Handbolti

Góður sigur hjá Sverre og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre í leik með Gummersbach.
Sverre í leik með Gummersbach.

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt unnu góðan sigur á Dusseldorf, 33-21, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Sverre komst ekki á blað hjá Grosswallstadt en var í tvígang vísað af velli með tveggja mínútna brottvísun.

Sturla Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Dusseldorf.

Grosswallstadt er í áttunda sæti deildarinnar en Dusseldorf er í sextánda sæti og í bullandi fallbaráttu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×