Handbolti

Öruggt hjá Kiel gegn Hannover

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron átti flottan leik í dag.
Aron átti flottan leik í dag.

Þýskalandsmeistarar Kiel unnu stórsigur á Hannover Burgdorf í dag, 41-22. Á sama tíma marði aðalkeppinautur Kiel, HSV, sigur á TuS N Lubbecke, 25-24.

Aron Pálmarsson átti flottan leik hjá Kiel í dag og skoraði fimm mörk. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sem fyrr á toppnum í Þýskalandi en liðið hefur unnið alla leiki sína fyrir utan eitt jafntefli.

Heiðmar Felixson skoraði tvö mörk fyrir Lubbecke í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×