Íslenski boltinn

Guðni Rúnar hættur vegna meiðsla

Stjörnumaðurinn Guðni Rúnar Helgason hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fréttina má sjá með því að smella á hlekkinn hér að ofan.

Guðni Rúnar á langan feril að baki en hann er 33 ára gamall. Hann er Húsvíkingur og hóf ferilinn með Völsungi en hefur leikið með Stjörnunni, Fylki, Val og ÍBV í efstu deild. Þá var hann einnig á mála hjá Sunderland í Englandi, Start og Hönefoss í Noregi og Wattenscheid í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×