Handbolti

Rhein-Neckar Löwen komið áfram í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög góðan leik í dag,
Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög góðan leik í dag, Mynd/Getty Images

Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 37-33 sigri á spænska liðinu Pevafersa Valladolid á heimavelli sínum í dag. Rhein-Neckar Löwen vann fyrri leikinn 30-29 á Spáni og því samanlagt með fimm marka mun.

Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru í aðalhlutverki hjá Rhein-Neckar Löwen í leiknum en Snorri Steinn átti mjög góðan leik og stjórnaði sóknarleik Rhein-Neckar Löwen af röggsemi.

Ólafur skoraði 7 mörk í leiknum þar af eitt þeirra úr víti en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk.

Montpellier, Ciudad Real, Veszprém, Barcelona, HSV Hamburg og Chekhovskie Medvedi eru einnig komin áfram í átta liða úrslitin en THW Kiel og FCK Handbold spila seinna í dag. Kiel vann fyrri leikinn 33-31 í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×