Botnliðið stóð í meisturunum - Hamar vann Njarðvík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2010 21:07 Nonni Mæju var góður með Snæfelli í kvöld. Mynd/Stefán Snæfellingar máttu þakka fyrir að hafa farið með tvö stig frá Sauðárkróki í kvöld þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á botnliði Tindastóls í Iceland Express-deild karla, 94-92. Þá gerði Hamar góða ferð í Njarðvík þar sem liðið vann fjórtán stiga sigur á heimamönnum, 90-76. Hamarsmenn hafa byrjað gríðarlega vel á tímabilinu og nú lagt þrjú stórlið að velli; KR, Keflavík og nú Njarðvík. Liðið hefur að vísu tapað fyrir Fjölni og Haukum. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld en í þeim þriðja vann Fjölnir öruggan sigur á Haukum, 107-81.Tindastóll - Snæfell 92-94 Lokamínútur leiksins á Sauðárkróki í kvöld voru æsispennandi. Staðan var jöfn þegar fjórði leikhluti hófst, 73-73, og komust heimamenn í forystu. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 89-85, Stólunum í vil, en þá skoruðu Íslands- og bikarmeistararnir sjö stig í röð og komust yfir, 92-89. Pálmi Freyr Sigurgeirsson jók muninn í 94-91 þegar 30 sekúndur voru eftir en þá fóru heimamenn illa að ráði sínu. Þeir fóru alls fjórum sinnum á vítalínuna en nýttu aðeins eitt víti auk þess sem Dragoljub Kitanovic klikkaði á sniðskoti þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Niðurstaðan því 94-92 sigur Snæfells. Ryan Amoroso skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson 21. Hjá Tindastóli var Josh Rivers stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig.Njarðvík - Hamar 76-90 Leikurinn í Njarðvík var nokkuð kaflaskiptur en heimamenn höfðu forystu í hálfleik, 43-32, eftir afleitan annan leikhluta hjá Hamar þar sem liðið skoraði aðeins níu stig. En Hamarsmenn settu allt á fullt í síðari hálfleik sem liðið vann með miklum yfirburðum, 58-33, og þar með góðan fjórtán stiga sigur. Nerijus Taraskus var öflugur í liði Njarðvíkur með 20 stig og átta fráköst en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins meira en tíu stig í kvöld. Hjá Haukum var Semaj Inge atkvæðamestur með 25 stig og tólf fráköst.Fjölnir - Haukar 107-81 Í Grafarvoginum fóru Fjölnismenn mikinn í fjórða leikhluta gegn Haukum sem þeir unnu með 25 stigum gegn ellefu. Heimamenn höfðu verið með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur sem fyrr segir. Ben Stywall skoraði 24 stig fyrir Fjölni og tók fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 20 stig. Snæfell komst upp í annað sæti deildarinnar í kvöld og Njarðvík upp í það þriðja. Fjölnir er nú í fimmta sæti en Haukar eru í áttunda, Njarðvík í níunda og Tindastóll er enn á botninum án stiga. Grindavík er ósigrað á toppi deildarinnar en liðið mætir ÍR á morgun.Tölfræði leikjanna: Njarðvík-Hamar 76-90 (21-23, 22-9, 12-29, 21-29) Njarðvík: Christopher Smith 22/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10, Friðrik E. Stefánsson 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3.Hamar: Nerijus Taraskus 20/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/8 fráköst, Ellert Arnarson 18/8 stoðsendingar, Andre Dabney 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 12/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Snorri Þorvaldsson 2. Tindastóll-Snæfell 92-94 (26-23, 18-27, 29-23, 19-21)Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Dragoljub Kitanovic 21/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Radoslav Kolev 5.Snæfell: Ryan Amaroso 24/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sean Burton 16, Atli Rafn Hreinsson 4, Emil Þór Jóhannsson 4, Egill Egilsson 4, Kristján Andrésson 2.Fjölnir-Haukar 107-81 (25-16, 24-21, 33-33, 25-11)Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/9 fráköst/12 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Sindri Kárason 13/4 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2.Haukar: Semaj Inge 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 15/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Snæfellingar máttu þakka fyrir að hafa farið með tvö stig frá Sauðárkróki í kvöld þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á botnliði Tindastóls í Iceland Express-deild karla, 94-92. Þá gerði Hamar góða ferð í Njarðvík þar sem liðið vann fjórtán stiga sigur á heimamönnum, 90-76. Hamarsmenn hafa byrjað gríðarlega vel á tímabilinu og nú lagt þrjú stórlið að velli; KR, Keflavík og nú Njarðvík. Liðið hefur að vísu tapað fyrir Fjölni og Haukum. