Fleiri fréttir

Tólf stig frá Jóni Arnóri dugðu skammt á móti Siena

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Benetton Treviso töpuðu með 28 stiga mun, 79-107, í fyrsta leiknum á móti Montepaschi Siena í undanúrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Palasport Mens Sana í Siena.

Selfoss vann HK í Kópavogi og er við hlið Hauka á toppnum

Selfyssingar komust upp að hlið Hauka á toppi 1. deildar karla eftir 2-1 sigur á HK á Kópavogsvellinum í dag. Liðin voru í tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir leiki umferðarinnar en Haukar komust í toppsætið í gær með góðum sigri í Ólafsvík.

Sannfærandi sigur og þriggja stiga forusta

Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn í vörn IFK Göteborg sem náði þriggja stiga forustu í sænsku úrvalsdeildinni eftir 4-0 heimasigur á IF Brommapojkarna í dag.

Kolding tryggði sér oddaleik á móti FCK

Guðlaugi Arnarssyni og félögum í FCK Kaupmannahöfn tókst ekki að tryggja sér danska meistaratitilinn í handbolta í dag þegar þeir töpuðu 32-37 á móti Kolding í öðrum leik liðanna í lokaúrslitunum.

Ashley Cole fyrstur í yfir hundrað ár til að vinna fimm bikartitla

Ashley Cole átti mjög góðan leik með Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins á móti Everton í dag og var í lok hans kosinn besti maður vallarsins. Cole varð þarna enskur bikarmeistari í fimmta sinn og það gerist ekki á hverri öld enda voru 118 ár síðan að einhver afrekaði það síðast.

Didier Drogba: Frábært að enda tímabilið svona

Didier Drogba hélt uppi venju sinni að skora í öllum úrslitaleikjum fyrir Chelsea þegar hann jafnaði bikarúrslitaleikinn á móti Everton í dag en Frank Lampard tryggði Chelsea síðan 2-1 sigur í seinni hálfleik. Drogba hefur nú skorað í öllum fimm úrslitaleikjum sem hann hefur spilað á Englandi.

Aron með þriðja fallegasta mark enska bikarsins í ár

Aron Einar Gunnarsson skoraði þriðja fallegasta bikarmark ársins í Englandi í ár en þetta kom fram í lok beinnar útsendingar frá enska bikarúrslitaleiknum á Stöð 2 Sport í dag. Aron skoraði markið fyrir Coventry á móti Blackburn.

Frank Lampard tryggði Chelsea enska bikarinn

Frank Lampard tryggði Chelsea enska bikarinn með því að skora sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum á Wembley í dag. Chelsea vann þar 2-1 sigur á Everton en Everton fengu hálfgerða forgjöf því þeir komust í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur.

Jafnt í hálfleik á Wembley - Drogba jafnaði

Það er kominn í hálfleikur í enska bikarúrslitaleiknum á Wembley og staðan er 1-1. Louis Saha kom Everton yfir eftir aðeins 25 sekúndur en Dider Drogba jafnaði leikinn á 21. mínútu. Chelsea er búið að vera mun meira með boltann og miklu líklegri til að skora fleiri mörk.

Guðjón Valur og félagar settu pressu á HSV Hamburg

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk í 35-32 sigri Rhein-Neckar Löwen á TSV Dormagen í þýsku úrvalasdeildinni í handbolta í dag. Rhein-Neckar Löwen komst upp fyrir HSV Hamburg í 2. sætið með þessum sigri en Hamburg á leik inni seinna í dag.

Franck Ribery er ekki til sölu eftir allt saman

Þýska liðið Bayern Munchen hefur ekki í hyggju að selja aðalstjörnu sína, franska landsliðsmanninn Franck Ribery, þrátt fyrir stöðugan orðróm um að hann væri á leiðinni til stórliða á Englandi eða á Spáni.

Louis Saha kom Everton 1-0 yfir eftir aðeins 25 sekúndur

Það var heldur betur rétt ákvörðun hjá David Moyes að setja Louis Saha í byrjunarliðið því Frakkinn þurfti bara 25 sekúndur til þess að koma Everton í 1-0 í bikaúrslitaleiknum á móti Chelsea á Wembley.

Middlesbrough-álögin á Everton-liðinu í dag

Everton-menn munu reyna að brjóta hefð síðustu fjögurra ára þegar þeir mæta Chelsea í enska bikarúrslitaleiknum á Wembley í dag. Það hefur nefnilega ekki reynst liðum vel í bikarúrslitaleiknum að hafa slegið Middlesbrough út úr bikarnum.

Ballack á Chelsea-bekknum og Louis Saha í byrjunarliði Everton

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, hefur ákveðið að láta Þjóðverjann Michael Ballack byrja á bekknum í bikaúrslitaleiknum á Wembley í dag en Jon Mikel Obi er á miðjunni í hans stað. Louis Saha er í byrjunarliði Everton sem kemur einnig á óvart. Byrjunarliðin eru klár.

Chelsea menn verða gulir á Wembley í dag

Chelsea-liðið mun spila í gulum búningum á móti Everton í enska bikarúrslitaleiknum á Wembley í dag því Everton vann hlutkestið og fær að spila í sínum bláu aðalbúningum.

