Fleiri fréttir

Wayne Rooney kærður og fær tveggja leikja bann

Wayne Rooney mun fá refsingu fyrir fagnaðarlæti sín á móti West Ham um helgina en hann fór þá með ljót blótsyrði beint fyrir framan myndavélina eftir að hann innsiglaði þrennu sína í leiknum. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákveðið að taka málið fyrir.

Queiroz tekur við landsliði Íran

Portúgalski þjálfarinn, Carlos Queiroz, skrifaði í dag undir samning við knattspyrnusamband Íran. Hann ætlar að koma liðinu á HM 2014.

Mancini stefnir á annað sætið

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að sitt lið hafi alla burði til þess að ná öðru sætinu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Barrichello: Hlakka til að keyra ótrúlega braut

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti Formúlu 1 ökumaðurinn og hann telur að mikið muni reyna á dekkin á Sepang brautinni um næstu helgi. Liðsfélagi Barrichello er Pastor Maldonado frá Venúsúela, sem ók í sína fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á dögunum.

Guardiola segist ekki vera að hætta

Fjölmiðlar greindu frá því fyrir skemmstu að Pep Guardiola ætlaði sér að hætta að þjálfa Barcelona árið 2012. Guardiola segir þessar fréttir ekki réttar. Hann sé ekki að íhuga að hætta.

Ronaldo vill spila þó svo læknarnir vilji það ekki

Stjörnurnar í liðum Real Madrid og Tottenham eru að skríða saman fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Við greindum frá því í morgun að Gareth Bale muni hugsanlega spila og nú segist Cristiano Ronaldo hjá Real vera klár í bátana.

Stefán: Það var ælt á börnin mín í stúkunni

Stefán Gíslason er í afar opinskáu viðtali við danska íþróttavefinn sporten.dk í dag þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar af forráðamönnum Bröndby eða Dönum yfir höfuð.

Lið vikunnar í enska boltanum

Það voru margir að gera það gott í enska boltanum um helgina en leikmennirnir í liði vikunnar koma frá níu liðum.

Leikjaniðurröðunin fer í taugarnar á Wenger

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er allt annað en sáttur við leikjaniðurröðunina á lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar og segir að hún hafi mikil áhrif á möguleika Arsenal á að verða meistari.

Bale hugsanlega með gegn Real Madrid

Vængmaðurinn Gareth Bale mun fljúga með Tottenham til Spánar og bendir flest til þess að hann muni leika með Spurs í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid.

NBA: Dýrt tap hjá Lakers

Denver Nuggets batt í nótt enda á níu leikja sigurgöngu LA Lakers. George Karl, þjálfari Nuggets, var afar kátur og lýsti sigrinum svona: "Wow."

Martraðatímbil Eiðs Smára

Eiður Smári Guðjohnsen sat enn á ný á varamannabekknum er lið hans, Fulham, vann 3-0 sannfærandi sigur á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bekkjarseta Eiðs Smára sætir varla tíðindum lengur sem eitt og sér hljóta að teljast skelfileg tíðindi fyrir íslenska knattspyrnu.

Fleiri þriggja stiga tilraunir en í nokkrum NBA-leik

Æsilegum leik KR og Keflavíkur á föstudagskvöldið lauk með sigri síðarnefnda liðsins, 139-135, eftir framlengingu. Samanlagt reyndu leikmenn liðanna að skjóta 85 sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna, þar af KR ingar 61 sinni.

Verður Gerrard frá út tímabilið?

Sögusagnir eru uppi um að tímabilinu hjá Steven Gerrard sé lokið eftir að meiðsli í nára tóku sig upp á ný á æfingu með Liverpool á föstudag. Hann fór í aðgerð vegna þessara meiðsla í lok mars og hefur síðan þá ekkert leikið með liðinu.

Mickelson fagnaði sigri í Houston

Phil Mickelson vann í dag sigur á Houston Open mótinu í golfi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur mót síðan hann fagnaði sigri á Masters í fyrra en það hefst nú á fimmtudaginn.

Aron í liði vikunnar

Þýska handboltaritið Handball-Woche valdi Aron Pálmarsson, leikmann Kiel, í lið vikunnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem að Aroni hlotnast þessi heiður.

Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters

Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum.

Moyes hótar að yfirgefa Everton

Knattspyrnustjóri Everton, David Moyes, hótar að yfirgefa liðið fari svo að liðið eignist ekki nýja eigendur í sumar sem eru tilbúnir til að veita honum stuðning á leikmannamarkaðinum.

Veigar lagði upp og Ondo skoraði í sigri Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson og Gilles Mbang Ondo spiluðu stóra rullu í 1-2 útisigri Stabæk á Rosenborg í 2. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Rosenborg komst yfir á 6. mínútu með marki Mushaga Bakenga.

