Handbolti

Guðjón Valur og félagar settu pressu á HSV Hamburg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson , leikmaður Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson , leikmaður Rhein-Neckar Löwen. Mynd/GettyImages

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk í 35-32 sigri Rhein-Neckar Löwen á TSV Dormagen í þýsku úrvalasdeildinni í handbolta í dag. Rhein-Neckar Löwen komst upp fyrir HSV Hamburg í 2. sætið með þessum sigri en Hamburg á leik inni seinna í dag.

Guðjón Valur skoraði fimm af átta mörkum sínum af vítapunktinum en hann nýtti öll vítaskotin sín í leiknum. Pólverjinn Mariusz Jurasik var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen með tíu mörk.

Ingimundur Ingimundarson skoraði tvö mörk og Gylfi Gylfason skoraði eitt mark í 30-26 sigri TSV GWD Minden á TBV Lemgo. Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo en Logi Geirsson er meiddur og spilaði ekki með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×