Fleiri fréttir

Landsliðsmennirnir ánægðir með Tólfuna - gáfu 150 miða á Georgíuleikinn

Leikmenn A-landsliðs Íslands í knattspyrnu voru ánægðir með stuðningssveit íslenska landsliðsins og þökkuðu Tólfunni fyrir frábæran stuðning á leiknum gegn Norðmönnum á laugardaginn. Í þakklætisskyni ákváðu leikmennirnir að gefa liðsmönnum Tólfunnar 150 miða á vináttulandsleikinn við Georgíu á morgun.

Henry neitar því að hafa lesið yfir Domenech þjálfara

Thierry Henry, fyrirliði franska landsliðsins, hefur neitað að hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarann Raymond Domenech eftir að franska blaðið Le Parisien hafði eftir samtal hans við Domenech þjálfara þar sem Henry átti að hafa sagt að leikmönnum leiddist á æfingum og að þeir væru síðan týndir inn á vellinum.

Manchester City í vandræðum eins og Chelsea og Manchester United

Franska liðið Rennes hefur kvartað yfir vinnubrögðum enska liðsins Manchester City sem samdi við franska unglinginn Jeremy Helan fyrr á árinu eftir að Helan hafi ákveðið að skrifa ekki undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við uppeldisfélag sitt.

Tony Parker kláraði Þjóðverjana - 11 stig í á síðustu 3 mínútunum

Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs í NBA-deildinni, var aðalmaðurinn á bak við 70-65 sigur Frakka á Þjóðverjum í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Póllandi sem hófst í gær. Parker skoraði 11 af 19 stigum sínum á síðustu 2 mínútunum og 38 sekúndunum í leiknum.

Serbar skelltu Spánverjum í fyrsta leik - héldu þeim í 57 stigum

Serbía vann óvæntan 66-57 sigur á Spánverjum í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í Póllandi í gær. Spánverjar voru fyrir mótið taldir vera með sigurstranglegasta liðið á sama tíma og Serbar mæta til leiks með ungt lið og engar NBA-stjörnur innanborðs.

Titanium plata grædd í höfuð Massa

Læknar settu sérstaka titanum plötu í höfuð Formúlu 1 ökumannsins Felipe Massa svo hann eigi möguleika á að keppa í Formúlu 1 í framtíðinni. Þetta var gert með liðlega 4 tíma skurðaðgerð á spítala í Florida. Þetta kom fram í viðtali við Massa í The Guardian í dag.

Beckham útilokar ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina

„Ég hef ekki farið leynt með það að ég ætla mér að snúa aftur til Evrópu. Við skulum orða það að þannig að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni,“ segir David Beckham í samtali við BBC Radio þegar hann inntur eftir því hvort honum hugnaðist að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Giggs planar að hætta á toppnum - útilokar ekki að fara út í þjálfun

„Fótbolti er líf mitt og yndi en ég ætla ekki að vera enn að þegar ég verð fertugur. Ég gæti þó mögulega leitað að einhverjum öðrum áskorunum innan fótboltans eftir að ég legg skóna á hilluna,“ segir Ryan Giggs hjá Englandsmeisturum Manchester United í nýlegu viðtali við Sunday Mirror.

Hafnarboltapeningar Hicks ekki notaðir fyrir Liverpool

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þurfti að fresta framkvæmdum sínum við byggingu á nýjum leikvangi við Stanley Park þegar kreppan skall á en sá leikvangur mun rýma talsvert fleiri áhorfendur en Anfield leikvangurinn gerir nú.

Gradi: Það sem gerðist fyrir Chelsea er frábært

Enska d-deildarfélagið Crewe, þar sem Guðjón Þórðarson er við stjórnvölin, hefur tilkynnt ónefnt úrvalsdeildarfélag til enska knattspyrnusambandsins vegna ólögmætra viðræðna þess við ungan leikmann Crewe.

Forráðamenn United senda Frökkunum tóninn

Talsmaður Englandsmeistara Manchester United hefur staðfest að félagið hafi hug á því að kæra Le Havre fyrir ásakanir forráðamanna franska félagsins um að enska félagið hafi reynt að fá hinn unga Paul Pogba með ólöglegum hætti.

Jón Arnór samdi við Granada

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson hefur fengið lendingu í sín mál en hann samdi við spænska úrvalsdeildarfélagið Granada og er samningurinn til tveggja ára.

