Fleiri fréttir

Mellberg táraðist í kveðjuleiknum

Sænski varnarjaxlinn Olof Mellberg spilaði um helgina sinn síðasta leik á Villa Park þegar lið hans Aston Villa tapaði fyrir Wigan. Mellberg er á leið til Juventus í sumar, en hann var hylltur af stuðningsmönnum Villa eftir leikinn.

Aðgöngumiðar í stað vegabréfa

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir fólki sem er með miða á úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í kring um úrslitaleikinn í Moskvu þann 21. maí. Þetta er einsdæmi að sögn talsmanns skipuleggjenda viðburðarins.

Okkur vantaði 1,5 milljarð til að klára þetta

"Það var gaman að sjá að þetta gekk upp hjá þeim," sagði Gunnar Þór Gíslason, fyrrum stjórnarformaður Stoke City þegar Vísir náði tali af honum í dag. Gunnar fór fyrir Stoke City Holdings sem seldi félagið árið 2006 eftir nokkurrra ára baráttu við að koma liðinu í hóp þeirra bestu.

Jón og Pálína best hjá Keflavík

Jón Norðdal Hafsteinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru um helgina útnefnd bestu leikmenn vetrarins á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki.

D´Antoni í viðræðum við New York og Chicago

Nú þykir líklegt að Mike D´Antoni þjálfari Phoenix muni hætta hjá félaginu í sumar. Útvarpsstöð í Phoenix greindi frá því í gærkvöld að þjálfarinn hefði fengið leyfi frá stjórn félagsins um að ræða við Chicago og New York, en þessi félög eru bæði þjálfaralaus.

38 milljóna bónus bíður leikmanna United

Breska blaðið Daily Mail fullyrðir að hver leikmaður Manchester United muni fá 38 milljónir króna í bónus ef liðinu tekst að vinna sigur í bæði ensku deildinni og Evrópukeppninni í vor.

Roy Keane er samur við sig

Roy Keane, stjóri Sunderland, hefur tekið fyrir það að leikmenn hans haldi á einn eða annan hátt upp á að hafa haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni eftir lokaleikinn gegn Arsenal á heimavelli um næstu helgi.

Nolan: Leyfið Diouf að fara

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, hvetur stjórn félagsins til að leyfa sóknarmanninum El-Hadji Diouf að fara frá félaginu í sumar. Senegalinn hefur farið fram á að verða seldur frá Bolton óháð því hvort liðið fellur úr úrvalsdeildinni eður ei.

CSKA Moskva Evrópumeistari

Lið CSKA frá Moskvu varð í gær Evrópumeistari félagsliða í sjötta sinn þegar liðið lagði Maccabi Tel Aviv 91-77 í úrslitaleik keppninnar. Trajan Langdon var stigahæstur hjá rússneska liðinu með 21 stig og var valinn maður helgarinnar.

New Orleans - San Antonio í beinni í nótt

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og verður annar leikur New Orleans og San Antonio sýndur beint á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu. Leikurinn hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti. Þá mætast Detroit og Orlando öðru sinni í nótt.

Eriksson: Takk fyrir mig

Sven-Göran Eriksson hefur þakkað stuðningsmönnum Manchester City fyrir stuðninginn á leiktíðinni en viðurkennir að það verði ef til vill ekki nóg til að hann haldi starfi sínu áfram.

Blackburn semur við þrjá leikmenn

Þremenningarnir Matt Derbyshire, Stephen Warnock og Martin Olsson hafa allir framlengt samninga sína við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn til ársins 2012.

Gazza aftur á sjúkrahús

Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne hefur enn á ný verið fluttur á spítala í Lundúnum eftir að kalla þurfti til lögreglu vegna hegðunar hans á hóteli í vesturhluta borgarinnar.

Flamini farinn til Ítalíu

Franski miðjumaðurinn Mathieu Flamini flaug í gærkvöldi til Ítalíu en hann mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá AC Milan.

Valur meistari meistaranna

Pálmi Rafn Pálmason skoraði tvívegis er Íslandsmeistarar Vals unnu 2-1 sigur á bikarmeisturum FH í árlegri Meistarakeppni KSÍ.

