Handbolti

Róbert í undanúrslit: Styrkir okkur fyrir leikinn við Rhein-Neckar Löwen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson skoraði eitt af sínu þekktum sirkusmörkum á móti Team Holstebro
Róbert Gunnarsson skoraði eitt af sínu þekktum sirkusmörkum á móti Team Holstebro Mynd/Diener
Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir VfL Gummersbach sem tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa með 30-27 sigri á danska liðinu Team Holstebro. Þýska liðið vann áða leikina og 62-54 samanlagt.

„Við erum mjög ánægðir með að vera komnir í undanúrslitin," sagði Róbert Gunnarsson á blaðamannafundi eftir leikinn en hann skoraði eitt af sínum þekktu sirkusmörkum í leiknum. Róbert talaði líka um leikinn á móti Rhein-Neckar Löwen í undanúrslitum þýska bikarsins sem fer fram í Hamburg um næstu helgi.

„Þetta styrkir okkur fyrir leikinn við Rhein-Neckar Löwen um næstu helgi því þar þurfum við að eiga toppleik. Við vitum að við getumalveg unnið þann leik," sagði Róbert sem er einmitt á leiðinni til Rhein-Neckar Löwen á næsta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×