Íslenski boltinn

Viktor spilar ekki með Þrótti í sumar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Viktor lék með Breiðabliki áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading.
Viktor lék með Breiðabliki áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading.

Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason mun ekki geta leikið með Þrótti í Landsbankadeildinni í sumar. Þessi efnilegi leikmaður er með brotinn hryggjarlið í baki en þetta kom fram á vefsíðunni Fótbolti.net.

Viktor er á mála hjá enska liðinu Reading en átti að vera lánaður til Þróttara. Hann mun snúa aftur til Englands í júlí og hefja nýtt tímabil með Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×