Fleiri fréttir

Hearts sló granna sína út úr bikarnum

Eggert Jónsson og félagar í Hearts slógu granna sína í Hibernian í Edinborg út úr skoska bikarnum í dag með 2-0 sigri. Eggert var á sínum stað í byrjunarliðinu hjá Hearts en Hibs lék með 10 menn síðasta klukkutímann.

United tók Chelsea í kennslustund

Meistarar Manchester United sýndu á sér sparihliðarnar í kvöld þegar þeir lögðu Chelsea á sannfærandi hátt 3-0 á heimavelli sínum Old Trafford.

Mourinho kvittar ekki undir ræðu Benitez

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea og núverandi þjálfari Inter á Ítalíu, tekur ekki undir reiðilestur Rafa Benitez í fyrradag þar sem hann sagði Sir Alex Ferguson stjóra Manchester United fá sérmeðferð.

Ferdinand til sérfræðings

Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, verður sendur til sérfræðings til að láta meta bakmeiðsli sín eftir að hann treysti sér ekki til að leika gegn Chelsea í dag.

Wigan skellti Tottenham

Wigan vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Maynor Figueroa sem skoraði sigurmark Wigan í uppbótartíma og tryggði liði sínu fyrsta sigurinn á Tottenham í úrvalsdeild.

Ísland lagði Bosníu

Íslenska karlalandsliðið vann í dag sigur á Bosníu á æfingamótinu sem fram fer í Danmörku 33-31. Íslenska liðið hafði yfir í hálfleik 19-17 og hélt forskotinu til leiksloka.

Boozer verður frá í mánuð í viðbót

Framherjinn Carlos Boozer hjá Utah Jazz verður ekki með liði sínu næstu fjórar vikurnar í það minnsta eftir að hafa gengist undir uppskurð á hné.

Ogilvy með örugga forystu

Ástralinn Geoff Ogilvy hefur 6 högga forystu fyrir lokahringinn á Mercedes mótinu í golfi á Kapalua á Hawai. Ogilvy sýndi meistaratakta í gær og fór völlinn á 8 höggum undir pari.

Inter með sjö stiga forystu

Internazionale í Mílanó náði 7 stiga forystu í ítölsku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari á heimavelli.

Eiður í hópnum í kvöld

Tveir leikir voru í spænsku 1. deildinni í gærkvöldi. Sevilla vann Deportivo 3-1 á útivelli og Valencia og Villareal gerðu 3-3 jafntefli.

Ísland-Bosnía í dag

Íslendingar mæta Bosníumönnum á fjögurra landa mótinu í handbolta í Randers í Danmörku í dag.

Benzema orðaður við United

Franski sóknarmaðurinn, Karim Benzema hjá Lyon er sagður efstur á óskalista Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United.

Upphitun fyrir Man Utd-Chelsea hefst 15:30

Mikil eftirvænting ríkir meðal knattspyrnuáhugamanna fyrir leik Manchester United og Chelsea sem mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester klukkan 16 í dag.

Mourinho og Ferguson fá sér vín saman í kvöld

Jose Mourinho verður viðstaddur leik Manchester United og Chelsea á Old Trafford í dag. Á blaðamannafundi um helgina sagðist hann ætla að fá sér vínglas með Sir Alex Ferguson eftir leikinn.

B-lið Íslands í þriðja sæti

B-landslið Íslands hafnaði í þriðja sæti á æfingamótinu sem haldið var í Frakklandi eftir öruggan sigur á Tékkum í morgun 34-28 í leik um þriðja sætið.

Roy sneri aftur hjá Portland

Brandon Roy spilaði með liði sínu Portland á ný í nótt og skoraði 19 stig í sigri liðsins á Golden State. Roy hafði misst úr fjóra leiki vegna meiðsla á læri og tapaði Portland tveimur þeirra.

United yfir í hálfleik gegn Chelsea

Manchester United hefur 1-0 forystu gegn Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar flautað hefur verið til hálfleiks.

Adams vill halda Hermanni

Tony Adams knattspyrnustjóri Portsmouth hefur farið þess á leit við Hermann Hreiðarsson að hann fari ekki frá félaginu í janúar eins og til stóð.

Zola: Við þurfum ekki að selja leikmenn

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham segist bjartsýnn á að ná að halda bestu leikmönnum liðsins í janúarglugganum þrátt fyrir kreppan hafi komið illa við eigendur félagsins.

Benitez óhress með jafnteflið við Stoke

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool var að vonum frekar ósáttur við að þurfa að sætta sig við jafntefli við Stoke City í ensku úrvalsdeildinni og ná þar með ekki að setja aukna pressu á Man Utd og Chelsea.