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld en í þeim þriðja vann Fjölnir öruggan sigur á Haukum, 107-81.Tindastóll - Snæfell 92-94 Lokamínútur leiksins á Sauðárkróki í kvöld voru æsispennandi. Staðan var jöfn þegar fjórði leikhluti hófst, 73-73, og komust heimamenn í forystu. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 89-85, Stólunum í vil, en þá skoruðu Íslands- og bikarmeistararnir sjö stig í röð og komust yfir, 92-89. Pálmi Freyr Sigurgeirsson jók muninn í 94-91 þegar 30 sekúndur voru eftir en þá fóru heimamenn illa að ráði sínu. Þeir fóru alls fjórum sinnum á vítalínuna en nýttu aðeins eitt víti auk þess sem Dragoljub Kitanovic klikkaði á sniðskoti þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Niðurstaðan því 94-92 sigur Snæfells. Ryan Amoroso skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson 21. Hjá Tindastóli var Josh Rivers stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig.Njarðvík - Hamar 76-90 Leikurinn í Njarðvík var nokkuð kaflaskiptur en heimamenn höfðu forystu í hálfleik, 43-32, eftir afleitan annan leikhluta hjá Hamar þar sem liðið skoraði aðeins níu stig. En Hamarsmenn settu allt á fullt í síðari hálfleik sem liðið vann með miklum yfirburðum, 58-33, og þar með góðan fjórtán stiga sigur. Nerijus Taraskus var öflugur í liði Njarðvíkur með 20 stig og átta fráköst en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins meira en tíu stig í kvöld. Hjá Haukum var Semaj Inge atkvæðamestur með 25 stig og tólf fráköst.Fjölnir - Haukar 107-81 Í Grafarvoginum fóru Fjölnismenn mikinn í fjórða leikhluta gegn Haukum sem þeir unnu með 25 stigum gegn ellefu. Heimamenn höfðu verið með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur sem fyrr segir. Ben Stywall skoraði 24 stig fyrir Fjölni og tók fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 20 stig. Snæfell komst upp í annað sæti deildarinnar í kvöld og Njarðvík upp í það þriðja. Fjölnir er nú í fimmta sæti en Haukar eru í áttunda, Njarðvík í níunda og Tindastóll er enn á botninum án stiga. Grindavík er ósigrað á toppi deildarinnar en liðið mætir ÍR á morgun.Tölfræði leikjanna: Njarðvík-Hamar 76-90 (21-23, 22-9, 12-29, 21-29) Njarðvík: Christopher Smith 22/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10, Friðrik E. Stefánsson 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3.Hamar: Nerijus Taraskus 20/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/8 fráköst, Ellert Arnarson 18/8 stoðsendingar, Andre Dabney 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 12/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Snorri Þorvaldsson 2. Tindastóll-Snæfell 92-94 (26-23, 18-27, 29-23, 19-21)Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Dragoljub Kitanovic 21/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Radoslav Kolev 5.Snæfell: Ryan Amaroso 24/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sean Burton 16, Atli Rafn Hreinsson 4, Emil Þór Jóhannsson 4, Egill Egilsson 4, Kristján Andrésson 2.Fjölnir-Haukar 107-81 (25-16, 24-21, 33-33, 25-11)Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/9 fráköst/12 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Sindri Kárason 13/4 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2.Haukar: Semaj Inge 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 15/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira