Fleiri fréttir

Verðum að bretta upp ermarnar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er staðráðinn í því að láta dómsdagsspár Graeme Souness ekki rætast. Souness lét hafa eftir sér í vikunni að hann óttaðist að Liverpool næði ekki einu af fjórum efstu sætunum í deildinni.

Arsenal vill bætur frá Hollendingum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að félagið muni sækja um bætur frá hollenska knattspyrnusambandinu vegna meiðsla Robin Van Persie.

NBA: Jazz stöðvaði sigurgöngu Lakers

Ellefu leikja sigugöngu LA Lakers lauk í nótt er Utah Jazz vann góðan heimasigur á meisturunum. Sigurinn var sæt hefnd fyrir neyðarlegt tap síðasta miðvikudag er Utah spilaði einn versta leikhluta í sögu félagsins.

Beckham vill spila á HM 2014

Hinn 34 ára gamli David Beckham er ekki af baki dottinn og hann stefnir ekki bara á að komast í enska landsliðið fyrir HM á næsta ári heldur vill hann einnig spila með Englandi á HM 2014.

Garay tryggði Real mikilvæg þrjú stig

Real Madrid minnkaði forskot Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í fimm stig í kvöld er liðið lagði Valencia að velli, 2-3.

Juve tapaði - Ferrara líklega búinn að vera

Ófarir Juventus héldu áfram í kvöld er liðið tapaði fyrir Bari, 3-1, í ítölsku úrvalsdeildinni. Meggiorini, Almiron og Barreto skoruðu fyrir Bari en Trezeguet skoraði mark Juve.

Barca með átta stiga forskot

Barcelona náði í kvöld átta stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar er liðið lagði nágranna sína í Espanyol, 1-0.

Löwen valtaði yfir Magdeburg

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen skaust upp í þriðja sætið í þýsku bundesligunni í kvöld með því að slátra Magdeburg, 40-21.

Ferguson: Dómarar ættu ekki að ákveða uppbótartímann

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, bar sig ágætlega þrátt fyrir sárt tap United gegn Aston Villa í dag. Það var fyrsta tap United fyrir Villa síðan 1995 og fyrsta tap United á heimavelli gegn Villa síðan 1983.

Öruggt hjá Kiel gegn Hannover

Þýskalandsmeistarar Kiel unnu stórsigur á Hannover Burgdorf í dag, 41-22. Á sama tíma marði aðalkeppinautur Kiel, HSV, sigur á TuS N Lubbecke, 25-24.

Fyrsti sigur Villa á United í deildinni síðan 1995

Manchester United missti af gullnu tækifæri í dag til þess að komast að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea gerði jafntefli gegn Everton fyrr í dag og United hefði með sigri á Aston Villa í dag orðið jafnt að stigum við Lundúnarliðið.

Rafn Andri til liðs við Breiðablik

Þróttarinn Rafn Andri Haraldsson er genginn í raðir Breiðabliks en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að hann væri líklega á leið í Kópavoginn.

Ancelotti: Engin krísa hjá Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki á því að það sé einhver krísa í herbúðum Chelsea þó svo liðið hafi ekki unnið fjóra síðustu leiki sína og gerði í dag 3-3 jafntefli gegn Everton á heimavelli.

Ólafur: Eigum heima í toppsætunum

„Ég er mjög sáttur því þetta var leikur um annað sætið, gríðarlega mikilvægt. Við erum búnir að vera spila upp og niður en við þurftum bara að koma hingað í dag og sanna fyrir okkar fólki að við eigum heima í toppsætunum," sagði FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson eftir sigur gegn Val í N1-deild karla í dag.

Hlynur Morthens: Grátlegt að tapa þessu

Afmælisbarnið, Hlynur Morthens, markvörður Vals, var ekki sáttur eftir tap gegn FH, 20-23 sem fram fór í Vodafonehöllinni í dag. Þetta var fyrsti tapleikur þeirra á heimavelli í vetur.

Umfjöllun: Baráttusigur FH gegn Val

Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða.

Dabney maður Stjörnuleiks karla

Hamarsmaðurinn Andre Dabney var valinn maður leiksins í Stjörnuleik karla en glæsilegum Stjörnuleiksdegi KKÍ var að ljúka.

Davis marði Ólaf í troðslukeppninni

Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson náði ekki að vinna troðslukeppnina í ár. Hann laut í lægra haldi gegn John Davis úr Ármanni eftir harða keppni.

Landsliðsmennirnir lögðu stjörnurnar

Fyrrum landsliðsmenn í körfubolta lentu í litlum vandræðum með lið landsþekktra einstaklinga í skemmtileik sem fór fram fyrir stjörnuleik karla í dag. Landsliðið vann 12 stiga sigur, 39-27, en leikurinn var augljóslega í styttri kantinum.

Heather með þrennu í stjörnuleiknum

Heater Ezell úr Haukum var valinn maður stjörnuleiks kvenna í dag en hún náði glæsilegri þrennu. Skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Kristi vann þriggja stiga keppnina

Stjörnuhelgi KKÍ er nú í fullum gangi í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Kristi Smith, leikmaður Keflavíkur, varð hlutskörpust í þriggja stiga keppninni hjá konunum.

Jafntefli hjá Stoke og Wigan - Beattie var á bekknum

James Beattie var í leikmannahópi Stoke City í dag er liðið tók á móti Wigan. Beattie byrjaði þó leikinn á bekknum. Leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2, en Beattie spilaði síðustu sjö mínútur leiksins.

Formúlu 1 titlarnir afhentir í Mónakó

Jenson Button tók á móti meistaratitlinum í Fornúlu 1 á afhendingu í Mónakó í gærkvöldi ásamt Ross Brawn eiganda Brawn liðsins sem nú heitir Mercedes. Lið hans vann bæði titil ökumanna og bílasmiða.

Getur hugsanlega ekki skokkað aftur

Dean Ashton viðurkennir að það sé erfitt að kyngja því að þurfa að leggja skóna á hilluna. Hann segir meiðsli sín vera svo slæm að hætta sé á því að hann geti aldrei hlaupið aftur.

Benitez þarf að spara

Einhverjir vilja kenna slæmu gengi Liverpool í vetur um að Benitez hafi ekki fengið að versla almennilega síðasta sumar. Stjórinn hefur greint frá því að hann hafi þurft að spara til þess að grynnka á skuldum félagsins.

Benitez svaraði fyrir sig

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, svaraði í dag fyrir sig fullum hálsi vegna gagnrýni þeirra Graham Souness og Jürgen Klinsmann.

Logi með þrjú í sigurleik

Logi Geirsson skoraði þrjú mörk er Lemgo bar sigurorð af Minden, 30-21, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Nú tapaði Sundsvall í framlengingu

Jakob Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall er liðið tapaði fyrir Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í framlengdum leik í kvöld, 98-88.

Sektaðir um rúmar 600 þúsund krónur

Michael Essien, Sulley Muntari og Asamoah Gyan hafa allir verið sektaðir um rúmlega 600 þúsund íslenskar krónur fyrir að skrópa í vináttulandsleik á dögunum.

Kynlífshneyksli hjá Fenerbahce

Hinn þýski þjálfari Fenerbahce, Christoph Daum, hefur viðurkennt að nokkrir leikmenn liðsins séu viðriðnir kynlífshneyksli sem tröllríður öllu í tyrkneskum fjölmiðlum þessa dagana.

Sjá næstu 50 fréttir