Fleiri fréttir

Val og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum

Í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í Landsbankadeildum var Valsmönnum spáð Íslandsmeistaratitli karla en KR í flokki kvenna.

Tippað á Íslandsmeistara

Íslenskar getraunir bjóða tippurum upp á þá skemmtilegu nýung í sumar að hægt verður að tippa á hvaða lið verður Íslandsmeistari í knattspyrnu. Getraunir hafa reiknað út stuðla á öll liðin í Landsbankadeildinni sem byggðir eru líkindareikningi.

Keisarinn vill fá Gattuso til Bayern

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, segist ólmur vilja fá ítalska miðjumanninn Gennaro Gattuso í raðir liðsins á næstu leiktíð.

Eiður ekki í framtíðarplönum Guardiola?

Fjölmiðlar í Katalóníu eru þegar farnir að horfa til næstu leiktíðar og fullyrt er að Josep Guardiola muni taka við starfi Frank Rikjaard sem þjálfari Barcelona á næstu leiktíð.

Skrímsli og óeirðir falli í skuggann af EM

Nú er aðeins mánuður í að EM í knattspyrnu hefjist í Austurríki og Sviss. Mótshaldarar áttu von á að verða í sviðsljósinu á mánuðunum fram að móti, en löndin tvö hafa þó komist í fréttir fyrir miður fallega hluti að undanförnu.

Campbell fer frá Portsmouth í sumar

Talsmaður Portsmouth hefur staðfest að bikarúrslitaleikurinn á Wembley þann 17. maí næstkomandi verði síðasti leikur varnarmannsins Sol Campbell fyrir félagið.

Carlisle ráðinn til Dallas fyrir helgi?

Miklar líkur eru taldar á því að Dallas Mavericks muni ganga frá ráðningu á þjálfaranum Rick Carlisle fyrir helgina. Hann hefur þegar átt fund með forráðamönnum Mavericks og er annar fundur bókaður fyrir helgi.

Wenger gagnrýnir Calderon harðlega

Arsene Wenger vandar forseta Real Madrid ekki kveðjurnar í breska blaðinu Sun í dag og segir yfirlýsingar hans um áhuga á leikmönnum annara liða í fjölmiðlum til skammar.

Grant myndi feginn stíga úr sviðsljósinu

Richard Hughes, góður vinur Avram Grant frá tíð hans hjá Portsmouth, segir að Chelsea-stjórinn hafi ekkert á móti því að stíga af stóli sem knattspyrnustjóri í sumar.

Ísland upp um eitt sæti á lista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hækkaði um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið er í 85. sæti listans en staða efstu liða breyttist ekki. Argentínumenn sitja enn á toppnum, skömmu á undan grönnum sínum Brasilíumönnum.

Hefur hug á að spila á Íslandi í sumar

Hörður Sveinsson, leikmaður danska 1. deildarliðsins Silkeborg, segist vel geta hugsað sér að spila hér heima á Íslandi í sumar ef hann fengi freistandi tilboð.

Jón Arnar og Hreggviður framlengja við ÍR

Þjálfarinn Jón Arnar Ingvarsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild ÍR og mun því stýra liðinu næsta vetur. Þá hefur Hreggviður Magnússon gert nýjan tveggja ára samning við félagið.

City er í sambandi við Scolari

Forráðamenn Manchester City eru þegar búnir að setja sig í samband við Luiz Felipe Scolari og hafa boðið honum að taka við sem knattspyrnustjóri félagsins í sumar. Þetta kemur fram á vef BBC í morgun.

Bryant verðmætasti leikmaðurinn

Kobe Bryant, stórstjarna LA Lakers, var í gær formlega útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni. Hann fór fyrir liði sínu sem náði besta árangrinum í Vesturdeildinni.

Boston vann nauman sigur á Cleveland í fyrsta leik

Deildarmeistarar Boston Celtics unnu í nótt nauman 76-72 sigur á Cleveland í fyrsta leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Harður varnarleikur og barátta einkenndi leikinn og voru flestar stórstjörnunar langt frá sínu besta í sóknarleiknum.

Joaquin til Everton?

Joaquin gæti farið til Everton í sumar. Þessi vængmaður Valencia vill yfirgefa spænska liðið eftir tímabil vonbrigða og David Moyes vill fá hann. Joaquin er einnig á óskalista ítalska liðsins Roma.

Ian Wright gerir upp tímabilið

Breska blaðið The Sun fékk markahrókinn fyrrverandi Ian Wright til að gera upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Lokaumferðin verður leikin um næstu helgi. Hér að neðan má sjá val Ian Wright í hinum ýmsu flokkum.

Byrjunarlið kvennalandsliðsins

Íslenska kvennlandsliðið leikur seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi á morgun kl. 15:30 og verður leikið í Lahti á leikvelli sem notaður verður í úrslitakeppni EM 2009.

Þrettán mörk í fjórum leikjum

Þrettán mörk voru skoruð í þeim fjórum leikjum sem fram fóru í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Schalke komst upp í annað sæti deildarinnar með 3-0 útisigri gegn Bochum.

Hefur engan áhuga á gjaldkeranum

„Ef maður fer í þetta þá fer maður af fullum krafti. Það er alveg ákveðið," sagði Hlynur Sigmarsson í viðtali við Stöð 2 í kvöld. Mjög líklegt er að Hlynur muni bjóða sig fram sem næsti formaður HSÍ.

Guardiola líklegastur til að taka við Barcelona

Josep Guardiola, fyrrum fyrirliði Barcelona, er talinn líklegastur til að taka við sem þjálfari liðsins í sumar. Reiknað er með að Frank Rijkaard muni taka pokann sinn eftir tímabilið.

