Enski boltinn

Baines áfram hjá Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leighton Baines í leik með Everton.
Leighton Baines í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images
Leighton Baines hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Það var tilkynnt í gærkvöldi.

Baines er 25 ára gamall og var valinn í æfingahóp enska landsliðsins fyrir HM í Suður-Afríku en komst þó ekki í sjálfan lokahópinn.

„Ég hefði gengið frá þessu fyrr en ég var í fríi," sagði Baines en hann gekk til liðs við Everton frá Wigan árið 2007.

Þá hefur félagið einnig samið við hinn nítján ára Magaye Gueye frá Frakklandi, einnig til fimm ára. Hann lék síðast með Strasbourg í heimalandinu.

Fyrir hafði félagið keypt þá Jermaine Beckford og Joao Silva í sumar en báðir eru þeir framherjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×