Handbolti

Hamburg skrefi nær titlinum eftir sigur á Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur í átökum í leiknum í kvöld.
Ólafur í átökum í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Bongarts
Hamburg tók mikilvægt skref í átt að þýska meistaratitlinum með góðum útivallarsigri á Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen í kvöld, 31-27.

Hamburg er nú með fimm stiga forystu á Kiel þegar fjórir leikir eru eftir af tímabilinu og nánast formsatriði fyrir liðið að vinna titilinn.

Löwen byrjaði betur í dag en eftir um 20 mínútna leik tók Hamburg forystuna og lét hana aldrei af hendi eftir það. Staðan í hálfleik var 19-14, Hamburg í vil.

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen í dag og þeir Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur igurðsson tvö hvor. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×