Handbolti

Fram lagði FH

Marthe Sördal skoraði 4 mörk fyrir Fram í dag
Marthe Sördal skoraði 4 mörk fyrir Fram í dag Mynd/Stefán

Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Fram lagði FH 28-24 í Hafnarfirði þar sem Hildur Knútsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Fram og Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5.

Hafdís Hinriksdóttir skoraði 7 mörk fyrir FH-liðið og Guðrún Tryggvadóttir 5.

Grótta lagði Fylki 25-22 og Stjarnan burstaði HK 34-23.

Haukar eru sem fyrr á toppnum með 22 stig úr 12 leikjum en Stjarnan er í öðru sæti með 18 stig og á tvo leiki til góða.. Valur er í þriðja sæti með 14 stig og FH og Fram hafa 10 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×