Enski boltinn

Evans hringdi í Holden og óskaði honum góðs bata

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuart Holden liggur hér sárþjáður í vellinum.
Stuart Holden liggur hér sárþjáður í vellinum. Mynd/AP
Stuart Holden, liðsfélagi Grétars Rafns Steinssonar hjá Bolton, hefur talað við Jonny Evans hjá Manchester United og ber engan kala til hans þrátt fyrir að ruddatækling Evans á laugardaginn þýði að Holden verði frá næstu sex mánuðina.

„Ég var að fá innilegt símtal frá Jonny Evans sem óskaði mér góðs bata. Þetta var ekki viljandi og svona meiðsli eru bara hluti af leiknum," sagði Holden á twitter-síðunni sinni.

Það þurfti að sauma 36 spor í hné Holden en hann fer aftur í aðgerð í dag í London vegna frekari hnémeiðsla sem hann varð fyrir í þessari svakalegu tæklingu frá Evans.

Evans fékk rauða spjaldið fyrir tæklinguna en Manchester United tókst engu að síður að tryggja sér mikilvægan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×