Liverpool tókst ekki að vinna Stoke

Liverpool mátti í annað sinn á leiktíðinni sætta sig við jafntefli við Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. Stoke átti stigið skilið í dag eftir frábæra baráttu en ekki er hægt að segja að toppliðið hafi verið sérlega sannfærandi.

Mál Hermanns í biðstöðu

Framtíð Hermanns Hreiðarssonar hjá Portsmouth er enn óráðin, en ræðst væntanlega snemma í næstu viku.

Fram lagði FH

Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Fram lagði FH 28-24 í Hafnarfirði þar sem Hildur Knútsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Fram og Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5.

Eduardo er klár

Arsene Wenger segir að króatíski framherjinn Eduardo sé búinn að ná sér að fullu eftir fótbrotið hrikalega sem hann varð fyrir á síðasta ári.

Ronaldo kennir olíubletti um áreksturinn

Slúðurblöðin á Englandi hafa fylgst mjög náið með aksturslagi Cristiano Ronaldo síðan hann lenti í hörðum árekstri á nýjum Ferrari bíl sínum á dögunum.

Beckham mun fara aftur til LA

David Beckham mun standa við sitt og snúa aftur til liðs síns LA Galaxy í Bandaríkjunum þann 9. mars þegar lánssamningi hans við AC Milan lýkur.

Barkley var ekki fullur við stýrið

Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum körfuboltastjarnan Charles Barkley hefur verið settur í tímabundið leyfi hjá TNT sjónvarpsstöðinni þrátt fyrir að hafa sloppið við ölvunarakstursákæru á dögunum.

Memphis samdi við Miles á ný

Forráðamenn Memphis Grizzlies létu sér fátt finnast um hótanir Portland og gerðu aftur 10 daga samning við framherjann Darius Miles í dag.

Naumt tap fyrir Dönum

Íslenska handboltalandsliðið tapaði naumlega 30-29 fyrir Dönum í æfingaleik á fjögurra liða móti þar í landi í dag. Danir höfðu yfir 14-12 í hálfleik og náðu góðri forystu í þeim síðari þangað til íslenska liðið náði að laga stöðuna í lokin.

Norðmenn hrifnir af breska Drillo

Roy Hodgson knattspyrnustjóri Fulham gaf það út í dag að hann hefði ekki áhuga á að taka við norska landsliðinu í knattspyrnu, en hann hefur verið einn þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem eftirmenn Age Hareide.

Aston Villa lagði West Brom

Aston Villa þurfti að taka á öllu sínu í dag til að leggja botnlið West Brom 2-1 í grannaslag í miðlöndum.

Leik Fulham og Blackburn frestað

Leik Fulham og Blackburn sem hefjast átti klukkan 15 hefur verið frestað vegna frosthörku á Craven Cottage. Áður hafði leik Portsmouth og Manchester City hefur einnig verið frestað.

Ogilvy fyrstur á Benz-mótinu

Ástralinn Geoff Ogilvy hefur eins höggs forystu á Benz-mótinu í golfi á Hawai þegar keppni er hálfnuð.

Owen búinn að lofa sér til City?

Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Michael Owen leikmaður Newcastle United hafi gert heiðursmannasamkomulag við Manchester City um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Hermann orðaður við Celtic

Daily Mail greinir frá því í dag að Hermann Hreiðarsson verði á næstunni seldur frá Portsmouth til Glasgow Celtic á 500 þúsund pund eða 95 milljónir króna.

Furða sig á vinnubrögðum

Sú ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að hefja nýja rannsókn á knattspyrnufélaginu West Ham United kemur til með að hræða hugsanlega kaupendur frá félaginu.

Leik Portsmouth og City frestað

Leik Portsmouth og Manchester City sem fara átti fram í dag klukkan 15 í dag hefur verið frestað vegna þess að grasið á Fratton Park er frosið. Mikill kuldi er á suðurströnd Englands í dag og ákveðið var að fresta leiknum eftir skoðun í morgun. Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn verður spilaður.

LeBron James sá um Boston

LeBron James fór á kostum í nótt þegar lið hans Cleveland festi sig í sessi sem topplið Austurdeildarinnar með því að leggja Boston á sannfærandi hátt 98-83 á heimavelli.

Danir hafa yfir í hálfleik

Nú hefur verið flautað til hálfleiks í viðureign Dana og Íslendinga á æfingamótinu sem fram fer í Danmörku. Danir hafa yfir 14-12 og hefur leikurinn verið hnífjafn frá fyrstu mínútu eins og oftar en ekki í viðureignum liðanna undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir