Enski boltinn

Fabregas gefur til kynna að hann verði áfram hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með spænska landsliðinu.
Cesc Fabregas í leik með spænska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Cesc Fabregas hefur gefið til kynna að hann verði áfram í herbúðum Arsenal þrátt fyrir meintan áhuga Barcelona.

Fyrir nokkrum vikum var greint frá því í enskum fjölmiðlum að Fabregas hefði formlega óskað eftir því að hann verði seldur til Barcelona í sumar. Hann hefur síðan þá oft gefið í skyn að hann dreymi um að spila með Börsungum þar sem hann er uppalinn.

„Ég hef ekki sagt að ég muni örugglega fara frá Arsenal," sagði Fabregas við enska fjölmiðla nú. „Það eru allir möguleikar opnir en nú er ég fyrst og fremst að einbeita mér að HM."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×