Paddy Kenny dæmdur í níu mánaða langt bann

Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að markvörðurinn Paddy Kenny hjá Sheffield United hafi verið dæmdur í níu mánaða langt keppnisbann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn Preston í úrslitakeppni b-deildarinnar á Englandi á síðasta keppnistímabili.

Þýskaland og England leika til úrslita á EM í Finnlandi

Nú liggur ljóst fyrir að heims -og evrópumeistarar Þjóðverja mæta Englendingum í úrslitaleik á EM í Finnlandi. Þýskaland vann Noreg 3-1 í seinni undanúrslitaleiknum sem fram fór í dag en staðan var 0-1 fyrir Noregi í hálfleik.

Baoder: Neikvæðir fréttamenn kostuðu mig Ferrari sætið

Ítalinn Luca Badoer telur að fjölmiðlamem hafi kostað hann sæti hjá Ferrari, sem hefur verið tekið yfir af Giancarlo Fisichella. Badoer ók í tveimur mótum í stað Felipe Massa, en lauk keppni í síðasta sæti í þeim báðum.

Pape var á skotskónum á móti Skotum í dag

Fylkismaðurinn Pape Mamadou Faye skoraði bæði mörk íslenska 19 ára landsliðsins sem vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik í Skotlandi í dag. Liðin mætast í öðrum vináttulandsleik á miðvikudaginn.

Evrópumeistarar Rússa byrja á sigri - kaninn góður í lokin

Evrópumeistarar Rússa unnu 81-68 sigur á Lettum í fyrsta leik sínum á EM í körfu í Póllandi sem hófst í dag. Nýi Bandaríkjamaðurinn í liði Rússa, Kelly McCarty, skoraði 8 af 24 stigum sínum á síðustu fjórum mínútum leiksins þegar Rússar gerðu út um leikinn eftir að Lettar höfðu minnkað muninn í tvö stig, 65-63.

Tevez ekki með Argentínu á móti Paragvæ - meiddur á hné

Carlos Tevez verður ekki með Argentínumönnum á móti Paragvæ í undankeppni HM á miðvikudaginn þar sem hann er meiddur á hné. Argentínumenn verða helst að vinna til að halda lífi í möguleikum sínum á að komast í úrslitakeppnina.

Brian Kidd kominn til starfa hjá Manchester City

Brian Kidd, fyrrum aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, hefur ráðið sig í starf hjá nágrönnunum í Manchester City þar sem hann mun starfa við knattspyrnuakademíu félagsins.

Wenger hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter og spáir því að hann verði spútnikstjarna Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Balotelli þykir vera hæfileikaríkur framherji en hann er einnig þekktur fyrir það að hafa litla stjórn á skapi sínu.

Pele sannar enn einu sinni að hann er skelfilegur spámaður

Knattspyrnugoðið Pele hefur aldrei sýnt fótboltakunnáttu sína utan vallar og nýjast spádómur hans er enn ein sönnun á því. Pele spáði því í sumar að Nígería yrði fyrsta Afríkuþjóðin til þess að komast í undanúrslit á HM þegar keppnin yrði haldin í Suður-Afríku 2010. Nú stefnir hinsvegar allt í það að Nígería komist ekki einu sinni í úrslitakeppnina.

Spánverjar eru sigurstranglegastir á EM í körfu sem hefst í dag

Evrópukeppni landsliða í körfubolta hefst í Póllandi í dag en sextán bestu körfuboltaþjóðir álfunnar munu þar berjast um Evrópumeistaratitilinn. Þetta verður í 36. skiptið sem keppt erum Evrópumeistaratitilinn í körfubolta en Rússar unnu titilinn fyrir tveimur árum.

Robinho: Ætlar að vinna enska titilinn en ekki að fara til Barcelona

Brasilíumaðurinn Robinho hefur ekki áhuga á að fara til Barcelona þegar félagsskiptaglugginn opnar aftur í janúar en áhugi spænsku Evrópumeistaranna á þessum snjalla Brassa hefur verið mikið í fréttum síðustu daga. Robinho ætlar þess í stað að hjálpa Manchester City að vinna enska meistaratitilinn.

Þær sænsku kveiktu í þeim norsku með ummælum á Facebook

Norska kvennalandsliðið í fótbolta vann mjög óvæntan 3-1 sigur á Svíþjóð í átta liða úrslitum Evrópukeppni kvennalandsliða í Finnlandi en norsku stelpurnar voru eins og kunnugt er með íslenska liðinu í riðli og máttu þakka fyrir 1-0 sigur á Stelpunum okkar.

Henry: Leikmenn franska liðsins eru týndir inn á vellinum

Thierry Henry og félagar í franska landsliðinu eiga í hættu að missa af því að komast á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Henry hefur komið fram fyrir hönd sinna félaga og kvartað við þjálfarann yfir leiðinlegum æfingum og að leikmenn vita ekki hvað er ætlast til þeirra inn á vellinum.

192 sentímetra Fídji-maður er markahæstur í undankeppni HM

Osea Vakatalesau er langt frá því að vera þekktasta nafnið í boltanum en þessi 23 ára og 192 sentimetra Fídji-maður hefur þó slegið öllum markaskorurum við í undankeppni HM. Vakatalesau skoraði tólf mörk fyrir þjóð sína í undankeppninni en það dugði þó ekki til að Fídji kæmist á HM í Suður-Afríku.

Keypti Manchester United hús fyrir foreldra Paul Pogba?

Jean-Pierre Louvel, forseti Le Havre, er ekki ánægður með aðferðir enska liðsins Manchester United til að ná í hinn sextán ára gamla Paul Pogba. Louvel ásakar United um að hafa mútað foreldrum stráksins en hann var í viðtali við franska blaðið French football.

Liuzzi tekur við sæti Fisichella

Ítalinn Viantonuo Liuzzi var í morgun staðfestur sem ökumaður Force India í stað Giancarlo Fisichella sem var leystur undan samningi svo hann gæti ekið með Ferrari í síðustu fimm mótum ársins. Liuzzi hefur verið varaökumaður liðsins, en var áður hjá Torro Rosso.

Þjálfari Skotanna á enn á hættu að vera rekinn

Skoska landsliðið á enn möguleika á að komast á HM í Suður-Afríku næsta sumar en formaður skoska knattspyrnusambandsins er þó ekki nægilega sáttur með starf þjálfarans George Burley. Skotar unnu 2-0 sigur á Makedóníu um helgina.

Bilic segist vita um veikleika enska landsliðsins

Slaven Bilic, þjálfari króatíska landsliðsins, er byrjaður að hita upp fyrir leikinn á móti Englandi á Wembley á miðvikudaginn. England hefur unnið alla sjö leiki sína í undankeppni HM og tryggir sér sigur í riðlinum og sæti á HM í Suður-Afríku næsta sumar með sigri.

Gana á HM í Suður-Afríku

Gana varð í dag önnur Afríkuþjóðin til að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku næsta sumar.

Björgvin og félagar sátu eftir

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen urðu að sætta sig við að komast ekki í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Davíð inn fyrir Ragnar

Ólafur Jóhannesson hefur kallað á Davíð Þór Viðarsson í íslenska landsliðið í stað Ragnars Sigurðssonar.

Tap í fyrsta leik Sverre

Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt töpuðu í dag fyrir Hamburg á heimavelli í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, 27-24.

Englendingar í úrslitin

England tryggði sér í dag sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu eftir sigur á Hollandi í framlengdum leik, 2-1.

Campbell stefnir enn á landsliðið

Sol Campbell stefnir enn að því að vinna sér sæti í enska landsliðinu þó svo að hann spili nú með Notts County í ensku D-deildinni.

Meiðsli Sneijder ekki slæm

Meiðsli Hollendingsins Wesley Sneijder eru ekki eins alvarlega og í fyrstu var óttast. Hann var fluttur upp á sjúkrahús eftir leik Hollands og Japan í gær.

Rooney: Þetta var brot

Wayne Rooney segir að brotið var á sér þegar að vítaspyrna var dæmd á landslið Slóveníu í leiknum gegn Englandi í dag. Frank Lampard skoraði úr vítinu og England vann, 2-1.

Capello stendur frammi fyrir erfiðu vali

Fabio Capello viðurkennir að hann standi frammi fyrir erfiðu vali þegar kemur að því að velja sóknarmenn í byrjunarliði enska landsliðsins sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2010 á miðvikudaginn.

Öruggt hjá Fram í Hollandi

Fram vann í dag öruggan sigur á hollenska liðinu Aalsmeer, 30-23, í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarkeppninnar í handbolta.

Sjá næstu 50 fréttir