Körfubolti

Boozer verður frá í mánuð í viðbót

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Carlos Boozer hjá Utah Jazz verður ekki með liði sínu næstu fjórar vikurnar í það minnsta eftir að hafa gengist undir uppskurð á hné.

Boozer hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðan 19. nóvember þegar hann meiddist í leik gegn Milwaukee. Hann hefur þegar misst af 25 leikjum með liði sínu.

Hinn ungi Paul Millsap hefur staðið sig eins og hetja í fjarveru stjörnuleikmannsins og í nótt endaði nítján leikja hrina hans með tvöfalda tvennu - þar sem hann skorar meira en 10 stig og hirðir meira en 10 fráköst.

Það kom reyndar aðeins til vegna þess að Utah vann auðveldan sigur á Detroit og fyrir vikið spilaði Millsap aðeins 22 mínútur í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×