Nýliðinn Maldonado og reynsluboltinn Barrichello eru tilbúnir í fyrsta Formúlu 1 mótið 21. mars 2011 13:20 Pastor Maldonado er frá Venúsúela. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni. "Ég er meira en tilbúinn að byrja fyrsta Formúlu 1 tímabilið mitt. Ég hef aldrei komið til Melbourne, en við höfum æft talsvert sem bætist við tímann sem ég hef ekið brautina í ökuherminum okkar", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. Keppnislið hafa verið við æfingar á Spáni annað slagið í vetur. "Núna hlakkar mig bara til að keppa. Það verður spennandi augnablik. Markmið mitt þessa helgi er að komast í endamark og ná í stig", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumikill ökumaður og sá sem hefur ekið í flestum mótum í Formúlu 1 frá upphafi. "Það eru allir tvöfalt spenntir fyrir fyrsta mótið, þar sem við hefðum þegar átt að vera búnir að keppa. Það var frábært að fá tíma með börnunum, en ég vill fara byrja og get ekki beðið eftir því að sjá rauðu ljósin slökkna í Melbourne þegar keppnistímabilið fer í gang", sagði Barrichello. "Það er alltaf spennandi þegar allir raða sér upp á ráslínuna án nokkurra stiga í stigamótinu. Ég læt mig alltaf dreyma um hvað gæti gerst, en ég verð að hafa báða fætur á jörðinni og einbeita mér að mótinu sem er framundan. Ég hlakka til að koma til Ástralíu", sagði Barrichello. Formúla Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni. "Ég er meira en tilbúinn að byrja fyrsta Formúlu 1 tímabilið mitt. Ég hef aldrei komið til Melbourne, en við höfum æft talsvert sem bætist við tímann sem ég hef ekið brautina í ökuherminum okkar", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. Keppnislið hafa verið við æfingar á Spáni annað slagið í vetur. "Núna hlakkar mig bara til að keppa. Það verður spennandi augnablik. Markmið mitt þessa helgi er að komast í endamark og ná í stig", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumikill ökumaður og sá sem hefur ekið í flestum mótum í Formúlu 1 frá upphafi. "Það eru allir tvöfalt spenntir fyrir fyrsta mótið, þar sem við hefðum þegar átt að vera búnir að keppa. Það var frábært að fá tíma með börnunum, en ég vill fara byrja og get ekki beðið eftir því að sjá rauðu ljósin slökkna í Melbourne þegar keppnistímabilið fer í gang", sagði Barrichello. "Það er alltaf spennandi þegar allir raða sér upp á ráslínuna án nokkurra stiga í stigamótinu. Ég læt mig alltaf dreyma um hvað gæti gerst, en ég verð að hafa báða fætur á jörðinni og einbeita mér að mótinu sem er framundan. Ég hlakka til að koma til Ástralíu", sagði Barrichello.
Formúla Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira