Í mér blundar KR-ingur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2010 08:00 Hannes Þór Halldórsson mun verja mark KR næstu fjögur árin hið minnsta. KR-ingar leystu markvarðavandræði sín í gær þegar Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir fjögurra ára samning við KR. Hann hefur leikið með Fram síðustu fjögur ár við fínan orðstír en hefur nú tekið þeirri áskorun að spila fyrir KR. „Ég er mjög ánægður með þetta. Það hefur alltaf blundað í mér KR-ingur. Ég byrjaði í fótbolta hjá KR 6 ára gamall og var grjótharður KR-ingur á pöllunum þar til unglingaveikin tók við. Ég fór á alla leiki liðsins og mætti með stríðsmálningu á Skagaleikinn fræga árið 1996. Það hefur því alltaf blundað í mér KR-ingur og ég loka ákveðnum hring með því að koma aftur í Vesturbæinn," segir Hannes kátur. Hann hefur lengi verið orðaður við KR. Fyrst fyrir leiktíðina 2009. Svo hafði það lengi legið í loftinu að hann færi til KR núna. „Ég hef vitað af áhuga frá KR í smá tíma. Það voru líka þreifingar í fyrra en það varð aldrei alvara úr því. Ég vissi að þetta gæti komið til greina er ég rynni út á samning hjá Fram og KR var eitthvað sem ég var spenntur fyrir að skoða. Ég var því ákveðinn að gefa þessu tækifæri núna og þegar áhuginn kom frá KR var aldrei spurning að fara þangað. Ég átti fjögur frábær ár í Safamýri en það var kominn tími á vistaskipti hjá mér." Hannes er orðinn 26 ára gamall og segir að hann hafi þurft á nýrri áskorun að halda á þessum tímapunkti. „Það er líka mikil áskorun fyrir mig að spila fyrir KR. Það er alltaf áskorun að spila fyrir KR og það er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda. Ég þarf að fá smá spark í afturendann og það fæ ég hjá KR. Þar kemur allt saman metnaður, stemning og gamlar rætur. Að fara í KR er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda núna," segir Hannes sem segist eiga sín bestu ár eftir og hann telur sig einnig geta bætt sig mikið á næstu árum. „Ég á töluvert inni og vonandi verða næstu fjögur ár mín þau bestu á ferlinum. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að þau verði góð," segir Hannes sem ætlar sér einnig að vinna titla í Vesturbænum. „Ég er ekki kominn í KR til þess að lenda í fjórða sæti. KR stefnir alltaf á titla og það líkar mér vel. Þetta verður vonandi góður tími í Vesturbænum."Tímabilin með Fram Hannes Þór Halldórsson á að baki fjögur tímabil í efstu deild og hann spilaði þau öllmeð Fram. Hannes fékk á sig 115 mörk í 80 leikjum (1,44), varði 72 prósent skota sem á hann komu og hélt alls þrettán sinnum marki sínu hreinu.Mörk fengin á sig í leik: 2007 1,72 í leik (10. sæti) 2008 0,94 (2. sæti) 2009 1,45 (6. sæti) 2010 1,59 (6. sæti)Hlutfallsmarkvarsla: 2007 69,9 prósent skota (10. sæti) 2008 79,3 prósent (2. sæti) 2009 73,3 prósent (6. sæti) 2010 67,9 prósent (6. sæti) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
KR-ingar leystu markvarðavandræði sín í gær þegar Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir fjögurra ára samning við KR. Hann hefur leikið með Fram síðustu fjögur ár við fínan orðstír en hefur nú tekið þeirri áskorun að spila fyrir KR. „Ég er mjög ánægður með þetta. Það hefur alltaf blundað í mér KR-ingur. Ég byrjaði í fótbolta hjá KR 6 ára gamall og var grjótharður KR-ingur á pöllunum þar til unglingaveikin tók við. Ég fór á alla leiki liðsins og mætti með stríðsmálningu á Skagaleikinn fræga árið 1996. Það hefur því alltaf blundað í mér KR-ingur og ég loka ákveðnum hring með því að koma aftur í Vesturbæinn," segir Hannes kátur. Hann hefur lengi verið orðaður við KR. Fyrst fyrir leiktíðina 2009. Svo hafði það lengi legið í loftinu að hann færi til KR núna. „Ég hef vitað af áhuga frá KR í smá tíma. Það voru líka þreifingar í fyrra en það varð aldrei alvara úr því. Ég vissi að þetta gæti komið til greina er ég rynni út á samning hjá Fram og KR var eitthvað sem ég var spenntur fyrir að skoða. Ég var því ákveðinn að gefa þessu tækifæri núna og þegar áhuginn kom frá KR var aldrei spurning að fara þangað. Ég átti fjögur frábær ár í Safamýri en það var kominn tími á vistaskipti hjá mér." Hannes er orðinn 26 ára gamall og segir að hann hafi þurft á nýrri áskorun að halda á þessum tímapunkti. „Það er líka mikil áskorun fyrir mig að spila fyrir KR. Það er alltaf áskorun að spila fyrir KR og það er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda. Ég þarf að fá smá spark í afturendann og það fæ ég hjá KR. Þar kemur allt saman metnaður, stemning og gamlar rætur. Að fara í KR er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda núna," segir Hannes sem segist eiga sín bestu ár eftir og hann telur sig einnig geta bætt sig mikið á næstu árum. „Ég á töluvert inni og vonandi verða næstu fjögur ár mín þau bestu á ferlinum. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að þau verði góð," segir Hannes sem ætlar sér einnig að vinna titla í Vesturbænum. „Ég er ekki kominn í KR til þess að lenda í fjórða sæti. KR stefnir alltaf á titla og það líkar mér vel. Þetta verður vonandi góður tími í Vesturbænum."Tímabilin með Fram Hannes Þór Halldórsson á að baki fjögur tímabil í efstu deild og hann spilaði þau öllmeð Fram. Hannes fékk á sig 115 mörk í 80 leikjum (1,44), varði 72 prósent skota sem á hann komu og hélt alls þrettán sinnum marki sínu hreinu.Mörk fengin á sig í leik: 2007 1,72 í leik (10. sæti) 2008 0,94 (2. sæti) 2009 1,45 (6. sæti) 2010 1,59 (6. sæti)Hlutfallsmarkvarsla: 2007 69,9 prósent skota (10. sæti) 2008 79,3 prósent (2. sæti) 2009 73,3 prósent (6. sæti) 2010 67,9 prósent (6. sæti)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira