Haukar hætta við að áfrýja dómnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2011 15:53 Margrét Kara, til hægri, í leik með KR. Mynd/Daníel Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41
Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53
Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45
María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07
María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34
Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52