Bikarinn allur beiglaður eftir fögnuðinn í fyrra

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fögnuðu því vel og lengi þegar þeir unnu enska bikarinn í fyrra eftir 1-0 sigur á Cardiff í úrslitaleiknum. Bikarinn fékk aðeins að finna fyrir því í öllum látunum og er nýkominn úr allsherjar yfirhalningu.

Franska liðið Lyon hefur mikinn áhuga á Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen gæti verið á leiðinni til franska liðsins Lyon í sumar en spænska Sport-blaðið segir í dag að Lyon sé í viðræðum við Eið og Barcelona um að kaupa hann. Lyon missti af franska meistaratitlinum í vetur eftir að hafa unnið hann sjö ár í röð.

Makelele: Terry sá til þess að Mourinho var rekinn

Claude Makelele, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að rifildi milli John Terry og Jose Mourinho hafi verið aðalástæðan fyrir því að portúgalski stjórinn var rekinn frá félaginu. Rifildið snérist um form fyrirliðans sem Mourinho var ekki sáttur með.

Los Angeles Lakers komst í NBA-úrslitin í nótt

Los Angeles Lakers vann sannfærandi og auðveldan 119-92 sigur á Denver Nuggets í sjötta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Lakers vann því einvígið 4-2 og er komið í lokaúrslitin annað árið í röð.

Kínverjar náðu jafntefli gegn Þjóðverjum

Kínverjar náðu 1-1 jafntefli á móti Þjóðverjum í vináttulandsleik í dag en nokkra lykilmenn vantaði þó í þýska liðið. Þetta var fyrsti leikur kínverska landsliðsins undir stjórn þjálfarans Gao Hongbo.

GOG Svendborg missti af bronsinu

Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í GOG Svendborg TGI töpuðu oddaleiknum á móti Team Tvis Holstebro í keppninni um þriðja sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ásgeir er meiddur og gat ekki spilað með.

Reykjavíkur-Víkingar unnu fyrsta sigurinn sinn í sumar

Reykjavíkur-Víkingar unnu í kvöld sinn fyrsta leik sinn í 1. deild karla undir stjórn Leifs Garðarssonar sem tók við liðinu fyrir tímabilið. Víkingur hafði aðeins náði í eitt stig út úr fyrstu þremur leikjunum sínum en vann nú 2-1 sigur á Þór Akureyri í Víkinni.

Balotelli: Cristiano Ronaldo mun biðja um mína treyju einn daginn

Mario Balotelli hefur slegið í gegn með ítölsku meisturunum í Inter á þessu tímabili en þessi 18 ára framherji hefur skorað 11 mörk í 32 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann hefur bæði mikla trú á sjálfum sér og háleit markmið.

Frábær endasprettur komi Birgi Leif áfram

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Telenet Trophy mótinu í Belgíu. Birgir Leifur fékk fugla á síðustu þremur holunum sem nægðu honum til þess að komast áfram.

Hannover-Burgdorf í vondum málum eftir fyrri leikinn

Hannes Jón Jónsson og Heiðmar Felixson skoruðu saman tíu mörk þegar lið þeirra TSV Hannover-Burgdorf tapaði með sjö mörkum, 24-31, í fyrri leik sínum á móti TSG Friesenheim í baráttunni um að komast upp í þýsku bundesliguna.

Elfsborg tapaði stigum og komst ekki á toppinn

Helgi Valur Daníelsson og félagar í IF Elfsborg náðu aðeins 1-1 jafntefli á móti BK Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið hefði komist á toppinn með sigri.

Rijkaard orðaður bæði við Celtic og Sunderland

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, gæti verið á leiðinni í breska boltann því bæði skoska liðið Celtic og enska liðið Sunderland hafa áhuga á að gera Hollendinginn að stjóra sínum. Rijkaard hefur þó úr mörgum tilboðum að velja

Guðbjörg Norðfjörð aftur orðin varaformaður KKÍ

Guðbjörg Norðfjörð er nýr varaformaður Körfuknattsleikssambands Íslands en ný stjórn fyrir árin 2009-2011 var kosin á ársþingi sambandsins á dögunum. Guðbjörg var einnig varaformaður KKÍ starfsárið 2006-2007.

26 ökumenn á ráslínu 2010

Miðað við þær umsóknir sem FIA hefur borist í dag um þátttöku í Formúlu 1 árið 2010 þá eru allar líkur á að 26 ökumenn verði á ráslínu á næsta ári. Ökumenn eru 20 talsins í ár.

Drogba auðmýktin uppmáluð

Didier Drogba segist vera tilbúinn að biðjast aftur afsökunar á hegðun sinni eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni.

Fjögur ný lið vilja í Formúlu 1

Fjögur keppnislið með mikla reynslu af kappakstri hafa sótt um þátttökurétt í Formúlu 1 árið 2010. Lokafrestur til að sækja um þátttöku í Formúlu 1 rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í ár hafa sótt um þátttökurétt og gerðu það fyrir stundu..

Lampard spilar bikarúrslitaleikinn

Chelsea hefur staðfest að Frank Lampard sé búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og muni spila bikarúrslitaleikinn gegn Everton á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir