Fleiri fréttir

Cisse til Tottenham í sumar?

Franski framherjinn Djibril Cisse sagði félögum sínum í Sunderland um helgina að hann væri á leið til Tottenham í sumar eftir því sem fram kemur í breska blaðinu Daily Mail.

Arnar afsalaði sér fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki

Arnar Grétarsson er hættur sem fyrirliði Breiðabliks í Pepsi-deildinni en það gerði Arnar þar sem hann er orðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Kári Ársælsson hefur tekið við fyrirliðabandinu og var fyrirliði í sigrinum á Þrótti í gær.

Iniesta tæpur fyrir úrslitaleikinn

Óvíst er hvort spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona muni geta spilað úrslitaleik meistaradeildarinnar þann 27. maí eftir að hann meiddist í 3-3 jafntefli Barcelona og Villarreal um helgina.

Ciudad Real spænskur meistari

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real urðu í gærkvöld Spánarmeistarar í handbolta eftir stórsigur á erkifjendum sínum í Barcelona 37-26.

Stóra barnið tryggði Boston sigurinn

Glen "Big Baby" Davis var reyndist hetja Boston Celtics í nótt þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Orlando Magic um leið og lokaflautið gall.

Arshavin er of heiðarlegur

Theo Walcott, leikmaður Arsenal, þurfti að skamma félaga sinn Andrei Arshavin fyrir að vera of heiðarlegur í sigurleik liðsins gegn Portsmouth á dögunum.

Button: Sæki til sigurs í öllum mótum

Jenson Button vann sinn fjórða sigur í fimm mótum í Barcelona í gær og um aðra helgi keppir hann á heimavelli í Mónakó. Þó Button sé breskur að uppruna býr hann í skattaparadísinni Mónakó.

King biður Redknapp afsökunar

Ledley King, fyrirliði Tottenham, hefur beðið knattspyrnustjóra sinn Harry Redknapp afsökunar eftir að hafa verið handtekinn fyrir utan næturklúbb í London í nótt.

Chuck Daly látinn

Chuck Daly, fyrrum þjálfari Detroit Pistons og bandaríska landsliðsins í körfubolta, lést um helgina eftir baráttu við krabbamein. Hann var 78 ára gamall.

Umfjöllun: Stjarnan á toppinn

Stjarnan stimplaði sig af krafti inn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þegar þeir mættu Grindavík í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu öruggan sigur á slökum Grindvíkingum og ljóst að Stjörnumenn ætla sér annað og meira en menn höfðu gert ráð fyrir í upphafi móts.

Houston burstaði LA Lakers

Óvæntir hlutir gerðust í úrslitakeppni NBA deildarinnar í kvöld þegar Houston vann öruggan stórsigur á LA Lakers í fjórðu viðureign liðanna í annari umferðinni.

Hannes: Vona að Óli Jó hafi verið á vellinum

Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram hélt hreinu í fyrsta leik Íslandsmótsins gegn ÍBV í kvöld. Hannes hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína undanfarið og lét Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari þau orð meðal annars falla rétt fyrir mót að hann ætlaði að fylgjast vel með Hannesi í sumar.

Eysteinn Húni: Þeir voru miklu betri

Eysteinn Húni Hauksson spilaði í vörn Grindvíkinga í kvöld þegar þeir biðu lægri hlut gegn Stjörnumönnum. Hann var vitaskuld ekki ánægður með leik síns liðs.

Umfjöllun: Framsigur í Laugardalnum

Fram sigraði ÍBV 2-0 í Laugardalnum í kvöld. Það voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson sem skoruðu mörkin fyrir Fram.

Tómas: Þessir leikmenn eru ekki að elta peninga

Hinn tvítugi Tómas Þorsteinsson, Fylkismaður og sonur sjónvarpsmannsins Þorsteins Joð Vilhjálmssonar, lék sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld. Hann átti virkilega flottan leik og gjörsamlega „snýtti" reynsluboltanum Ólafi Páli Snorrasyni.

Reynir: Áfall að fá á sig mark

„Þetta var baráttuleikur og hvorugt liðið var kannski ekki beint ofan á í þeirra baráttu. Fylkir gaf ekki mörg færi á sér og þeir fá svo ódýrt mark. Það er oft svolítið áfall að fá á sig mark. Það tók okkur tíma að ná okkur eftir það," sagði Reynir Leósson, leikmaður Vals, eftir tapið gegn Fylki í Árbænum.

Heiðar Geir: "Fínt að skora með skalla þegar maður er einn og ekkert"

"Ég var mjög svekktur með að vera ekki í byrjunarliðinu eins og sást á mér í dag. Ég ætlaði að sýna þjálfaranum að það tæki ekki langan tíma fyrir mig að setja mark mitt á leikinn og það tókst. Ég ætla mér inn í þetta lið í næsta leik," sagði Heiðar Geir Júlíusson leikmaður Fram eftir að hafa skorað aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á í 2:0 sigri á ÍBV í kvöld.

Wenger lítur á björtu hliðarnar

Arsene Wenger tókst að líta á björtu hliðarnar í viðtölum eftir 4-1 skell hans manna í Arsenal á heimavelli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Barrichello sár að tapa fyrir Button

Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu.

Inter þarf að bíða eftir titlinum

Rétt eins og Barcelona á Spáni þarf Inter á Ítalíu að bíða eitthvað lengur eftir að fagna meistaratitlinum eftir að hafa gert jafntefli í dag.

Fagnaðarlátunum frestað í Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Barcelona verða að fresta því að fagna spænska meistaratitlinum eftir að hafa þurft að sætta sig við 3-3 jafntefli á heimavelli gegng Villarreal í dag.

Edda skoraði sigurmark Örebro

Edda Garðarsdóttir var hetja Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar hún skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Pitea. Markið kom úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Ólína Viðarsdóttir var einnig í byrjunarliði sænska liðsins í leiknum. Örebro er í þriðja sæti deildarinnar.

Umfjöllun: Fylkir fékk flugstart á móti Val

Ungt lið Fylkis gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti Val, 1-0. Frekar óvænt úrslit enda er Valsmönnum spáð toppbaráttu í sumar og hefur yfir talsvert sterkari hóp að ráða en Fylkismenn.

Yao Ming úr leik hjá Houston

Kínverski risinn Yao Ming kemur ekki meira við sögu hja Houston Rockets í úrslitakeppninni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti.

"Af hverju ættum við að óttast ÍA?"

„Af hverju? Skeit Skaginn ekki á sig í fyrra? Af hverju eigum við að óttast ÍA? Bara af því þeir heita Skaginn?“ spurði Hreinn Hringsson blaðamann eftir öruggan 3-0 sigur Þórs á ÍA í Boganum á Akureyri í dag. Spurningin snertist um hvort einhverjir aðrir en Þórsarar hefðu haft trú á svona stórum sigri á ÍA í fyrstu umferðinni.

Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni

Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum.

Ferguson ánægður með Ronaldo

Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af viðbrögðum Cristiano Ronaldo þegar honum var skipt af velli í sigurleik Manchester United á Manchester City í dag.

Umfjöllun: Svart og hvítt hjá KR-ingum

KR byrjar vel í Pepsi-deildinni í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í opnunarleik mótsins í gær. KR-ingar lentu reyndar undir í fyrri hálfleik en tóku sig saman í andlitinu í þeim síðari og unnu sanngjarnan 2-1 sigur.

Enn einn sigurinn hjá Button

Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona.

Kiel bikarmeistari

Kiel varð í dag þýskur bikarmeistari í handbolta eftir öruggan sigur á Gummersbach í úrslitaleiknum, 30-24.

Líklegt að UEFA muni refsa Drogba

Líklegt er að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni refsa Didier Drogba fyrir hegðun hans eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Boltavaktin: Allir leikirnir í beinni

Pepsi-deild karla hefst í dag og verður öllum leikjum sumarsins lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins eins og undanfarin ár.

Tevez býst við að fara frá United

Carlos Tevez á von á því að hann muni fara frá Manchester United nú í sumar. Það segir hann í samtali við enska götublaðið News of the World.

City á eftir Alonso

Enskir fjölmiðlar halda því fram Manchester City ætli sér að klófesta Spánverjann Xabi Alonso hjá Liverpool í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir