Fleiri fréttir

Jesper Nielsen: Ólafur, Guðjón Valur og Róbert allir á leiðinni til AG

Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahafnar, hefur mikla trú á íslenskum handboltamönnum. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason spila með liðinu í dag og í morgun lýsti Jesper því yfir í dönskum fjölmiðlum að hann ætli að bæta þremur íslenskum landsliðsmönnum við danska liðið fyrir næsta tímabil.

ÍR og Haukar fá oddaleik - myndir

ÍR og Haukar hleyptu miklu lífi í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með því að knýja fram oddaleiki í sínum viðureignum í fjórðungsúrslitunum.

Aquilani ekki ódýr

Ef Juventus ætlar sér að halda Alberto Aquilani þarf félagið að greiða Liverpool um sextán milljónir evra fyrir hann eða um 2,6 milljarða króna. Þetta staðhæfir umboðsmaður Aquilani í ítölskum fjölmiðlum í dag.

Van Nistelrooy aftur í landsliðið

Ruud van Nistelrooy hefur verið valinn í hollenska landsliðið sem mætir Ungverjalandi tvívegis í undankeppni EM 2012 á næstu dögum.

Messi og Mourinho þeir tekjuhæstu

Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims í dag og Jose Mourinho þénar mest allra knattspyrnustjóra samkvæmt úttekt France Football-tímaritsins.

Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar

Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur.

Ribery baðst afsökunar á hegðun sinni

Franck Ribery er kominn aftur í franska landsliðið og baðst í dag afsökunar á hegðun sinni á síðasta ári. Árið 2010 var viðburðarríkt fyrir Ribery en hann vill sjálfsagt gleyma því sem fyrst.

Þór tryggði sér oddaleik

Þór Akureyri vann dramatískan 76-73 sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í Vodafonehöllinni í gærkvöldi. Valur hefði tryggt sér sæti í úrvalsdeild með sigri en missti frá sér leikinn í lokin.

Óbreytt fyrirkomulag í undankeppni HM 2014

Framkvæmdarstjórn Knattspyrnusambands Evrópu staðfesti á fundi sínum í dag að óbreytt fyrirkomulag verður á undankeppninni í Evrópu fyrir heimsmeistarakeppnina sem fer fram í Brasilíu árið 2014.

Pétur: Höfum burði til þess að senda Snæfell í frí

"Við sýndum það hér í kvöld að við getum alveg staðið í þeim bestu,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfelli í öðrum leik liðana í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla og knúði því fram oddaleik.

Ingi Þór: Maður skilur ekki svona hugarfar

"Þessi úrslit voru bara virkilega verðskulduð hjá Haukum og ég skil hreinlega ekki hugarfarið í mínum mönnum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í gær.

Ólöf: Duga eða drepast í Hveragerði

"Ég er mjög stolt af okkur, þetta var frábær heimasigur," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir 86-78 sigur á deildarmeisturum Hamars í kvöld.

Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli

"Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu,

Fanney: Njarðvík er með hörku lið

"Þetta var engan veginn það sem við lögðum upp með, við förum í alla leiki til að vinna þá og það gekk ekki í dag enda spiluðum við illa," sagði Fanney Lind Guðmundsdóttir, leikmaður Hamars eftir 86-78 tap gegn Njarðvík.

Umfjöllun: Njarðvík jafnaði metin

Njarðvík jafnaði í kvöld metin í einvígi sínu gegn deildarmeisturum Hamars í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna.

Sundsvall Dragons komið í 1-0 forystu

Sundsvall Dragons vann í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta er liðið vann Jämtland Basket á heimavelli, 74-62.

Sigur hjá SönderjyskE

Ólafur Ingi Skúlason og Eyjólfur Héðinsson spiluðu báðir allan leikinn í liði SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Pepe hjá Real til 2015

Spænska dagblaðið Marca staðhæfir í dag að varnarmaðurinn Pepe frá Portúgal hafi samþykkt nýjan samning við Real Madrid og að hann verði samningsbundinn félaginu til 2015.

Evans hringdi í Holden og óskaði honum góðs bata

Stuart Holden, liðsfélagi Grétars Rafns Steinssonar hjá Bolton, hefur talað við Jonny Evans hjá Manchester United og ber engan kala til hans þrátt fyrir að ruddatækling Evans á laugardaginn þýði að Holden verði frá næstu sex mánuðina.

ÍR-ingar búnir að tapa átta leikjum í röð í úrslitakeppninni

ÍR og Keflavík mætast í kvöld í Seljaskóla í öðrum leik einvígis þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð Sport 2 en Keflavík tryggir sér sæti í undanúrslitunum með sigri.

Ronaldo aftur meiddur og tæpur fyrir Tottenham-leikinn

Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í 2-1 sigri Real Madrid á nágrönnunum í Atletico Madrid um helgina og portúgalska landsliðsmaðurinn gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Það er því ekki öruggt að Ronaldo verði með Real á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Essien: Við þurftum að fá leikmann eins og David Luiz í Chelsea

Michael Essien var ánægður með Brasilíumanninn David Luiz eftir sigurleikinn á móti Manchester City í gær. David Luiz sem er varnarmaður skoraði fyrra mark Chelsea með skalla eftir aukaspyrnu frá Didier Drogba. og hefur skorað tvö mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Chelsea.

Haukar hætta við að áfrýja dómnum

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku.

Ræðst ekki fyrr en í upphitun hvort Sean spili í kvöld

Það er ekki enn vitað hversu mikinn þátt bandaríski bakvörðurinn Sean Burton getur tekið í öðrum leik Snæfells og Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en liðin mætast á Ásvöllum klukkan 19.15 í kvöld.

HM skilaði gríðarlegum hagnaði til sænska handboltasambandsins

Forsvarsmenn handboltaíþróttarinnar í Svíþjóð brosa breitt þessa stundina því í gær var greint frá því að heimsmeistaramótið sem fram fór í janúar s.l. skilaði um 450 milljóna kr. hagnaði. Þar fyrir utan er talið að samstarfsaðilar sænska handknattleikssambandsins hafi fengið um 180 milljónir kr. í hagnað af mótshaldinu.

KR sópaði Njarðvík út í fyrsta sinn í 21 ár

KR-ingar unnu 2-0 sigur á Njarðvík í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla en KR vann leikina tvo örugglega, með 12 stiga mun í DHL-höllinni á fimmtudaginn og með 16 stiga mun í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.

Sunnudagsmessan: Er Eiður hættur með landsliðinu?

Eiður Smári Guðjohnsen var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær og þar velti Guðmundur Benediktsson upp þeirri spurningu hvort framherjinn hjá Fulham væri búinn að leika sinn síðasta A-landsleik. Eiður var sem kunnugt er ekki valinn í leikmannahóp Íslands sem mætir Kýpur í undankeppni EM um næstu helgi. Hjörvar Hafliðason og Rúnar Kristinsson ræddu málin við Guðmund.

Nýliðinn Maldonado og reynsluboltinn Barrichello eru tilbúnir í fyrsta Formúlu 1 mótið

Nýliðinn Pastor Maldonado frá Venúsúela hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Brasilíumanninum Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni.

Stuart Holden frá í sex mánuði eftir tæklingu Jonny Evans

Bolton-maðurinn Stuart Holden verður frá keppni næstu sex mánuðina eftir að hafa meiðst illa á hné í leiknum á móti Manchester United á laugardaginn. Holden meiddist eftir ruddatæklingu frá Jonny Evans en Evans fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið.

Draftsite.com: Spáir því að Helena verði valin inn í WNBA-deildina

Vefsíðan Draftsite.com spáir því að Helena Sverrisdóttir verði valin í nýliðavali WNBA deildarinnar sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. Samkvæmt spá síðunnar, sem er ekki tengd kvennadeild NBA né öðrum landssamtökum í íþróttum innan Bandaríkjanna, þá mun Seattle Storm velja Helenu í þriðju umferð. Karfan.is sagði fyrst frá þessu.

Jarvis: Frábært símtal sem fullkomnar frábæra helgi

Matt Jarvis, leikmaður Wolves, var óvænt kallaður inn í enska landsliðshópinn, fyrir landsleikina á móti Wales og Gana. Jarvis hefur spilað vel með Úlfunum á tímabilinu og skoraði sigurmark liðsins á móti Aston Villa um helgina.

Ancelotti: Fæstir stjórar lifa það af að liðið þeirra sofi í tvo mánuði

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkennir það að hafa verið heppinn að hafa haldið starfi sínu þegar ekkert gekk hjá liðinu um mitt tímabilið. Chelsea er á hraðri uppleið upp töfluna og komst í 3. sætið með 2-0 sigri á Manchester City í gær. Chelsea er enn níu stigum á eftir toppliði Manchester United en á leik inni og á eftir að fara á Old Trafford.

Carragher: Við áttum ekki að fá þessa vítaspyrnu

Jamie Carragher, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að liðið hafi fengið gefins vítaspyrnu í sigrinum á Sunderland í gær. Kevin Friend dæmdi víti eftir að aðstoðardómari hans færði brot John Mensah á Jay Spearing ranglega inn í teig.

Fótbolti.net: Leikmaður Fram réðst á leikmann Vals á skemmtistað

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolta.net, skrifar í dag pistil inn á síðuna um lætin í leik Fram og Vals í Lengjubikarnum á föstudaginn þar sem Sigurhjörtur Snorrason, lítt reyndur dómari, þurfti að lyfta sjö rauðum spjöldum áður en yfir lauk.

Misstir þú af aukaspyrnu Charlie Adam? - fallegustu mörkin

Eins og alltaf þá er hægt að sjá fimm flottustu mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni inn á Vísi og það er boðið upp á flotta fimmu að þessu sinni. Það kemur þó ekki á óvart að Blackpool-maðurinn Charlie Adam eigi fallegasta markið.

NBA: Lakers með tólfta sigurinn í síðustu þrettán leikjum

Kobe Bryant og Derek Fisher voru í aðalhlutverkum þegar Los Angeles Lakers landaði naumum sigri á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Toronto Raptors vann langþráðan útisigur og endaði sex leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og þá vann Milwaukee Bucks sigur á New York Knicks.

Sjá næstu 50 fréttir