Fleiri fréttir Troðslan sem kostaði Andrew Bogut úrslitakeppnina - myndband Andrew Bogut, ástralski miðherjinn hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, verður líklega ekkert meira með liði sínu á tímabilinu eftir að hann meiddist illa í leik á móti Phoenix Suns í fyrrinótt. Bogut lenti illa á hendinni eftir að hafa skorað úr hraðaupphlaups-troðslu í öðrum leikhluta. 5.4.2010 08:00 Arsenal verður að geta unnið titla svo að Wenger verði áfram Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er farinn að huga að framtíð sinni en núverandi samningur hans við félagið rennur út árið 2011. Wenger hefur verið hjá Arsenal frá 1996 en liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 2005. 5.4.2010 07:00 Robben ferðast með Bayern-liðinu til Manchester Hollendingurinn Arjen Robben fer með Bayern Munchen til Manchester þar sem liðið mætir Manchester United á miðvikudaginn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5.4.2010 06:00 Góð úrslit fyrir íslensku stelpurnar - vantar bara eitt stig í viðbót Frakkar unnu öruggan 29-22 sigur á Austurríki í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta í kvöld sem voru mjög góð úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið. Frakkar hafa tryggt sér sæti á EM en Ísland hefur fjögurra stiga forskot á Austurríki í baráttunni um annað sætið. 4.4.2010 23:30 Nemanja Vidic: Við megum ekki hengja haus Nemanja Vidic hvetur samherja sína hjá Manchester United að hætta að svekkja sig og vorkenna sjálfum sér eftir töpin á móti Bayern Munchen og Chelsea á síðustu dögum. Hann segir það mikilvægt að rífa upp liðsandann fyrir seinni leikinn á móti Bayern í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. 4.4.2010 23:00 Forskot tekið á úrslitakeppnina í kvöld þegar Boston vann Cleveland Ray Allen var í miklu stuði þegar Boston Celtics vann 117-113 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en hann skoraði 33 stig þar af setti hann niður mikilvægan þrist 48 sekúndum fyrir leikslok. Það var hart tekist á í leiknum og það má segja að liðin hafi þarna tekið forskot á úrslitakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum. 4.4.2010 22:00 Naumt tap á útivelli hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada urðu að sætta sig við eins stigs tap á útivelli á móti Caja Laboral, 69-70, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór skoraði 6 stig í leiknum. 4.4.2010 21:00 Lemgo þriðja Íslendingaliðið í undanúrslitum EHF-bikarsins Lemgo varð í kvöld þriðja Íslendingaliðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta en áður höfðu lið Björgvins Páls Gústavssonar og Alexanders Petersson komist áfram í keppninni í gær. Vignir Svavarsson lék með Lemgo en Logi Geirsson spilaði ekki. 4.4.2010 20:15 Real Madrid komst aftur upp að hlið Barcelona á toppnum Cristiano Ronaldo og Gonzalo Higuaín skoruðu mörk Real Madrid í 2-0 útisigur á Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Real Madrid komst upp að hlið Barcelona á toppnum með þessum sigri. 4.4.2010 19:30 Arnór og félagar stríddu Kiel-liðinu en héldu ekki út Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 29-23 sigur á danska liðinu FCK Handbold fyrir framan troðfulla höll í Kiel. Kiel vann fyrri leikinn 33-31 og þar með einvígið samanlagt með átta mörkum. 4.4.2010 18:45 Robbie Keane tryggði Celtic 1-0 sigur Robbie Keane skoraði eina markið leiksins úr vítaspyrnu þegar Celtic vann 1-0 sigur á Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en með því minnkaði liðið forskot Rangers í 10 stig. 4.4.2010 18:00 Benitez: Ég tók Torres útaf af því að hann var orðinn þreyttur Rafael Benitez, stjóri Liverpool, þurfti að horfa upp á sína menn tapa dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Birmingham. Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Manchester City og er líka búið að leika leik meira. 4.4.2010 17:30 Vettel hamingjusamur með stigin Red Bull ökumaðurinn Sebastian Vettel vann sitt fyrsta Formúlu 1 mót í dag, eftir að hafa skákað liðsfélaganum í fyrstu beygju og þurfti Mark Webber því að sjá á eftir mögulegum sigri til Vettels. 