Fleiri fréttir

Gísli til Nordsjælland

Handknattleiksmaðurinn Gísli Kristjánsson sem leikið hefur síðastliðin fimm ár í Danmörku með FCK, Frederica og Ajax Heroes hefur gengið til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Nordsjælland Håndbold.

Edelman hættur hjá Arsenal

Keith Edelman hefur óvænt sagt sig úr stjórn Arsenal. Hann segist vilja takast á við nýjar áskoranir. Edelman var yfirmaður framkvæmda- og markaðsmála hjá Arsenal en hann hefur verið hjá félaginu í átta ára.

Ólöf tveimur yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir lauk leik fyrir stuttu á fyrsta hring á Opna skoska mótinu á Carrick vellinum í Loch Lomond í Skotlandi á tveimur höggum yfir pari sem er góður árangur.

Coppell refsar tveimur leikmönnum

Reading hefur sett Emerse Fae og Ibrahima Sonko í tveggja vikna bann fyrir brot á agareglum félagsins. Þeir neituðu að spila varaliðsleik á mánudaginn.

Valur Lengjubikarmeistari

Valur vann Fram 4-1 í úrslitum Lengjubikarsins í Kórnum í kvöld. Valsmenn voru mun betri í leiknum og vel að sigrinum komnir.

Manchester United verðmætasta félag heims

Manchester United er verðmætasta fótboltafélag í heimi samkvæmt lista Forber tímaritsins. United var í öðru sæti á samskonar lista sem Deloitte opinberaði í febrúar en er nú fyrir ofan Real Madrid.

Cleveland 3-2 yfir gegn Washington

Tveir leikir voru í úrslitakeppni NBA í nótt. Boston vann Atlanta á heimavelli sínum og komst í 3-2 í rimmunni. Boston þarf nú einn sigur í viðbót til að komast áfram. Washington vann Cleveland naumlega á útivelli og minnkaði muninn en Cleveland leiðir einvígið 3-2.

Dramatík á Stamford Bridge - Chelsea í úrslit

Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu.

Ciudad Real Spánarmeistari

Ciudad Real tryggði sér í kvöld Spánarmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð með sigri á erkifjendum sínum í Barcelona 29-25. Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Ciudad í leiknum og var markahæstur í liði heimamanna. Þetta var næst síðasta umferðin í deildinni.

Tilfinningaþrungin stund fyrir Grant og Lampard

Avram Grant, stjóri Chelsea, lét tilfinningum sínum lausan tauminn í kvöld þegar hann náði að gera nokkuð sem Jose Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Benitez: Torres fór af velli vegna meiðsla

Rafa Benitez stjóri Liverpool var að vonum súr með tapið gegn Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir sína menn ekki hafa verið langt frá takmarki sínu.

Drogba skaut á Benitez

Didier Drogba gat ekki stillt sig um að skjóta einu skoti enn á Rafa Benitez eftir að Chelsea sló Liverpool út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Benitez vill að leikmönnum United verði refsað

Rafa Benitez vill að aganefnd enska knattspyrnusambandsins taki hart á leikmönnum Manchester United sem lentu í handalögmálum við vallarverði Chelsea eftir leik liðanna um síðustu helgi.

Avery Johnson rekinn frá Dallas

Avery Johnson var í kvöld rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni, strax daginn eftir að liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar - annað árið í röð.

Byrjunarliðin á Stamford Bridge

Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea og Liverpool fyrir síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn er á Stamford Bridge í Lundúnum og er sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18:45. John Arne Rise er í byrjunarliði Liverpool og Frank Lampard kemur inn í byrjunarlið Chelsea á ný.

Rooney klár gegn West Ham

Framherjinn Wayne Rooney verður í leikmannahópi Manchester United á laugardaginn þegar það mætir West Ham í mikilvægum leik í titilslagnum í ensku úrvalsdeildinni.

Atlanta-Boston beint á Sport á föstudagskvöldið

Sjötti leikur Atlanta Hawks og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti á föstudagskvöldið. Fimmti leikur liðanna er á dagskrá í kvöld klukkan 0:30 og er sýndur beint á NBA TV rásinni.

