Fleiri fréttir

Redknapp: Ekkert sem bendir til að Modric fari

Þrátt fyrir þrálátar sögusagnir þess efnis að Luka Modric sé á leið til Chelsea segir stjóri hans hjá Tottenham, Harry Redknapp, að það sé ekkert sem bendir til þess að kappinn sé á förum.

Jan Koller búinn að leggja skóna á hilluna

Tékkinn Jan Koller tilkynnti það í dag að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna vegna þráðlátra meiðsla. Koller er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað í Belgíu, Þýskalandi, Rússlandi og Frakklandi á löngum ferli sem hófst þó ekki fyrr en hann varð orðin 21 árs gamall.

Cardiff tapaði fyrir nýliðunum

Cardiff City tapaði í kvöld fyrir nýliðum Brighton í ensku B-deildinni, 3-1, á heimavelli. Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff vegna meiðsla.

Ecclestone að selja QPR

Samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla er Bernie Ecclestone að selja sinn hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Queens Park Rangers. Nýi eigandinn, Tony Fernandes, er sagður hafa lagt fram fjögurra milljóna punda í Scott Parker, leikmann West Ham.

Edda fór í markið fyrir Maríu Björgu

Edda Garðarsdóttir gerði sér lítið fyrir og leysti Maríu Björgu Ágústsdóttur af í marki Örebro í leik liðsins gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Dortmund mun bara selja Götze til liðs utan Þýskalands

Borussia Dortmund ætlar ekki að selja undrabarnið sitt Mario Götze til annars félags í Þýskalandi en þetta ítrekaði framkvæmdastjórinn Hans-Joachim Watzke í dag. Mario Götze hefur vakið mikla athygli að undanförnu en þessi 19 ára strákur átti mikinn þátt í því að Dortmund varð þýskur meistari á síðustu leiktíð.

Bæjarar í góðum málum í Meistaradeildinni

Bayern München vann í kvöld 2-0 sigur á FC Zürich í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben skoruðu mörk liðsins í kvöld.

Spænskir leikmenn á leiðinni í verkfall - engir leikir um helgina

Það hefur allt siglt í strand í samningaviðræðum spænsku deildarinnar og leikmannasamtakana á Spáni og það lítur því út fyrir að spænskir leikmenn verði komnir í verkfall þegar fyrsta umferðin í spænsku deildinni á að fara fram um helgina.

Enska bikarkeppnin í beinni á fésbókinni

Ensku utandeildarliðin Ascot United og Wembley FC munu spila tímamótaleik í forkeppni ensku bikarkeppninnar á föstudagkvöldið því leikurinn verður sendur út í beinni á fésbókinni.

Laxá í Dölum að hrökkva í gang

Í gær veiddust 22 laxar í Dölunum en gott vatn er í ánni og lax tekinn að ganga. Þetta er með seinna móti, en kemur þó Dalamönnum ekki á óvart.

Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra

Þann 11. águst var búið að fella 164 dýr eða um 16% af kvótanum en á sama mánaðardegi á seinasta tímabili var búið að fella 250 dýr eða 20% af kvótanum. Menn verða að herða sóknina ef ekki eiga að skapast vandamál vegna margra veiðmanna á veiðislóði á seinni hluta tímabilsins.

Skagamenn jöfnuðu afrek Valsmanna og FH-inga í gær

Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla sumarið 2012 eftir að hafa náð í stig á móti ÍR á ÍR-vellinum í gær. Skagamenn þurftu aðeins að ná í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum í 1.deildinni og náðu í það í annarri tilraun eftir tap á móti BÍ/Bolungarvík á föstudaginn var.

Loksins fréttir úr Setbergsá

Við fengum loks fréttir af gangi mála í Setbergsá. Fram til þessa hafa veiðst 35 laxar í ánni þrátt fyrir að vatnsleysi hafi plagað veiðimenn.

Maxi Rodriguez hjá Liverpool: Samkeppni er af hinu góða

Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez fagnar nýju leikmönnunum sem komu til Liverpool í sumar þrátt fyrir að þýði mun harðari samkeppni fyrir hann sjálfan. Rodriguez skoraði sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum með Liverpool á síðustu leiktíð en var ekki í leikmannahópnum á móti Sunderland um helgina.

