Fleiri fréttir

Kjartan Henry: Okkar besti leikur í sumar

"Þetta var ekki eins auðvelt og það leit út fyrir að vera. Aðstæður voru mjög erfiðar og við þurftum því að halda einbeitingu," sagði KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason eftir 3-0 sigur á Glentoran í kvöld.

Moldsked: Stórslys ef við töpum þessu niður

Norski markvörðurinn hjá KR, Lars Ivar Moldsked, átti fínan leik í marki KR gegn Glentoran í kvöld og hélt marki sínu hreinu. Hann varði eitt dauðafæri og greip vel inn í leikinn.

Heimir: Þolinmæðisvinna skilaði sér

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með leik sinna manna gegn KA í kvöld. Liðið skaut yfir 30 sinnum að marki og vann 3-0 og er þar með komið í undanúrslit VISA-bikarsins.

KR vann öruggan sigur á Glentoran

KR er á komið með annan fótinn í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA eftir öruggan 3-0 sigur á norður-írska liðinu Glentoran á KR-vellinum í kvöld. KR yfirspilaði Glentoran lengstum og spilaði sinn langbesta leik í sumar á rennblautum KR-vellinum. Sigur KR hefði hæglega getað orðið mun stærri.

Pele: Maradona er ekki góður þjálfari

Pele hefur enn og aftur gagnrýnt Diego Maradona. Þeir eru jafnframt taldir bestu knattspyrnumenn sögurnar og hafa verið duglegir að kynda hvorn annan.

Joe Cole verður áfram á Englandi

Umboðsmaður Joe Cole segir að leikmaðurinn eigi aðeins í viðræðum við ensk lið og afar ólíklegt sé að hann sé á leið til Ítalíu.

Fylkir tapaði stórt í Hvíta-Rússlandi

Fylkismenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Zhodino í Hvíta-Rússlandi í dag. Lokatölur 3-0 fyrir Hvít-Rússana og því ærið verkefni fyrir Fylki að komast áfram í seinni leiknum.

Byron Scott að taka við Cleveland

Byron Scott verður næsti þjálfari Cleveland Cavaliers samkvæmt áreiðanlegum heimildum ESPN. Viðræður hafa gengið vel og verið er að ganga frá lokaatriðum samningsins.

Liverpool selt í sumar - Stórstjörnurnar ekki á förum

"Við þurfum ekki peningana og þeir eru ekki til sölu," segir stjórnarformaður Liverpool um Steven Gerrard, Fernando Torres og Javier Mascherano. Hann segir líka að sala á klúbbnum sé líkleg til að ganga í gegn strax í sumar.

Risatilboð Real Madrid í Schweinsteiger?

Þýskir fjölmiðlar fullyrtu í morgun að Real Madrid hefði lagt fram tilboð upp á 50 milljónir evra í þýska landsliðsmanninn Bastian Schweinsteiger hjá Bayern München.

Hodgson: Ég er afar stoltur

Roy Hodgson segir að það hefði ekki verið hægt að hafna Liverpool og að hann sé afar stoltur yfir því að fá að starfa fyrir félagið.

Breskir ökumenn í forystuhlutverkinu

Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar.

Queiroz ætlar ekki að hætta

Carlos Queiroz ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Portúgals þó svo að liðið hafi fallið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku.

Formúla 1 á Mæjorka í athugun

Bernie Ecclestone sem stýrir málum varðndi mótshald í Formúlu 1 er að skoða hvort til greina komi að skipuleggja mót á eyjunni Mæjorka, sem er Íslendingum að góðu kunn.

Massa: Skoða þarf reglur um öryggisbíl

Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans.

Baines áfram hjá Everton

Leighton Baines hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Það var tilkynnt í gærkvöldi.

Mourinho kemur Ronaldo til varnar

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur komið Cristiano Ronaldo til varnar vegna þeirrar gagnrýni sem hefur beinst að honum í tengslum við HM í Suður-Afríku.

Ráðning Hodgson staðfest

Liverpool staðfesti í dag að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann tekur við starfinu af Rafael Benitez.

Bjarni Fritzson til Akureyrar: Ætla að taka þetta alla leið

Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki.

Ingimundur: Aðstaðan er eins og hjá stóru félagi í Þýskalandi

Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu.

Bjarni: Við ætlum okkur áfram

KR tekur á móti norður-írska liðinu Glentoran á KR-velli í kvöld en um er að ræða fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.

Böðvar segir allt á réttri leið hjá KR

Það hefur vakið nokkra athygli að körfuknattleikslið KR sé ekki búið að ráða þjálfara þó svo það sé kominn júní. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að menn í Vesturbænum séu ekkert að fara á taugum og allt þokist í rétta átt.

Darri lánaður til Hamars

Körfuknattleiksmaðurinn öflugi Darri Hilmarsson mun ekki leika með KR næsta vetur. Hann hefur verið lánaður til Hamars í eitt ár.

Hollendingur til Víkings

Hollendingurinn Rabin Faber gekk í gær til liðs við 1. deildarlið Víkings og samdi við liðið út leiktíðina. Hann er 24 ára varnarmaður sem hefur leikið með yngri landsliðum Hollands.

Ísland í efsta styrkleikaflokki á HM

Frábær árangur íslenska karlalandsliðsins á síðustu mótum hefur séð til þess að Ísland verður í efsta styrkleikaflokki er dregið verður í riðla fyrir HM föstudaginn 9. júlí.

Sjá næstu 50 fréttir