Handbolti

Snorri búinn að skora 600 mörk í þýsku úrvalsdeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson náði merkilegum áfanga í kvöld er hann skoraði 600. mark sitt í þýsku úrvalsdeildinni.

Áfanganum náði hann í leik Rhein-Neckar Löwen og Magdeburg sem Löwen vann auðveldlega.

Snorri lék með Grosswallstadt og Minden í samtals fjögur ár áður en hann fór yfir til GOG í Danmörku.

Hann snéri svo aftur til Þýskalands í vetur og verður hjá Löwen hið minnsta út þessa leiktíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×