Guardiola: Real Madrid er ennþá betra en Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að Real Madrid sé á undan sínu liði í undirbúningi fyrir tímabilið og sé því sigurstranglegra í kvöld þegar liðin mætast Camp Nou í seinni leik þeirra í Ofurbikarnum á Spáni.

Raul fór ekki með Schalke til Helsinki - hafnaði Blackburn

Spánverjinn Raul verður ekki í leikmannahópi þýska liðsins Schalke 04 þegar liðið sækir finnska liðið HJK Helsinki heim í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Forráðamenn segjast ætla að hlífa Raul við gervigrasvellinum í Finnlandi en um leið halda því þeir opnu að Raul geti spilað með öðru liði í Evrópukeppnunum í vetur.

97 sm hængur úr Svalbarðsá

Ein af þeim ám sem er að slá rækilega í gegn á þessu ári er Svalbarðsá. Hollin hafa verið að gera feykilega góða veiði það sem komið er af tímabilinu og meðalþyngdin verið alveg frábær.

Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa

Það hefur verið jöfn veiði í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og áin að skríða yfir 200 laxa. Hún hefur verið í ágætis vatni og töluvert af laxi verið á nokkrum stöðum. Hólmabreiða, Rennur og Eyrarhylur eru gjöfulir að vanda en lax hefur dreifst vel um ánna og eru eiginlega allir staðir inni.

Flottustu mörkin í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar

Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman fimm flottustu mörkin í fyrstu umferðinni sem fór fram um helgina. Það er Svíinn Sebastian Larsson sem skoraði fallegasta mark helgarinnar þegar hann tryggði Sunderland 1-1 jafntefli á Anfield.

Varnarorð til veiðimanna við Fnjóská

Varað er við hruni úr björgum á neðasta veiðisvæði Fnjóskár. Í gær hrundi stórt stykki úr berginu neðan Bjarghorns, og eru veiðimenn beðnir að fara varlega.

Wenger braut reglur UEFA í gær: Mátti ekki koma skilaboðum á bekkinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti verið í vandræðum hjá UEFA þar sem að hann skipti sér af leik sinna manna á móti Udinese í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Wenger tók út leikbann í leiknum og var upp í stúku en Frakkinn sást senda skilaboð niður til Pat Rice á bekknum.

Valskonur ekki í vandræðum

Valur vann í gær 4-0 sigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna en liðið er engu að síður sjö stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.

Umfjöllun: ÍA aftur í deild þeirra bestu

ÍA komst í kvöld aftur í efstu deild karla eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við ÍR í 1. deildinni í kvöld. Stigið dugði Skagamönnum til að komast upp í Pepsi-deildina.

Ramsey: Getum unnið án Cesc

Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, segir að félagið geti vel náð árangri í vetur þó svo að Cesc Fabregas sé farinn frá félaginu til Barcelona á Spáni.

Diego Forlan: Ég er með tilboð frá Inter

Diego Forlan, framherji Atletico Madrid og landliðs Úrúgvæ, segist vera með tilboð frá ítalska félaginu Inter og talar jafnframt um það að hann sé spenntur fyrir því að fá að spreyta sig í ítalska boltanum.

Hjörtur: Aldrei að vita nema maður spili á næsta ári

"Við vissum það svona nokkurn veginn fyrir þennan lokasprett að sætið í efstu deild væri svo gott sem tryggt, en við þurftum að klára dæmið og það gekk í kvöld,“ sagði Hjörtur Júlíus Hjartarson, markaskorari ÍA, eftir leikinn í kvöld.

Nýjar reglur: NBA-leikmenn geta ekki stungið af í Kína

NBA-körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er með tilboð frá kínversku liði sem hljóðar upp á 1,5 milljónir dollara í mánaðarlaun eða 171 milljón íslenskra króna. Það eru samt ekki peningarnir sem standa í vegi fyrir því að Bryant spili í Kína á meðan á verkfallinu stendur.

Wenger: Bendtner er ekkert farinn frá okkur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki búinn að útiloka það að danski framherjinn Nicklas Bendtner spili áfram með liðinu en Bendtner var búinn að tilkynna það að hann væri að leita sér að nýju félagi.

Sölvi skoraði í bæði mörkin

Sölvi Geir Ottesen skoraði eina mark sinna manna í FC Kaupmannahöfn sem tapaði fyrir tékkneska liðinu Viktoria Plzen í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir