Fótbolti

Norðmenn hrifnir af breska Drillo

NordicPhotos/GettyImages

Roy Hodgson knattspyrnustjóri Fulham gaf það út í dag að hann hefði ekki áhuga á að taka við norska landsliðinu í knattspyrnu, en hann hefur verið einn þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem eftirmenn Age Hareide.

Lawrie Sanchez, fyrrum landsliðsþjálfari Norður-Íra og Fulham, gaf það út í gær að hann hefði áhuga á starfinu og ef marka má lauslega könnun á Nettavisen í Noregi virðast lesendur blaðsins hrifnir af að fá hann til að taka við lánlausu landsliðinu sem leikur í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni HM.

Þannig vilja 20% þeirra sem tóku þátt í könnuninni fá Sanchez sem næsta landsliðsþjálfara af þeim 14 mönnum sem nefndir voru til sögunnar.

Næstur kemur Svíinn Jan Jönsson þjálfari Stabæk með 11% atkvæða en aðrir menn líkt og Henning Berg, Egill Drillo Olsen og Ole Gunnar Solskjær fá ekki meira en 6% atkvæði kjósenda.

Sanchez er kallaður hinn breski Drillo á Nettavisen, en skemmst er að minnast þess frábæra árangurs sem hann náði með lið Norður-Íra í síðustu undankeppni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×