoða möguleikann að vera með "plank" myndakeppni, meira um það síðar.

Góður morgun í Víðidalnum í gær

Eftir rólegt sumar á norðvesturlandinu kom gott skot í morgun í Víðidalsá en 16 laxar veiddust vaktinni og voru veiðimenn einnig að missa eitthvað af laxi. Mest hefur veiðst á neðstu svæðunum og þá helsta á gárutúbur og smáar flugur. Það hefur vantað rigningu á svæðinu en það rigndi í gærkvöldi og má það þakka góðri veiði í morgun.

Besti tíminn framundan í Stóru Laxá

Við heyrðum í veiðimönnum sem voru í Stóru Laxá svæði I og II í morgun. Þeir settu í 16 laxa og náðu 11 af þeim á land. Allt fékkst þetta á micro flugur og sögðu þeir nóg af laxi vera í áni. Fyrir þetta heyrðu við af níu löxum á sama svæði um helgina og sáu þeir veiðimenn lax ganga upp á efri svæði. Þetta eru góðar fréttir frá Stóru Laxá en hún er þekkt fyrir góða veiði seinnipart sumars.

Pepsimörkin: Öll tilþrifin úr leikjum gærkvöldsins á Vísi

Alls voru 18 mörk skoruð í gær þegar 15. umferðin í Pepsideild karla í fótbolta hófst með fimm leikjum. Umferðinni lýkur á fimmtudaginn þegar Þórsarar taka á móti KR-ingum á Akureyri. Að venju var farið yfir gang mála úr öllum leikjum gærkvöldsins í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær og þar var þessi markasyrpa frumsýnd.

Eyjasigur í Kópavogi - myndir

ÍBV er einu stigi á eftir KR á toppi Pepsi-deildar karla eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í gær. KR á þó tvo leiki til góða á Eyjamenn.

Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins

Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og var mikið um að vera. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina á einum stað.

Ólafur Páll: Sýnir getuna í liðinu

Ólafur Páll Snorrason sagði FH-inga hafa sýnt getuna í liðinu manni færri gegn Víkingum í kvöld. Hann sagði lukku vera með FH-ingum þessa dagana.

Ólafur Örn: Aðalmálið að fá stig

Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, var augljóslega létt eftir sigurinn á Keflavík í kvöld þar sem liðið náði átta stiga forystu á Víking og Fram í fallsæti auk þess að ná Breiðabliki að stigum og vera aðeins stigi á eftir Þór og Keflavík.

Willum: Sárt að kasta stigum frá sér

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega ósáttur við að lið hans hafi ekki nýtt yfirburði sína í seinni hálfleik gegn Grindavík í kvöld og kastað frá sér í það minnsta jafnteflinu með því að fá á sig mark á lokamínútunum.

Þorvaldur: Staðan er mjög slæm

„Við fáum færi í fyrri hálfleik til að klára þennan leik en eins og þetta hefur verið að spilast í sumar þá höfum við ekki verið að nýta okkar sénsa. Þegar menn eru ekki að klára leikina og ná í þessi stig þá erum við ekki ofar í deildinni. Það er bara þannig,“ sagði svekktur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafnteflið við Stjörnuna í kvöld.

Garðar: Áttum ekkert skilið

„Við vorum bara lélegir í dag og áttum ekkert skilið. Ekki einu sinni þetta stig. Ég held að þeir hafi átt fleiri skot á markið og fleiri dauðafæri en við,“ sagði Garðar Jóhannsson markamaskínan í liði Stjörnunnar.

Halldór Orri: Þetta var lélegur leikur

„Mér fannst þetta lélegur leikur. Mér fannst bæði lið vera léleg. Mér fannst við vilja þetta meira en við klikkum úr nokkrum dauðafærum, þar á meðal ég,“ sagði hetjan Halldór Orri Björnsson eftir jafnteflið við Fram 2-2.

Heimir: Pétur á að vita betur

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með sína menn en sagði Pétur Viðarsson leikmann sinn eiga að vita betur en að láta reka sig útaf.

Heimir: Eigum enn möguleika

"Við erum að rembast og reyna að vera með í þessari baráttu um Íslandsmeistaratitilinn, því var þessu sigur virkilega mikilvægur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld.

Tryggvi: Setjum pressu á KR

"Þetta var erfiður leikur í kvöld enda eru Blikar með flott lið þó taflan sýni annað,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn á Breiðablik í kvöld.

Ólafur: Þetta þriðja mark slátraði leiknum

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þurfti enn á ný að öskra á sína menn í hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik þegar Fylkisliðið tapaði 1-3 á móti Val á Hlíðarenda í kvöld. Fylkismenn voru komnir 0-3 undir í hálfleik og leikurinn var í raun tapaður.

Kristján: Við erum búnir að vinna vel í hans málum

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, fór nýjar leiðir í kvöld þegar hann stillti upp byrjunarliðinu sínu í 3-1 sigri á Fylki. Kristján henti nýliðanum Kolbeini Kárasyni í fremstu víglínu og var með Andra Fannar Stefánsson fremstan á miðjunni. Þetta heppnaðist frábærlega og Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur síðan í byrjun júlí.

Kolo Touré má byrja að æfa með City áður en bannið rennur út

Kolo Touré hefur fengið sérstakt leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til þess að fá að byrja að æfa með Manchester City áður en leikbannið hans rennur út. Touré féll á lyfjaprófi í upphafi ársins og er í leikbanni til 2. september næstkomandi.

1.279 laxar úr Rangánum á viku

Veiðin í Rangánum hefur verið mjög góð undanfarið. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að í síðustu viku voru skráðir 3.726 laxar á land í þekktustu ám landsins, þar af voru 1.279 laxar úr Rangánum og því næstum þriðji hver lax sem veiðist þessa dagana úr Rangánum.

Sá nýi númer fjögur hjá Barcelona-liðinu - myndir

Cesc Fabregas baðaði sig í sviðsljósinu í dag þegar hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður Barcelona. Fabregas skrifaði undir nýjan fimm ára samning og mun spila í treyju númer fjögur alveg eins og hjá Arsenal.

Á að seinka opnun í gæsaveiðinni?

Eftir afskaplega kalt vor hafa menn rætt það í alvöru sín á milli að of snemmt sé að hefja gæsaveiðar þetta árið 20. ágúst eins og venjan er. Ástæðan er sú að víða um land, þá sérstaklega á norður og austurlandi eru ungarnir ennþá litlir, ófleygir og margir ennþá í dún.

Sjá næstu 50 fréttir