Pálmi Rafn: Gerist ekki betra

Pálmi Rafn Pálmason var hetja Valsmanna í kvöld er hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á FH í Meistarakeppni KSÍ.

Willum: Fínn bragur á liðinu

Willum Þór Þórsson var vitanlega kampakátur með vortitlana tvo sem liðið hefur nú tryggt sér á síðustu dögum.

Heimir: Vorum óskynsamir í seinni hálfleik

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði eftir leikinn gegn Val í kvöld að sínir menn hefðu spilað leikinn upp í hendurnar á Valsmönnum í seinni hálfleik.

Real Madrid Spánarmeistari

Real Madrid varð í kvöld Spánarmeistari í knattspyrnu eftir 2-1 dramatískan sigur á Osasuna á útivelli.

Boston valtaði yfir Atlanta

Deildarmeistarar Boston Celtics urðu nú í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA þegar liðið rótburstaði Atlanta 99-65 í sjöunda leik liðanna í Boston.

Kiel í sterkri stöðu

Kiel vann í dag sigur á Ciudad Real, 29-27, í fyrri viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Birkir tryggði Bodö/Glimt sigur

Birkir Bjarnason skoraði sigurmark Bodö/Glimt sem vann 2-1 útisigur á Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Bayern þýskur meistari

Bayern München varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Wolfsburg á útivelli í dag.

Torres tryggði Liverpool sigurinn

Liverpool vann 1-0 sigur á Manchester City í síðari viðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fernando Torres skoraði sigurmark Liverpool.

De Graafschap áfram

Hollenska úrvalsdeildarliðið De Graafschap komst í dag áfram í lokaumferð umspilskeppninnar um tvö laus sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Mikilvægur sigur hjá Reggina

Reggina lyfti sér úr fallsvæði ítölsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Catania sem á einnig í mikilli fallbaráttu. Þá vann AC Milan 2-1 sigur á Inter í borgarslagnum í Mílanó.

Markalaust í Íslendingaslagnum

GIF Sundsvall og Djurgården gerðu markalaust jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í dag en Kalmar styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar.

FCK í ágætri stöðu

Þýska liðið Nordhorn og FC Kaupmannahöfn frá Danmörku léku fyrri leik sinn í úrslitum EHF-bikarkeppninnar í dag. Nordhorn lék á heimavelli í dag og vann fjögurra marka sigur, 31-27.

Finnar jöfnuðu í lokin

Ísland og Finnland gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik í knattspyrnu í Espoo í dag.

WBA og Stoke upp

West Bromwich Albion og gamla Íslendingaliðið Stoke City tryggðu sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal vann Everton

Arsenal vann 1-0 sigur á Everton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Everton mistókst þar með að gulltryggja sér fimmta sæti deildairnnar.

Sanchez kærði Fulham

Lawrie Sanchez, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham, hefur kært félagið fyrir að standa ekki við greiðslur eftir að hann var rekinn frá félaginu.

McLeish nýtur stuðnings hjá Birmingham

David Gold, stjórnarformaður Birmingham, segir að Alex McLeish njóti stuðnings stjórnarinnar þó svo að liðið falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Beckham skoraði tvö fyrir LA Galaxy

David Beckham skoraði tvö mörk á fjórum mínútum fyrir LA Galaxy gegn Real Salt Lake í MLS-deildinni í nótt. Galaxy var 2-0 undir en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

NBA: New Orlenas vann San Antonio

Fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni fóru fram í gær. New Orleans vann San Antonio og Detroit vann Orlando.

Stjarnan Íslandsmeistari

Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í handbolta eftir sigur á Val í lokaumferð N1-deildar kvenna, 26-20.

Markalaust hjá Tromsö og Brann

Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinn í knattspyrnu í dag. Tromsö og Brann gerðu markalaust jafntefli.

Bolton nánast öruggt

Bolton vann í dag gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Sunderland í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Kári og félagar töpuðu

Kári Árnason lék allan leikinn fyrir AGF þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Elfsborg í annað sætið

Elfsborg lagði í dag Helsingborg í eina leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1-0.

Sjá næstu 50 fréttir