Enski boltinn

Eriksson, Hughes og Curbishley orðaðir við Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes var síðast hjá Manchester City.
Mark Hughes var síðast hjá Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar halda því fram að þeir Sven-Göran Eriksson, Mark Hughes og Alan Curbishley séu líklegastir til að taka við Roy Hodgson hjá Fulham.

Hodgson hætti í morgun sem knattspyrnustjóri Fulham og tók við Liverpool. Ray Lewington mun stýra Fulham þar til félagið gengur frá ráðningu nýs knattspyrnustjóra.

Eriksson var síðast landsliðsþjálfari Fílabeinsstrandarinnar en sagði í gær að hann hefði ekkert rætt við Fulham.

Mark Hughes var rekinn frá Manchester City á síðasta tímabili en Alan Curbishley hefur ekki starfað sem knattspyrnustjóri síðan hann hætti hjá West Ham í september árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×