4.4.2010 17:14 West Ham jafnaði tvisvar á móti Everton og tryggði sér langþráð stig West Ham náði í sitt fyrsta stig í ensku úrvalsdeildinni síðan 20. febrúar og endaði um leið sex leikja taphrinu með því að ná 2-2 jafntefli á móti Everton á Goodison Park í dag. 4.4.2010 16:57 Rhein-Neckar Löwen komið áfram í Meistaradeildinni Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 37-33 sigri á spænska liðinu Pevafersa Valladolid á heimavelli sínum í dag. Rhein-Neckar Löwen vann fyrri leikinn 30-29 á Spáni og því samanlagt með fimm marka mun. 4.4.2010 16:45 Róbert í undanúrslit: Styrkir okkur fyrir leikinn við Rhein-Neckar Löwen Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir VfL Gummersbach sem tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa með 30-27 sigri á danska liðinu Team Holstebro. Þýska liðið vann áða leikina og 62-54 samanlagt. 4.4.2010 16:30 Norski varnarmaðurinn tryggði Fulham sigur á Wigan Norðmaðurinn Brede Hangeland skoraði sigurmark Fulham í 2-1 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Wigan er í harðri fallbaráttu og komst 1-0 yfir en Fulham svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleik. 4.4.2010 16:05 Liverpool náði aðeins jafntefli á móti Birmingham - 4 stigum á eftir City Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag en heimamenn hafa þar með náð stigi á heimavelli á móti öllum efstu liðunum í deildinni. Liverpool tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti og staða liðsins er nú ekki góð. 4.4.2010 15:55 Garðar opnaði markareikninginn sinn hjá Hansa með tvennu í dag Garðar Jóhannsson var hetja Hansa Rostock í þýsku b-deildinni í dag þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 heimasigri á Alemannia Aachen. 4.4.2010 15:15 Björgvin og Alexander komnir með liðum sínum í undanúrslit Landsliðsmennirnir Björgvin Páll Gústavsson og Alexander Petersson komust í gær í undanúrslit EHF-bikarsins í handbolta með liðum sínum Kadetten og Flensburg. 4.4.2010 14:45 Flugvél með NBA-liðinu Miami Heat innanborðs þurfti að nauðlenda Liðsmenn NBA-liðsins Miami Heat lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í nótt á leiðinni heim frá 97-84 sigurleik á móti Minnesota Timberwolves. Starfsmaður vélarinnar missti þá meðvitund og af þeim sökum varð að nauðlenda vélinni á O’Hare International Airport í Chicago. 4.4.2010 14:00 Redknapp: Við þurfum að fá meiddu mennina okkar til baka Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkenndi að úrslit gærdagsins hafi galopnað baráttuna um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham missti þá fjórða sætið til Manchester City eftir 1-3 tap fyrir Sunderland. 4.4.2010 13:30 Florent Malouda: Hvíldin hjálpaði Chelsea á Old Trafford Florent Malouda átti flottan leik í gær þegar Chelsea endurheimti toppsætið með 2-1 sigri á Manchester United á Old Trafford. Malouda lagði meðal annars upp fyrsta mark leiksins eftir glæsilegan sprett í gegnum United-vörnina. 4.4.2010 13:00 Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn. 4.4.2010 12:30 Ron Artest ætlar að búa til raunveruleikaþátt um sjálfan sig Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, er búinn að ákveða að skella sér á fullu í sjónvarpið og setja á laggirnar nýjan sjónvarpsþátt um sjálfan sig. 4.4.2010 12:00 Stuðningsmenn Heerenveen vilja alls ekki missa Arnór Smárason Framtíð Arnórs Smárasonar hefur verið mikið í umræðunni á hollensku netmiðlunum um helgina en Heerenveen ætlar ekki að gera nýjan samning við íslenska landsliðsmanninn sem hefur verið að glíma við meiðsli síðustu níu mánuði. 4.4.2010 11:30 NBA: Oklahoma City vann Dallas og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Ungu strákarnir í Oklahoma City Thunder hafa vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni í vetur og í nótt tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni með 121-116 útisigri á Dallas Mavericks. Oklahoma City er þegar búið að tvöfalda sigra sína frá því á síðasta tímabili þegar liðið vann aðeins 23 leiki. 4.4.2010 11:00 Sebastian Vettel vann malaíska kappaksturinn - tvöfalt hjá Red Bull Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. 4.4.2010 10:30 Ágúst: Besti körfuboltaleikurinn í úrslitaeinvíginu Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var ánægður eftir 81-75 sigur sinna stelpna í fjórða leik úrslitaeinvígisins á móti með KR í Hveragerði í gær en með honum tryggði Hamarsliðið sér oddaleik. 4.4.2010 10:00 Benedikt: Menn gleyma því oft hvað þetta Hamarslið er hrikalega gott Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tókst ekki að gera kvennalið að Íslandsmeisturum í Hveragerði í gær en KR-liðið fær annan möguleika á því í oddaleik á þriðjudaginn sem fram fer í DHL-höllinni. 4.4.2010 09:00 Zlatan Ibrahimovic meiddur á kálfa - verður ekki með á móti Arsenal Svíinn Zlatan Ibrahimovic getur ekki spilað með Barcelona á móti Arsenal í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla. Zlatan er einnig tæpur að ná El Clasico leiknum á móti Real Madrid um næstu helgi. 4.4.2010 08:00 Enn meiðast íslenskir landsliðsmenn - Emil ristarbrotinn Emil Hallfreðsson verður ekkert meira með Barnsley á þessu tímabili eftir að hann ristarbrotnaði í leik Barnsley á móti Sheffield United í ensku b-deildinni í gær. Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net. 4.4.2010 07:00 Bayern endurheimti efsta sætið með sigri á Schalke Bayern Munchen liðið er í góðum gír þessa daganna því liðið fylgdi eftir sigri á Manchester United í Meistaradeildinni í síðustu viku með því að vinna toppslaginn á móti Schalke í gær. 4.4.2010 06:00 Hanna Guðrún með 31 mark í sigrunum tveimur á Bretum Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór heldur betur á kostum í tveimur leikjum íslenska kvennalandsliðsins á móti Bretum í undankeppni Evrópumótsins í handbolta. 3.4.2010 23:00 Brian Laws: Fyrstu 6 mínúturnar voru bæði ótrúlegar og vandræðalegar Brian Laws, stjóri Burnley, horfði upp á sína menn tapa 1-6 fyrir Manchester City á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. City var komið í 3-0 eftir aðeins sex mínútna leik. 3.4.2010 22:00 Mancini: Góðir möguleikar á 4. sætinu ef Adebayor og Tevez ná vel saman Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sá sína menn fara illa með heimamenn í Burnley á Turf Moor í kvöld og var að sjálfsögðu sáttur með leik sinna manna sem unnu 6-1 sigur. 3.4.2010 21:30 Íris: Ekki alveg tilbúnar að fara í sumarfrí strax Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði Hamars, brosti út að eyrum eftir 81-75 sigur á KR í Hveragerði í dag en Hamar náði þar með að jafna úrslitaeinvígið í 2-2 og tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 3.4.2010 21:00 Aaron Ramsey farinn að stíga í fótinn aðeins mánuði eftir fótbrot Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal sem tvífótbrotnaði í leik á móti Stoke City fyrir mánuði síðan er á góðum batavegi. Ramsey er búinn að leggja hækjunum og farinn að stíga í fótinn á nýjan leik. 3.4.2010 20:30 Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 3.4.2010 20:16 Bojan með tvö mörk í öruggum sigri Barcelona Barcelona náði þriggja stiga forskoti á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld. Bojan Krkic skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin gerðu Lionel Messi og Jeffrén Suárez. 3.4.2010 19:52 Hamarskonur tryggðu sér oddaleik - myndasyrpa Það verður oddaleikur um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir 81-75 sigur Hamar á KR í frábærum fjórða leik í Hveragerði í dag. 3.4.2010 19:30 Toppliðin unnu öll á Ítalíu - Inter heldur eins stigs forustu Thiago Motta skoraði tvö mörk þegar Inter Milan vann 3-0 heimasigur á Bologna í ítölsku deildinni í dag og hélt því toppsætinu. Roma og AC Milan unnu bæði sína leiki og fylgja meisturunum eftir. 3.4.2010 19:00 Aftaka á Turf Moor Manchester City skaust upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ótrúlegum, og afar auðveldum, 1-6 sigri á Burnley á Turf Moor. 3.4.2010 18:25 Hildur: Villuvandræðin slógu okkur út af laginu KR-konum tókst ekki að verða Íslandsmeistarar í Hveragerði og liðsins bíður nú oddaleikur á heimavelli í þriðjudaginn. Hildur Sigurðardóttir lék vel í dag og var með 18 stig og 7 stoðsendingar. 3.4.2010 18:24 Julia Demirer: Vitum að við erum sterkari í jöfnu leikjunum „Ég er alveg dofinn í hnénu en ég finn hvort sem ekkert til þegar við vinnum," sagði Hamarskonan Julia Demirer, eftir 81-75 sigur Hamars á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag. 3.4.2010 18:11 Sjá næstu 50 fréttir
Troðslan sem kostaði Andrew Bogut úrslitakeppnina - myndband Andrew Bogut, ástralski miðherjinn hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, verður líklega ekkert meira með liði sínu á tímabilinu eftir að hann meiddist illa í leik á móti Phoenix Suns í fyrrinótt. Bogut lenti illa á hendinni eftir að hafa skorað úr hraðaupphlaups-troðslu í öðrum leikhluta. 5.4.2010 08:00
Arsenal verður að geta unnið titla svo að Wenger verði áfram Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er farinn að huga að framtíð sinni en núverandi samningur hans við félagið rennur út árið 2011. Wenger hefur verið hjá Arsenal frá 1996 en liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 2005. 5.4.2010 07:00
Robben ferðast með Bayern-liðinu til Manchester Hollendingurinn Arjen Robben fer með Bayern Munchen til Manchester þar sem liðið mætir Manchester United á miðvikudaginn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5.4.2010 06:00
Góð úrslit fyrir íslensku stelpurnar - vantar bara eitt stig í viðbót Frakkar unnu öruggan 29-22 sigur á Austurríki í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta í kvöld sem voru mjög góð úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið. Frakkar hafa tryggt sér sæti á EM en Ísland hefur fjögurra stiga forskot á Austurríki í baráttunni um annað sætið. 4.4.2010 23:30
Nemanja Vidic: Við megum ekki hengja haus Nemanja Vidic hvetur samherja sína hjá Manchester United að hætta að svekkja sig og vorkenna sjálfum sér eftir töpin á móti Bayern Munchen og Chelsea á síðustu dögum. Hann segir það mikilvægt að rífa upp liðsandann fyrir seinni leikinn á móti Bayern í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. 4.4.2010 23:00
Forskot tekið á úrslitakeppnina í kvöld þegar Boston vann Cleveland Ray Allen var í miklu stuði þegar Boston Celtics vann 117-113 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en hann skoraði 33 stig þar af setti hann niður mikilvægan þrist 48 sekúndum fyrir leikslok. Það var hart tekist á í leiknum og það má segja að liðin hafi þarna tekið forskot á úrslitakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum. 4.4.2010 22:00
Naumt tap á útivelli hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada urðu að sætta sig við eins stigs tap á útivelli á móti Caja Laboral, 69-70, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór skoraði 6 stig í leiknum. 4.4.2010 21:00
Lemgo þriðja Íslendingaliðið í undanúrslitum EHF-bikarsins Lemgo varð í kvöld þriðja Íslendingaliðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta en áður höfðu lið Björgvins Páls Gústavssonar og Alexanders Petersson komist áfram í keppninni í gær. Vignir Svavarsson lék með Lemgo en Logi Geirsson spilaði ekki. 4.4.2010 20:15
Real Madrid komst aftur upp að hlið Barcelona á toppnum Cristiano Ronaldo og Gonzalo Higuaín skoruðu mörk Real Madrid í 2-0 útisigur á Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Real Madrid komst upp að hlið Barcelona á toppnum með þessum sigri. 4.4.2010 19:30
Arnór og félagar stríddu Kiel-liðinu en héldu ekki út Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 29-23 sigur á danska liðinu FCK Handbold fyrir framan troðfulla höll í Kiel. Kiel vann fyrri leikinn 33-31 og þar með einvígið samanlagt með átta mörkum. 4.4.2010 18:45
Robbie Keane tryggði Celtic 1-0 sigur Robbie Keane skoraði eina markið leiksins úr vítaspyrnu þegar Celtic vann 1-0 sigur á Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en með því minnkaði liðið forskot Rangers í 10 stig. 4.4.2010 18:00
Benitez: Ég tók Torres útaf af því að hann var orðinn þreyttur Rafael Benitez, stjóri Liverpool, þurfti að horfa upp á sína menn tapa dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Birmingham. Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Manchester City og er líka búið að leika leik meira. 4.4.2010 17:30
Vettel hamingjusamur með stigin Red Bull ökumaðurinn Sebastian Vettel vann sitt fyrsta Formúlu 1 mót í dag, eftir að hafa skákað liðsfélaganum í fyrstu beygju og þurfti Mark Webber því að sjá á eftir mögulegum sigri til Vettels. 4.4.2010 17:14
West Ham jafnaði tvisvar á móti Everton og tryggði sér langþráð stig West Ham náði í sitt fyrsta stig í ensku úrvalsdeildinni síðan 20. febrúar og endaði um leið sex leikja taphrinu með því að ná 2-2 jafntefli á móti Everton á Goodison Park í dag. 4.4.2010 16:57
Rhein-Neckar Löwen komið áfram í Meistaradeildinni Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 37-33 sigri á spænska liðinu Pevafersa Valladolid á heimavelli sínum í dag. Rhein-Neckar Löwen vann fyrri leikinn 30-29 á Spáni og því samanlagt með fimm marka mun. 4.4.2010 16:45
Róbert í undanúrslit: Styrkir okkur fyrir leikinn við Rhein-Neckar Löwen Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir VfL Gummersbach sem tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa með 30-27 sigri á danska liðinu Team Holstebro. Þýska liðið vann áða leikina og 62-54 samanlagt. 4.4.2010 16:30
Norski varnarmaðurinn tryggði Fulham sigur á Wigan Norðmaðurinn Brede Hangeland skoraði sigurmark Fulham í 2-1 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Wigan er í harðri fallbaráttu og komst 1-0 yfir en Fulham svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleik. 4.4.2010 16:05
Liverpool náði aðeins jafntefli á móti Birmingham - 4 stigum á eftir City Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag en heimamenn hafa þar með náð stigi á heimavelli á móti öllum efstu liðunum í deildinni. Liverpool tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti og staða liðsins er nú ekki góð. 4.4.2010 15:55
Garðar opnaði markareikninginn sinn hjá Hansa með tvennu í dag Garðar Jóhannsson var hetja Hansa Rostock í þýsku b-deildinni í dag þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 heimasigri á Alemannia Aachen. 4.4.2010 15:15
Björgvin og Alexander komnir með liðum sínum í undanúrslit Landsliðsmennirnir Björgvin Páll Gústavsson og Alexander Petersson komust í gær í undanúrslit EHF-bikarsins í handbolta með liðum sínum Kadetten og Flensburg. 4.4.2010 14:45
Flugvél með NBA-liðinu Miami Heat innanborðs þurfti að nauðlenda Liðsmenn NBA-liðsins Miami Heat lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í nótt á leiðinni heim frá 97-84 sigurleik á móti Minnesota Timberwolves. Starfsmaður vélarinnar missti þá meðvitund og af þeim sökum varð að nauðlenda vélinni á O’Hare International Airport í Chicago. 4.4.2010 14:00
Redknapp: Við þurfum að fá meiddu mennina okkar til baka Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkenndi að úrslit gærdagsins hafi galopnað baráttuna um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham missti þá fjórða sætið til Manchester City eftir 1-3 tap fyrir Sunderland. 4.4.2010 13:30
Florent Malouda: Hvíldin hjálpaði Chelsea á Old Trafford Florent Malouda átti flottan leik í gær þegar Chelsea endurheimti toppsætið með 2-1 sigri á Manchester United á Old Trafford. Malouda lagði meðal annars upp fyrsta mark leiksins eftir glæsilegan sprett í gegnum United-vörnina. 4.4.2010 13:00
Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn. 4.4.2010 12:30
Ron Artest ætlar að búa til raunveruleikaþátt um sjálfan sig Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, er búinn að ákveða að skella sér á fullu í sjónvarpið og setja á laggirnar nýjan sjónvarpsþátt um sjálfan sig. 4.4.2010 12:00
Stuðningsmenn Heerenveen vilja alls ekki missa Arnór Smárason Framtíð Arnórs Smárasonar hefur verið mikið í umræðunni á hollensku netmiðlunum um helgina en Heerenveen ætlar ekki að gera nýjan samning við íslenska landsliðsmanninn sem hefur verið að glíma við meiðsli síðustu níu mánuði. 4.4.2010 11:30
NBA: Oklahoma City vann Dallas og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Ungu strákarnir í Oklahoma City Thunder hafa vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni í vetur og í nótt tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni með 121-116 útisigri á Dallas Mavericks. Oklahoma City er þegar búið að tvöfalda sigra sína frá því á síðasta tímabili þegar liðið vann aðeins 23 leiki. 4.4.2010 11:00
Sebastian Vettel vann malaíska kappaksturinn - tvöfalt hjá Red Bull Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. 4.4.2010 10:30
Ágúst: Besti körfuboltaleikurinn í úrslitaeinvíginu Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var ánægður eftir 81-75 sigur sinna stelpna í fjórða leik úrslitaeinvígisins á móti með KR í Hveragerði í gær en með honum tryggði Hamarsliðið sér oddaleik. 4.4.2010 10:00