Berlusconi: Balotelli hentar ekki AC Milan

Forseti AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefur engan áhuga á að fá vandræðagemsann Mario Balotelli til liðsins. Orðrómur hefur verið uppi um að Milan muni gera tilboð í leikmanninn í sumar en Berlosconi er á öðru máli.

Wenger vill ekki dvelja við vonbrigðin

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, segir að lið sitt megi ekki dvelja frekar við vonbrigðin sem dunið hafa á liðinu að undanförnu. Arsenal gerði 0-0 jafntefli við Blackburn í gær og er nú sjö stigum á eftir Manchester United í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Ince rekinn frá Notts County

Paul Ince er hættur sem knattspyrnustjóri hjá Notts County. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð og hefur ekki skorað mark úr opnum leik í síðustu átta leikum. Liðið er nú í 19. sæti í ensku c-deildinni og er í fallbaráttu.

Guðjón Valur skoraði sjö mörk

Guðjón Valur Sigurðsson stimplaði sig inn í lið Rhein-Neckar Löwen í dag með því að skora sjö mörk er lið hans, Rhein-Neckar Löwen, vann öruggan sigur á Melsungen á útivelli, 37-28.

Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters

Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag.

Helgi Már með 11 stig í sigri Uppsala

Körfuknattleikskappinn Helgi Magnússon skoraði 11 stig í sigri Uppsala gegn Södertälje Kings, 79-60, í 8-liða úrslitum í sænsku deildinni. Þar með náðu Helgi og félagar að knýja fram oddleik í einvígi þessara liða en staðan er nú 2-2.

Björgvin Páll og félagar úr leik

Kadetten Schaffhausen er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að liðið tapaði fyrir franska meistaraliðinu Montpellier á útivelli í dag, 35-27.

Tímabilið líklega búið hjá Hutton

Bakvörðurinn Alan Hutton hjá Tottenham þarf að fara að hnéaðgerð sem þýðir að tímabilið er líklega búið hjá þessum skoska varnarmanni. Hutton hefur verið í byrjunarliðinu hjá Tottenham í vetur en bætist nú á langan meiðslalista hjá Lundrúnarliðinu.

Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston.

Verður Rooney dæmdur í bann fyrir munnsöfnuð?

Wayne Rooney gæti verið á leiðinni í leikbann því enska knattspyrnusambandið mun taka fyrir á morgun hvort að Rooney eigi skilið að fara í bann fyrir munnsöfnuð sem hann lét dynja yfir myndavél eftir að hann skoraði þrennu gegn West Ham í gær. Manchester United vann leikinn 4-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Gunnar Heiðar spilaði allan leikinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn þegar að lið hans, Norrköping, vann 2-0 sigur á GAIS í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

City lék sér að Sunderland

Manchester City lék sér að Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag og vann öruggan sigur, 5-0. City er þar með komið í vænlega stöðu með að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.

Jafntefli í Edinborgarslagnum

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Hibernian sem gerði 2-2 jafntefli við Hearts í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Eiður Smári vermdi tréverið í sigri Fulham

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í sigri Fulham á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í dag, 3-0. Bobby Zamora kom Fulham yfir á 23. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna fyrir heimamenn í Fulham.

Ótrúleg endurkoma hjá Teiti og félögum

Vancouver Whitecaps gerði í gær 3-3 jafntefli við Sporting Kansas City eftir að hafa lent 3-0 undir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Teitur Þórðarson er þjálfari Vancouver.

Jón Arnór með fjögur stig í tapi Granada

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska körfuknattleiksliðinu Granada, töpuðu í dag fyrir stórliðinu Real Madrid í spænsku deildinni, 65-73. Jón Arnór lék 24 mínútur í liði Granada og skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Cavani með þrennu í sigri Napoli

Napoli komst upp í annað sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag með 4-3 sigri á Lazio. Úrúgvæinn Edinson Cavani skoraði þrennu í leiknum.

Torres þarf að bæta sig

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur enn trú á Fernando Torres en segir að hann þurfi vissulega að bæta sig.

Tímabilinu lokið hjá Kolbeini?

Gertjan Verbeek, knattspyrnustjóri AZ Alkmaar, sagði mögulegt að Kolbeinn Sigþórsson hefði spilað sinn síðasta leik með liðinu á þessu tímabili. Þetta kom fyrst fram á fótbolti.net.

Gerrard meiddist aftur

Steven Gerrard gat ekki spilað með Liverpool í gær vegna meiðsla en það ætti að koma nánar í ljós hversu alvarleg þau eru.

Sjá næstu 50 fréttir