Handbolti

Alexander tryggði Flensburg sigur á Gummersbach

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson tryggði Flensburg góðan útisigur á Gummersbach í dag. Lokatölur 26-27.

Leikurinn var í járnum allan tímann en Alexander skoraði sigurmark leiksins rúmri mínútu fyrir leikslok.

Hann fékk aldrei þessu vant að spila mikið í dag og þakkaði fyrir með því að skora sex mörk og þar af sigurmarkið.

Róbert Gunnarsson átti ágætan leik í liði Gummersbach og skoraði fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×