Enski boltinn

Joe Cole verður áfram á Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole.
Joe Cole. Nordic Photos / AFP

Umboðsmaður Joe Cole segir að leikmaðurinn eigi aðeins í viðræðum við ensk lið og afar ólíklegt sé að hann sé á leið til Ítalíu.

AC Milan er sagt hafa áhuga á að fá Cole í sínar raðir en umboðsmaðurinn, David Giess, sagði það aðeins vera sögusagnir í fjölmiðlum.

„Knattspyrnan skiptir Joe mestu máli og það er ofarlega á forgangslista hans að spila áfram í Meistaradeild Evrópu," sagði Giess.

Cole var á mála hjá Chelsea en samningur hans við félagið er nú útrunninn. Hann hefur helst verið orðaður við Manchester City, Manchester United, Tottenham og Arsenal.

Talið er nú að United hafi ekki lengur áhuga á að fá Cole og City spilar ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Því þykir líklegast að hann verði áfram í Lundúnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×