Enski boltinn

Roy Hodgson mættur á Anfield - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson var í dag ráðinn knattspyrnustjóri Liverpool og hann stillti sér upp fyrir ljósmyndara á Anfield nú síðdegis.

Hodgson skrifaði undir þriggja ára samning en hann tekur við starfinu af Rafael Benitez. Hodgson á langan feril að baki en hann var síðast þjálfari Fulham með góðum árangri.

Hann hefur áður þjálfað Inter á Ítalíu og Blackburn, sem og landslið Sviss og Finnlands.

Myndirnar má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×