Fleiri fréttir

Tveir nýir íslenskir FIFA-dómarar staðfestir

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010. Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín eru báðir orðnir FIFA-dómarar í fyrsta sinn og þá er Andri Vigfússon fyrstur íslenskra Futsal dómara á alþjóðlegan lista.

Helena valin besti leikmaður vikunnar

Helena Sverrisdóttir var í kvöld valin besti leikmaður vikunnar í Mountain West deildinni eftir að hafa spilað frábærlega í tveimur glæsilegum sigurleikjum TCU í vikunni. Þetta er í fjórða sinn á ferlinum sem Helena hlýtur þessa viðurkenningu.

Umfjöllun: HK fór létt með meistarana

Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári.

Gunnar Magnússon: Handbolti er einföld íþrótt

„Ég er í skyjunum og virkilega stoltur af strákunum. Liðsheildin og samheldnin var ótrúleg hér í kvöld og að taka íslandsmeistaran hér á heimavelli svona létt er erfitt að lýsa," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir frábæran, 26-19, sigur á íslandsmeisturum Hauka í kvöld.

Aron: Menn mættu ekki undirbúnir til leiks

„Við erum búnir að spila frábærlega í vetur, bæði í deildinni, bikar og evrópukeppni. Liðið búið að sýna mikinn stöðuleika og einbeitingu en það var ekki til staðar í dag," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir tap gegn HK í kvöld og fyrsta tap liðsins í vetur staðreynd.

Mourinho rýfur þögnina á morgun

Jose Mourinho er sagður ætla að ræða aftur við ítalska fjölmiðla á morgun er haldinn verður blaðamannafundur fyrir leik Inter og Livorno í ítölsku bikarkeppninni.

HK-menn fyrstir til að vinna Hauka í vetur - rassskelltu meistarana

HK vann glæsilegan sjö marka sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 26-19, í N1-deild karla í handbolta í kvöld en þetta var fyrsta tap Haukanna á þessu tímabili. HK sá til þess að Haukar eru bara með þriggja marka forskot þegar deildin fer í jóla- og EM-frí en næstu leikir eru ekki fyrr en í febrúar.

West Ham á eftir Hutton

West Ham hefur áhuga á að fá varnarmanninn Alan Hutton í sínar raðir en hann hefur fá tækifæri fengið hjá Tottenham í ár.

Gattuso framlengir til 2012

Gennaro Gattuso hefur framlengt samning sinn við ítalska úrvalsdeildarfélagið AC Milan til loka tímabilsins 2012.

Brynjar Björn: Opinn fyrir því að spila í Skandínavíu

Brynjar Björn Gunnarsson er líklega á förum frá enska liðinu Reading og samkvæmt frétt á Stöð 2 í kvöld þá er alveg eins líklegt að hann sé á leiðinni í norræna fótboltann á nýjan leik tíu árum eftir að hann fór yfir til Englands.

Arshavin gat ekki notað hægri fótinn alla vikuna

Arsenal-maðurinn Andrei Arshavin var enn á ný örlagavaldur Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði sigurmark Arsenal í 2-1 sigri. Tapið gerði endanlega út um allar meistaravonir hjá Liverpool en í fyrra skoraði Arshavin einmitt fernu á Anfield.

Verða fjögur lið jöfn í öðru til fimmta sæti?

Sú skemmtilega staða gæti komið upp eftir leik HK og Hauka í N1-deild karla í kvöld að fjögur lið verði jöfn með ellefu stig í 2. til 5. sæti deildarinnar þegar deildin fer í jóla- og EM-frí. Til að svo verði þurfa HK-ingar þó að vinna topplið Hauka á heimavelli sínum í Digranesi.

Allardyce: Engar fyrirspurnir borist

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, segir að félagið hafi engar fyrirspurnir fengið vegna Norðmannsins Morten Gamst Pedersen en Celtic í Skotlandi er sagt hafa áhuga á honum.

Sölvi bestur hjá Ekstra Bladet

Sölvi Geir Ottesen er með bestu meðaleinkunn allra leikmanna hjá danska blaðinu Ekstra Bladet þegar tímabilið í Danmörku er hálfnað.

Melo fékk gullruslafötuna

Brasilíski miðvallarleikmaðurinn Felipe Melo hjá Juventus hlotnaðist sá vafasami heiður að vera útnefndur versti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar og hljóta þar með hina svokölluðu gullruslafötu.

Kylfusveinn Tigers tjáir sig

Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um málefni Woods eftir að hann ákvað að taka sér frí frá golfíþróttinni.

Giggs íþróttamaður ársins í Bretlandi

Ryan Giggs var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Bretlandi en hann hefur átt frábæru gengi að fagna með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United á árinu.

NBA í nótt: Toronto lagði Houston

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Toronto vann til að mynda góðan sigur á Houston á heimavelli, 101-88.

Cole stefnir á endurkomu í janúar

Carlton Cole, framherji West Ham, blæs á allt neikvætt tal um að hann verði frá næstu þrjá mánuðina. Hann segist stefna á að spila á ný í janúar.

Terry: Við stefnum á að ná 90 stigum

John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki sammála þeim sem segja að enska deildin sé opnari í ár en áður sem og að stóru liðin muni tapa fleiri leikjum en síðustu ár.

Wenger útilokar að kaupa Nistelrooy

Arsenal er orðað við annan hvern framherja í Evrópu þessa dagana. Nú er hægt að útiloka í það minnsta einn því Arsene Wenger, stjóri liðsins, segir ekki koma til greina að semja við meiðslapésann Ruud Van Nistelrooy.

Tímabilið búið hjá Pepe

Portúgalski varnarmaðurinn Pepe hjá Real Madrid leikur ekki meira með Real Madrid á þessari leiktíð og missir væntanlega af HM næsta sumar.

Mourinho hrinti blaðamanni

Stríð Jose Mourinho, þjálfara Inter, við ítalska fjölmiðla tók á sig nýja mynd í dag þegar Mourinho hrinti blaðamanni og hellti sér síðan yfir hann.

Svört jól í Safamýri

Framarar fara í jólaköttinn þetta árið en liðið mun sitja í botnsæti N1-deildar karla fram í febrúar. Þetta var ljóst þegar Fram tapaði stórt fyrir Stjörnunni, 26-34, í uppgjöri botnliða deildarinnar.

Arshavin endurtók leikinn

Andrey Arshavin kann greinilega vel við að leika gegn Liverpool. Hann skoraði fjögur mörk gegn liðinu á síðustu leikinn og kláraði svo aftur viðureign liðanna á Anfield í dag. 1-2 fyrir Arsenal.

Góður sigur hjá Sverre og félögum

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt unnu góðan sigur á Dusseldorf, 33-21, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Sjá næstu 50 fréttir