Eriksson fer með City til Asíu

Sven-Göran Eriksson fer með liði Manchester City til Asíu í næsta mánuði að sögn Panthongtae Shinawatra, sonar eigandans Thaksin.

Hans Mathiesen farinn frá Fram

Danski miðvallarleikmaðurinn Hans Mathiesen hefur verið leystur undan samningi hjá Fram en hann lék fyrst með liðinu árið 2005.

Ingvar samdi til 2011

Ingvar Árnason hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Vals til ársins 2011 en hann hefur leikið með Val allan sinn feril.

Bilic framlengir við Króatíu

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, mun framlengja samning sinn við króatíska knattspyrnusambandið eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá sambandinu.

AZ vill fá borgað frá Alves

Hollenska úrvalsdeildarliðið AZ Alkmaar vill fá greiðslu upp á 5,9 milljónir punda frá Afonso Alves, leikmanni Middlesbrough.

Róbert tekur við Víkingi

Róbert Sighvatsson mun taka við þjálfun Víkings af Reyni Þór Reynissyni á næstu dögum en liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla á dögunum.

Pétur tekur við Grindavík

Pétur Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta og tekur hann við starfinu af Igor Beljanski.

NBA í nótt: Phoenix og Dallas úr leik

Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt.

Framlenging á Brúnni

Leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge er kominn í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir 90 mínútur. Didier Drogba kom Chelsea yfir á 33. mínútu eftir frábæran fyrri hálfleik hjá Chelsea, en gestirnir voru miklu frískari í þeim síðari og það var Fernando Torres sem jafnaði leikinn.

Chelsea er yfir í hálfleik

Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Liverpool þegar flautað hefur verið til leikhlés í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Didier Drogba sem skoraði mark Chelsea á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou.

Manchester United í úrslit

Það er ljóst að það verða tvö ensk lið sem leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með 1-0 sigri á Barcelona í fjörugum leik á Old Trafford.

Ferdinand: Scholes er ótrúlegur

Rio Ferdinand, fyrirliði Manchester United, segir að agaður leikur og augnablik af snilld frá Paul Scholes hafi gert gæfumuninn í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Ísland lagði Ísrael

Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu vann annan leik sinn í röð í milliriðlinum fyrir EM í Noregi í dag þegar það lagði Ísraelsmenn 1-0. Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði mark íslenska liðsins.

Eiður á bekknum á Old Trafford

Síðari leikur Manchester United og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hefst nú klukkan 18:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. United verður án tveggja lykilmanna í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum hjá Barcelona.

Hefðum unnið bikarinn undir stjórn Jol

Franski varnarmaðurinn Younes Kaboul virðist ekki hafa miklar mætur á þjálfara sínum Juande Ramos hjá Tottenham ef marka má ummæli hans í dag.

Klæðskiptingar kúguðu Ronaldo

Framherjinn Ronaldo hjá AC Milan komst í fréttirnar á röngum forsendum í dag. Hann sat yfirheyrslu hjá lögreglu eftir slæm viðskipti við þrjá klæðskiptinga á hóteli í Rio í heimalandi sínu.

Sven vill lítið tjá sig um stöðu sína

Sven-Göran Eriksson vill ekkert gefa upp um stöðu sína hjá Manchester City í ljósi frétta dagsins, þar sem breska ríkissjónvarpið fullyrti að hann yrði rekinn í sumar.

Þorleifur framlengir við Grindavík

Þorleifur Ólafsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Grindavíkur næstu tvö árin. Mikið hefur verið að gera í leikmannamálum í Grindavík undanfarna daga og í gær tilkynnti félagið að það hefði fengið miðherjann Morten Szmiedowicz til liðs við sig á ný, en hann lék með félaginu veturinn 2004-05.

Byron Scott kjörinn þjálfari ársins í NBA

Byron Scott hjá New Orleans Hornets hefur verið kjörinn þjálfari ársins í NBA deildinni. Undir stjórn Scott náði Hornets besta árangri í sögu félagsins í vetur og vann einnig riðil sinn í fyrsta skipti í sögunni.

Ármann Smári allur að koma til

Ármann Smári Björnsson hefur ekkert getað spilað með liði sínu, Brann í Noregi, í upphafi móts þar sem hann er óðum að jafna sig eftir að hafa gengist undir aðgerð fyrr í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir