Fleiri fréttir

Björn fer á kostum - róleg byrjun hjá McIlroy

Daninn Thomas Björn hefur farið á kostum á fyrsta hringnum á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í Sandwich á Englandi. Björn fékk sjö fugla á fyrsta hring mótsins sem hófst í dag.

Gunnar Einarsson leggur skóna á hilluna

Körfuknattleikskappinn Gunnar Einarsson hefur lagt skóna á hilluna. Gunnar sem er 34 ára er leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi. Víkurfréttir greina frá þessu á heimasíðu sinni.

Macheda með tvö í sigri Man Utd

Ítalinn Federico Macheda minnti á sig í 4-1 sigri Manchester United á New England Revolution í Massachusetts-ríki í gærkvöld. Ji-Sung Park og Michael Owen skoruðu einnig í leiknum.

Pato og Neymar tryggðu Brasilíu efsta sætið

Brasilía sýndi loks sitt rétta andlit þegar liðið vann 4-2 sigur á Ekvador í lokaumferð B-riðils Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu. Alexandre Pato og Neymar skoruðu tvö mörk hvor en Felipe Caicedo jafnaði í tvígang fyrir Ekvador. Venesúela og Paragvæ fóru bæði áfram þrátt fyrir 3-3 jafntefli.

Fluguveiðinámskeið á Þingvöllum

Veiðikortið, Veiðiheimur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum standa að fluguveiðinámskeiði á Þingvöllum 17. júlí næstkomandi á milli kl. 9-14. Að auki er boðið upp á leiðsögn um vatnið.

Elfar var seldur á 21 milljón króna

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er kaupverðið á Elfari Frey í kringum 21 milljón íslenskra króna. Þá fá Blikar 40 prósent af söluverði verði hann seldur frá félaginu í framtíðinni.

Elfar Freyr seldur í skugga deilna

Elfar Freyr Helgason er nýjasti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Hann hélt á sunnudag til Grikklands og skrifaði í gærmorgun undir þriggja ára samning við AEK Aþenu.

Allra augu eru á Rory McIlroy

Opna breska meistaramótið hefst í dag á Royal St. George-vellinum. Það er óhætt að segja að allra augu verða á hinum 22 ára gamla Norður-Íra, Rory McIlroy. Hann gerði sér lítið fyrir og vann opna bandaríska mótið á dögunum og er undir mikilli pressu fyrir mótið.

Grétar Sigfinnur: Erum óhræddir við Slóvakana

Slóvakíska liðið MSK Zilina sækir KR heim á KR-völlinn í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í Evrópudeild UEFA. Slóvakíska liðið er geysisterkt og komst alla leið í riðlakeppni meistaradeildarinnar í fyrra sem er ekki auðvelt. Það verður því líklega við ramman reip að draga hjá KR sem hefur ekki enn tapað leik í sumar.

Matthías: Þeir eiga að vera lakari en BATE

FH tekur á móti á portúgalska liðinu CD Nacional í Evrópudeildinni í Kaplakrika í kvöld. Um er að ræða félagið sem Cristiano Ronaldo ólst upp hjá. Liðið er öflugt og varð í sjötta sæti í deildinni síðasta vetur.

Downing á leiðinni til Liverpool

Tilkynnt var í kvöld að Liverpool hefði náð samkomulagi við Aston Villa um kaupverð á Stewart Downing. Liverpool á eftir að ná samkomulagi um kaup og kjör við leikmanninn og senda hann í læknisskoðun áður en hann verður formlega orðinn leikmaður liðsins.

Adebayor nálgast Real Madrid

Það lítur út fyrir að framherjinn Emmanuel Adebayor fái þá ósk sína uppfyllta að spila áfram með Real Madrid. Sky greinir frá því í kvöld að málin séu að þokast í rétta átt.

Wenger ekki ánægður með Xavi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki par sáttur við spænska miðjumanninn Xavi hjá Barcelona. Wenger sakar Xavi um að sýna mikla vanvirðingu þar sem Xavi lýsti því yfir að Cesc Fabregas væri þjáður þar sem hann þyrfti að vera áfram hjá Arsenal.

West Ham til í að lána Parker

Forráðamenn West Ham eru opnir fyrir því að lána miðjumanninn Scott Parker frá félaginu út næsta tímabil. Félagið fengi þá leikmanninn til baka ef þeim tekst að rífa sig upp úr 1. deildinni.

Wenger hrósar Nasri

Þrátt fyrir stöðugan orðróm um að Samir Nasri sé á förum frá Arsenal segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, að það sé ekki neitt vandamál í herbúðum félagsins.

Breiðablik kjöldregið í Þrándheimi

Líkurnar á því að Breiðablik komist áfram í Meistaradeildinni í knattspyrnu eru nánast engar eftir að liðið steinlá, 5-0, fyrir Rosenborg í Þrándheimi í kvöld.

Hallgrímur til SönderjyskE

Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson hefur verið lánaður til danska félagsins SönderjyskE frá sænska félaginu GAIS.

Gunnar Einarsson til Víkings

Varnarmaðurinn þaulreyndi Gunnar Einarsson er búinn að skrifa undir samning við Pepsi-deildarlið Víkings. Gunnar kemur til liðsins frá Leikni.

Arsenal og Liverpool með sigra

Arsenal og Liverpool léku sína fyrstu leiki á æfingaferð félaganna um Asíu. Arsenal vann stórsigur á úrvalsliði Malasíu 4-0 og Liverpool vann 4-3 sigur á Guandong í Kína.

Frank Rost til New York Red Bulls

Þýski markvörðurinn Frank Rost er á leið til New York Red Bulls í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu. Rost er 38 ára gamall og hefur spilað í Bundesligunni í 18 ár.

Blanda að ná 400 löxum

Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag.

Roger Johnson til Úlfanna

Enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers hefur gengið frá kaupum á enska miðverðinum Roger Johnson frá Birmingham. Johnson skrifaði undir fjögurra ára samning við Úlfanna en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Þjálfari Rosenborgar segir liðið ekki vanmeta Breiðablik

Noregsmeistarar Rosenborgar taka á móti Breiðablik á Lerkendahl-vellinum í Þrándheimi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Jan Jönsson, þjálfari liðsins, segir að norska liðið muni ekki vanmeta íslenska liðið.

Góður gangur í Korpu

Ottó Markússon og félagar voru við veiðar í Korpu í blíðunni föstudaginn 8. Júlí. Fengu þeir kvótann eða 8 laxa, fjóra á maðk og fjóra á flugu. Laxana fengu þeir í Holunni, Efri rennum, Blika, Breiðunni og Símastreng. Að sögn Ottós eru fiskar komir upp ánna og í stíflunni hafa sést fiskar.

Elfar Freyr: Heiður að spila fyrir AEK

Elfar Freyr Helgason skrifaði í dag undir þriggja ára samning við gríska félagið AEK Aþenu. Fjallað er um komu Íslendingsins á heimasíðu félagsins þar sem Elfar Feyr og Arnar Grétarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sjást takast í hendur.

Arnar Grétarsson segir AEK ekki hafa svikið samning við Blika

Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu, segir það ekki rétt að gríska liðið hafi svikið samkomulag þess efnis að Elfar Freyr Helgason myndi fá að spila leikina gegn Rosenborg í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þetta kom fram í hádegisfréttunum á Bylgjunni.

Boaz Myhill fékk á sig mark af 90 metra færi

Það er ekki skrýtið að Roy Hodgson þjálfari WBA sé á höttunum eftir Rob Green markverði West Ham. Boaz Myhill markvörður WBA fékk á sig mark af 90 metra færi í æfingaleik gegn San Jose Earthquakes í gær. Það var kollegi hans á hinum, David Bingham, endanum sem skoraði.

Liverpool hreinsar til - Konchesky til Leicester

Vinstri bakvörðurinn Paul Konchesky hefur skrifað undir þriggja ára samning við Leicester City sem leikur í Championship-deildinni á Englandi. Konchesky kemur frá Liverpool en hann átti erfitt uppdráttar hjá félaginu.

Stórkostlegt mark Benayoun fyrir Chelsea

Chelsea vann 3-0 sigur gegn Wycombe Wanderers í æfingaleik á Cobham æfingasvæði Chelsea í gær. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum en þó náðust myndir af stórkostlegu marki Ísraelans Yossi Benayoun.

Mikið af 2 ára laxi í Eystri Rangá

Nú eru rúmlega 100 laxar komnir á land úr Eystri Rangá sem er meira en hefur verið á svipuðum tíma undanfarin ár. En það sem vekur sérstaka athygli er að hlutfall 2 ára laxa er alveg með ólíkindum! Af þessum 100 löxum er 6 laxar sem má flokka sem dæmigerða 1 árs laxa. Allt hitt er stórlax.

Rándýr gæsla á Skaganum

Sjálfboðaliðar leika lykilhlutverk hjá íslenskum knattspyrnufélögum og öðrum íþróttafélögum. Skagamenn buðu upp á einn velþekktan í gæslunni í leik liðsins gegn Leikni í gærkvöldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sá til þess að allt færi eðlilega fram.

Úrúgvæ mætir Argentínu í 8-liða úrslitum

Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Mexíkó í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í C-riðli. Chile vann dramatískan sigur á Perú í sama riðli svo ljóst er að Argentína og Úrúgvæ mætast í átta liða úrslitum.

Veiðisaga úr Hólsá

Af Agn.is fengum við þessa frétt: Við fengum þennan skemmtilega póst ásamt myndum frá Tomma í Veiðiportinu en hann gerði athyglisverða veiði í Hólsánni um helgina. Rétt að taka strax fram að Tommi kvartaði einnig undan umgengni þeirra sem höfðu verið í veiðihúsinu á undan honum.

Ytri að bæta sig á hverjum degi

Ytri Rangá er að skila sínu þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í morgun voru tíu laxar komnir á land í sterkri austanátt en allt veiddist á efri svæðunum, en við þessar aðstæður er erfitt að veiða á neðri hluta árinnar.

Ólafur Kristjáns: Elfar var settur í mjög erfiða stöðu

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um.

Guðjón Baldvinsson ætlar að komast í sögubækur KR

„Mér leið mjög vel fyrir leikinn. Hafði verið að skora og að komast í gang. Ég ætlaði mér að fara að skora í deildinni líka og svo fengum við draumabyrjun þegar ég skoraði eftir nokkrar mínútur. Þetta gekk allt upp. Við spiluðum vel og gekk vel hjá mér,“ sagði Guðjón.

Barcelona búið að vinna kapphlaupið um Alexis Sanchez

Fulltrúi ítalska knattspyrnuliðsins Udinese greinir frá því að Alexis Sanchez sé við það að ganga til liðs við Evrópumeistara Barcelona. Sanchez hefur verið sterklega orðaður við spænska stórliðið undanfarnar vikur.

Bjartsýnir á að halda Nasri og Fabregas

Það ríkir bjartsýni í herbúðum Arsenal að félagið muni halda sínum sterkustu mönnum þó svo fjölmiðlar segi að þeir Samir Nasri og Cesc Fabregas séu á förum.

Sjá næstu 50 fréttir