Íslenski boltinn

KR í appelsínugult

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pétur Marteinsson og Skúli Jón Friðgeirsson í nýjum varabúningi KR.
Pétur Marteinsson og Skúli Jón Friðgeirsson í nýjum varabúningi KR. Mynd/kr.is

KR kynnti í dag nýjan varabúning félagsins sem það mun nota í Landsbankadeildinni í sumar. Nýr varabúningur félagsins er framleiddur af Nike en hann er appelsínugulur.

Varabúningar félagsins í fyrra voru svartir eða hvítir en samkvæmt reglum KSÍ má nú ekki nota aðalliti félagsins í varabúningnum.

Fyrsti leikur KR í Landsbankadeildinni verður á heimavelli gegn Grindavík á sunnudag en fyrsti leikur liðsins í appelsínugula búningnum verður líklega gegn FH í 4. umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×