Benedikt: Menn gleyma því oft hvað þetta Hamarslið er hrikalega gott Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tókst ekki að gera kvennalið að Íslandsmeisturum í Hveragerði í gær en KR-liðið fær annan möguleika á því í oddaleik á þriðjudaginn sem fram fer í DHL-höllinni. 4.4.2010 09:00
Zlatan Ibrahimovic meiddur á kálfa - verður ekki með á móti Arsenal Svíinn Zlatan Ibrahimovic getur ekki spilað með Barcelona á móti Arsenal í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla. Zlatan er einnig tæpur að ná El Clasico leiknum á móti Real Madrid um næstu helgi. 4.4.2010 08:00
Enn meiðast íslenskir landsliðsmenn - Emil ristarbrotinn Emil Hallfreðsson verður ekkert meira með Barnsley á þessu tímabili eftir að hann ristarbrotnaði í leik Barnsley á móti Sheffield United í ensku b-deildinni í gær. Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net. 4.4.2010 07:00
Bayern endurheimti efsta sætið með sigri á Schalke Bayern Munchen liðið er í góðum gír þessa daganna því liðið fylgdi eftir sigri á Manchester United í Meistaradeildinni í síðustu viku með því að vinna toppslaginn á móti Schalke í gær. 4.4.2010 06:00
Hanna Guðrún með 31 mark í sigrunum tveimur á Bretum Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór heldur betur á kostum í tveimur leikjum íslenska kvennalandsliðsins á móti Bretum í undankeppni Evrópumótsins í handbolta. 3.4.2010 23:00
Brian Laws: Fyrstu 6 mínúturnar voru bæði ótrúlegar og vandræðalegar Brian Laws, stjóri Burnley, horfði upp á sína menn tapa 1-6 fyrir Manchester City á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. City var komið í 3-0 eftir aðeins sex mínútna leik. 3.4.2010 22:00
Mancini: Góðir möguleikar á 4. sætinu ef Adebayor og Tevez ná vel saman Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sá sína menn fara illa með heimamenn í Burnley á Turf Moor í kvöld og var að sjálfsögðu sáttur með leik sinna manna sem unnu 6-1 sigur. 3.4.2010 21:30
Íris: Ekki alveg tilbúnar að fara í sumarfrí strax Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði Hamars, brosti út að eyrum eftir 81-75 sigur á KR í Hveragerði í dag en Hamar náði þar með að jafna úrslitaeinvígið í 2-2 og tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 3.4.2010 21:00
Aaron Ramsey farinn að stíga í fótinn aðeins mánuði eftir fótbrot Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal sem tvífótbrotnaði í leik á móti Stoke City fyrir mánuði síðan er á góðum batavegi. Ramsey er búinn að leggja hækjunum og farinn að stíga í fótinn á nýjan leik. 3.4.2010 20:30
Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 3.4.2010 20:16
Bojan með tvö mörk í öruggum sigri Barcelona Barcelona náði þriggja stiga forskoti á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld. Bojan Krkic skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin gerðu Lionel Messi og Jeffrén Suárez. 3.4.2010 19:52
Hamarskonur tryggðu sér oddaleik - myndasyrpa Það verður oddaleikur um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir 81-75 sigur Hamar á KR í frábærum fjórða leik í Hveragerði í dag. 3.4.2010 19:30
Toppliðin unnu öll á Ítalíu - Inter heldur eins stigs forustu Thiago Motta skoraði tvö mörk þegar Inter Milan vann 3-0 heimasigur á Bologna í ítölsku deildinni í dag og hélt því toppsætinu. Roma og AC Milan unnu bæði sína leiki og fylgja meisturunum eftir. 3.4.2010 19:00
Aftaka á Turf Moor Manchester City skaust upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ótrúlegum, og afar auðveldum, 1-6 sigri á Burnley á Turf Moor. 3.4.2010 18:25
Hildur: Villuvandræðin slógu okkur út af laginu KR-konum tókst ekki að verða Íslandsmeistarar í Hveragerði og liðsins bíður nú oddaleikur á heimavelli í þriðjudaginn. Hildur Sigurðardóttir lék vel í dag og var með 18 stig og 7 stoðsendingar. 3.4.2010 18:24
Julia Demirer: Vitum að við erum sterkari í jöfnu leikjunum „Ég er alveg dofinn í hnénu en ég finn hvort sem ekkert til þegar við vinnum," sagði Hamarskonan Julia Demirer, eftir 81-75 sigur Hamars á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag. 3.4.2010 18:11
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti