Handbolti

Logi með þrjú í sigurleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Geirsson í leik með Lemgo.
Logi Geirsson í leik með Lemgo. Nordic Photos / Bongarts
Logi Geirsson skoraði þrjú mörk er Lemgo bar sigurorð af Minden, 30-21, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Staðan í hálfleik var 14-11, Lemgo í vil. Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir liðið.

Gylfi Gylfason og Ingimundur Ingimundarson skoruðu eitt mark hvort fyrir Minden í kvöld.

Einn annar leikur fór fram í deildinni í kvöld. Göppingen vann Dormagen á útivelli, 37-28.

Lemgo er nú í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig eftir fjórtán leiki. Minden er hins vegar í sautjánda og næstneðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×