Fleiri fréttir

Berbatov hefur ekki skorað í Evrópukeppni í tvö og hálft ár

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun væntanlega hvíla Wayne Rooney í seinni undanúrslitaleiknum á móti Schalke á Old Trafford í kvöld og gefa Dimitar Berbatov tækifæri í byrjunarliðinu. Tölfræði Búlgarans í Evrópukeppni er hinsvegar ekki glæsileg undanfarin tæp þrjú tímabil.

Þórsarar keyrðu heim: Vont en það venst

Pepsi-deildar lið Þórs var ekki komið heim fyrr en 4 í nótt eftir leik liðsins gegn Víkingi. Liðið varð að keyra heim með rútu og þetta var ekki síðasta rútuferð liðsins í sumar.

United hækkar miðaverðið en ekki eins mikið og Arsenal

Manchester United fetaði í fótspor Arsenal í dag og tilkynnti að félagið ætlaði að hækka miðaverð á Old Trafford á næsta tímabili. Félögin kenna verðbólgu og skattahækkun um þessa hækkun sem kemur sér ekki vel fyrir enska fótboltaáhugamenn í versnandi efnahagsástandi í Englandi.

Áhorfendametið í Krikanum á 19 ára afmæli í dag

FH-ingar vonast til þess að slá áhorfendametið í Kaplakrikanum þegar fjórði úrslitaleikur FH og Akureyrar fer þar fram í kvöld. FH-ingar eru 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þessum leik sem hefst klukkan 19.30.

Glock: Ein besta og erfiðasta brautin í Tyrklandi

Virgin liðið í Bretlandi sem er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi mætir með verulega endurbættan bíl hvað yfirbygginguna varðar fyrir Þjóðverjann Timo Glock í mótið í Tyrklandi um helgina. Belginn Jerome d'Ambrosio verður hinsvegar að bíða til mótsins á Spáni til að fá samskonar útfærslu af Virgin bílnum.

Manchester City vill fá 50 milljónir punda fyrir Tevez

Það stefnir allt í það að Carlos Tevez fari frá Manchester City liðinu í sumar þrátt fyrir að hann eigi þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. City-menn vilja frá 50 milljónir punda fyrir argentínska framherjann.

Trulli vill komast skör ofar með Lotus

Lotus Formúlu 1 liðið mætir til keppni í Tyrklandi um helgina, en fyrstu æfingar keppnisliða á Istanbúl Park brautinni eru á föstudaginn. Sama fyrirtæki, Lotus Enterprise og á Lotus liðið tilkynnti í síðustu viku að það hefði keypt Caterham Cars sportbílafyritækið breska, sem er sögufrægt merki.

Pearce: Wilshere vill fá að spila með 21 árs landsliðinu

Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, segir að Arsenal-maðurinn Jack Wilshere vilji ólmur fá að spila með liðinu í Evrópukeppninni í Danmörku í sumar og hann búist því við að lenda í einhverjum deilum við Arsene Wenger, stjóra Arsenal, um hvort að Wilshere verði með eða ekki.

Teitur verður áfram með Stjörnuliðið - samdi til 2013

Teitur Örlygsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því áfram við stjórnvölinn í Garðabænum. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjörnunnar.Teitur hefur þjálfað Stjörnuna síðan í ársloks 2008 og hefur síðan þá komið liðinu í hóp bestu liða deildarinnar.

Ronaldo: Allir vita að dómararnir eru hliðhollir Barca

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, tók undir umdeild orð þjálfara síns Jose Mourinho frá því eftir fyrsta leikinn, þegar hann talaði við blaðamenn eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi fyrir erkifjendum sínum í Barcelona.

Pepsimörkin: Markasúpa gærkvöldsins krydduð með Skálmöld

Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með tveimur leikjum þar sem að KR-ingar lögðu Íslandsmeistaralið Breiðabliks, 3-2. Víkingar unnu Þór 2-0. Öll mörkin má sjá hér í markasúpunni sem sýnd var í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær - og súpan er krydduð með tónlist frá hljómsveitinni Skálmöld.

Chris Bosh búinn að kæra gömlu kærustuna

Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, stendur ekki aðeins í ströngu þessa dagana inn á vellinum í úrslitakeppninni því hann á einnig í deilum við gömlu kærustu sína og barnsmóður.

NBA: Miami komið í 2-0 á móti Boston

Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli.

Kjartan Henry: Þetta var baráttusigur

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, fór mikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og var ekki fjarri því að fullkomna þrennuna er hann átti skot í stöng. Það var þess utan dæmt víti á hann þannig að Kjartan var afar áberandi í leiknum.

Stefán áfram á Hlíðarenda

Valur tilkynnti í kvöld að Stefán Arnarson verður áfram þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta til næstu tveggja ára. Stefán hefur gert Val að Íslandsmeisturum síðustu tvö árin.

Fjárfestar skoða möguleika á að kaupa Formúlu 1

Fjárfestingafélagið EXOR og News Corporation fjölmiðlasamsteypan, sem er í eigu Rupert Murdoch staðfestu síðdegis í dag að verið er að frumkanna möguleg kaup á Formúlu 1. Fyrirtækin tvö sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þessa efnis, en autosport.com greindi frá þessu og í frétt á BBC Sport segir að fulltrúi fyritækjanna sé þegar búinn að ræða við eigendur Formúlu 1.

Bjarni Fel.: Ég er aldrei hlutdrægur

Goðsögnin Bjarni Felixson var mættur á Kópavogsvöll í kvöld en Bjarni var þar mættur til þess að lýsa leik Breiðabliks og KR í KR-útvarpinu.

Madrídingar hundfúlir út í dómarana

Xabi Alonso, leikmaður Real Madrid, segir að það hafi verið dómurunum að kenna að liðið komst ekki áfram í úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu.

Arnar Már: Áttum meira skilið

Arnar Már Björgvinsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í efstu deild í kvöld og stóð sig vel. Var ógnandi og fiskaði vítaspyrnu.

Ekkert fararsnið á Terry

John Terry stefnir á að klára ferilinn með Chelsea en hann er búinn að spila 500 leiki fyrir félagið sem hann fór til árið 1998. Hann hefur verið allan sinn atvinnumannaferil hjá Chelsea fyrir utan skamma viðdvöl hjá Nott. Forest.

Malmö aftur á toppinn

Malmö vann í kvöld 3-1 sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og endurheimti um leið toppsæti deildarinnar.

Sundsvall knúði fram oddaleik - Jakob hetjan

Sundsvall Dragons vann sigur á Norrköping Dolphins, 94-93, í æsispennandi framlengdum leik í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar og knúði þar með fram oddaleik í rimmu liðanna um meistaratitilinn.

Szczesny: Arsene Wenger er besti stjóri í heimi

Wojciech Szczesny, pólski markvörðurinn hjá Arsenal, skilur ekki þá umræðu um að Arsenal þurfi að fá nýjan stjóra. Arsene Wenger hefur mátt þola talsverða gagnrýni eftir að Arsenal missti af öllum titlinum á þessu tímabili en Szczesny er sannfærður að hann sé sá eini rétti fyrir Arsenal.

Umfjöllun: KR skellti Íslandsmeisturunum

Kjartan Henry Finnbogason var stjarna leiks Breiðabliks og KR í kvöld. Hann skoraði tvö mörk, lék vel og fékk þess utan dæmt á sig víti. Það kom ekki að sök því KR vann leikinn, 2-3.

Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar

Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði í kvöld jafntefli við erkifjendur sína í Real Madrid á heimavelli, 1-1. Barcelona vann undanúrslitarimmu liðanna samanlagt, 3-1.

Umfjöllun: Gömlu refirnir kláruðu Þórsara

Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum.

Sama sagan og í fyrra hjá Fylkismönnum

Fylkismenn gengu stigalausir af velli í Kórnum í gærkvöldi þrátt fyrir að yfirspila Grindvíkinga fyrstu 35 mínútur leiksins og komast í 2-0 í leiknum. Eins og svo oft í fyrra misstu Fylkismenn hinsvegar dampinn, fengu á sig þrjú mörk á síðustu 46 mínútum leiksins og töpuðu leiknum 2-3.

Ferguson ráðleggur Van der Sar að hætta

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé rétt ákvörðun hjá markverðinum Edwin van der Sar að leggja skóna á hilluna í sumar eftir afar farsælan feril.

Tryggvi með þrettán mörk í ellefu leikjum í 1. umferð

Tryggvi Guðmundsson skoraði sigurmark ÍBV á móti Fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla í gær en þetta mikilvæga mark hans kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Þetta er langt frá því að vera fyrsta Íslandsmótið hjá Tryggva þar sem hann er á skotskónum í 1. umferð.

Markaveisla úr Pepsi-mörkunum í gærkvöldi

Pepsi-deild karla fór af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum þar sem að ÍBV, Valur, Keflavík og Grindavík fögnuðu öll góðum sigrum. Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi tóku menn saman skemmtilega syrpu með því helsta sem gerðist í leikjunum fjórum í gær.

Williams án stiga eftir þrjú fyrstu mótin

Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða.

Peter Öqvist var á leikmannaveiðum á Íslandi í fyrra

Peter Öqvist, nýráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í körfubolta, þekkir ágætlega til íslenskra leikmanna og mætti til Íslands fyrir ári síðan til þess að finna leikmenn fyrir Sundsvall-liðið. Peter samdi á endanum við Hlyn Bæringsson en honum leyst vel á aðra leikmenn líka.

Jákvætt gengi hjá Force India

Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni.

Sjá næstu 50 fréttir