KR í appelsínugult

KR kynnti í dag nýjan varabúning félagsins sem það mun nota í Landsbankadeildinni í sumar. Nýr varabúningur félagsins er framleiddur af Nike en hann er appelsínugulur.

Wade æfir með einkaþjálfara Jordan

Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat vinnur nú hörðum höndum að því að ná fyrri styrk eftir erfið meiðsli undanfarin tvö ár.

Scolari orðaður við City á ný

Orðrómur þess efnis að Luiz Felipe Scolari muni taka við Sven-Göran Eriksson sem stjóri Manchester City í sumar er nú kominn á flug á ný. Fréttamiðlar í Portúgal segja að Scolari muni taka við City eftir að hann lýkur verkefni sínu með landslið Portúgal á EM í sumar.

Englendingar ætla í undanúrslit

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út áætlanir sínar með landsliðið á HM 2010 og EM 2012 og ætlar Fabio Capello að koma liðinu í það minnsta í undanúrslit á öðru hvoru mótinu.

Lehmann sendi frá sér kveðjuyfirlýsingu

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur verið iðinn við að gefa út umdeildar yfirlýsingar í tíð sinni hjá félaginu. Hann lék sinn síðasta leik á Emirates um helgina og sendi stjóra sínum litla pillu af því tilefni í viðtali við Daily Star í dag.

Antonio Valencia er leikmaður 37. umferðar

Vængmaðurinn Antonio Valencia sló í gegn um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Wigan í óvæntum 2-0 útisigri liðsins á Aston Villa. Sigurinn þýddi að sæti Wigan í úrvalsdeildinni er tryggt, þrátt fyrir að það hefði aðeins fengið 9 stig í fyrstu 16 umferðunum.

Keegan tekur til í herbúðum Newcastle

Kevin Keegan hefur ákveðið að láta þrjá af leikmönnum Newcastle fara í sumar. Þetta eru þeir Peter Ramage, James Troisi og Stephen Carr. Þeir eru allir samningslausir í sumar.

Mourinho fékk risatilboð í fyrra

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, segist sjá eftir því að hafa ekki gengið að góðu tilboði frá evrópsku toppliði sem hann fékk í lok síðustu leiktíðar. Mourinho hætti hjá Chelsea í september í fyrra og hefur verið atvinnulaus síðan.

Super Aguri dregur sig úr keppni

Lið Super Aguri hefur dregið sig úr keppni í Formúlu 1 vegna fjárhagsörðugleika. Japanska liðið verður því ekki með í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi.

10 bestu kaupin á Englandi

Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu leikmannakaupin í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þar er Fernando Torres hjá Liverpool í toppsætinu.

Vill að Fabregas fari fram á sölu

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segist ekki vilja valda vandræðum í herbúðum annara félaga og hefur því komið þeim skilaboðum til Cesc Fabregas hjá Arsenal að hann fari fram á sölu svo hann geti farið til Real.

Nani biðst afsökunar

Vængmaðurinn Nani hjá Manchester United hefur beðist afsökunar á því að hafa skallað West Ham manninn Lucas Neill í leik liðanna á laugardaginn, en Nani var vikið af leikvelli fyrir uppátækið.

Ekki erfitt að lokka Flamini frá Arsenal

Ariedo Braida, yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan, segir að það hafi hreint ekki verið erfitt að lokka Mathieu Flamini frá Arsenal. Hann á þó ekki von á að geta gert það sama við Didier Drogba hjá Chelsea.

NBA: Meistararnir 2-0 undir gegn New Orleans

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio.

Adam Scott í þriðja sætið

Það voru ekki miklar breytingar á nýjum heimslista í golfi sem kynntur var á mánudag. Ástralinn Adam Scott komst þó uppfyrir Suður-Afríkumanninn Ernie Els í þriðja sætinu.

Sigmundur missir af fyrstu leikjum Þróttar

Sigmundur Kristjánsson mun missa af byrjun Íslandsmótsins vegna meiðsla á hné. Fótbolti.net greinir frá þessu. Sigmundur gekk til liðs við Þrótt, uppeldisfélag sitt, frá KR í vetur.

Inter þarf að sýna hugrekki

Eftir að hafa tapað í grannaslagnum gegn AC Milan hefur Massimo Moratti, forseti Ítalíumeistara Inter, biðlað til leikmanna sinna að sýna hugrekki svo liðið tryggi sér ítalska meistaratitilinn.

Keegan fær nóg til að eyða

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur fengið loforð frá stjórn félagsins um að hann fái nægt fé til leikmannakaupa til að geta lokkað stórstjörnur til félagsins.

Viktor spilar ekki með Þrótti í sumar

Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason mun ekki geta leikið með Þrótti í Landsbankadeildinni í sumar. Þessi efnilegi leikmaður er með brotinn hryggjarlið í baki en þetta kom fram á vefsíðunni Fótbolti.net.

Terry hefur trú á Wigan

John Terry, varnarmaður Chelsea, segist bjartsýnn á að Wigan geti tekið stig af Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Fimmta jafntefli GAIS

GAIS gerði í kvöld markalaust jafntefli við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Eyjólfur Héðinsson og Jóhann B. Guðmundsson komu báðir inn sem varamenn í liði GAIS.

Tvöfalt hjá kvennaliði Arsenal

Kvennalið Arsenal vann FA bikarinn í dag með fyrirhafnarlitlum 4-1 sigri gegn kvennaliði Leeds. Arsenal er algjört yfirburðarlið í ensku kvennafótbolta og vann einnig Englandsmeistaratitilinn.

Sjá næstu 50 fréttir