Fleiri fréttir

Bröndby í úrslitin

Bröndby tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar þegar liðið vann 2-0 sigur á Midtjylland í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum. Stefán Gíslason var að venju í liði Bröndby í kvöld og mætir liðið Esbjerg í úrslitum keppninnar.

Jafnt í Mýrinni

Stjarnan og Haukar gerðu í kvöld jafntefli 28-28 í N1 deild karla í handbolta. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Haukar hafa þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitlinn en Stjörnumenn eru í fimmta sæti deildarinnar.

Valur skellti toppliðinu

Kvennalið Vals er ekki á því að detta úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og vann í kvöld öruggan útisigur á toppliði Fram 22-16 í Framhúsinu.

Baráttusigur hjá Chelsea

Chelsea minnkaði forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í tvö stig í kvöld þegar það lagði Everton 1-0 á útivelli. Það var Michael Essien sem skoraði sigurmarkið á 41. mínútu.

Messi vill halda Ronaldinho

Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona segist helst vilja halda félaga sínum Ronaldinho í herbúðum Barcelona áfram, en Brasilíumaðurinn er nú orðaður við AC Milan á Ítalíu.

Ólöf á þremur yfir pari á Spáni

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lék fyrsta hringinn á opna spænska meistaramótinu í golfi á 75 höggum í dag eða þremur yfir pari. Ólöf er hér að taka þátt í sínu fyrsta móti í nokkurn tíma, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

KR-ingar óhressir með Skagamenn

KR-ingar eru óánægðir með vinnubrögð Skagamanna sem vilja fá markvörðinn Kristján Finnbogason lánaðan í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hvern vantar í hóp tíu bestu?

Á morgun verður uppljóstrað hér á Vísi hver er tíundi og síðasti knattspyrnumaðurinn sem á heima í hópi tíu bestu leikmanna landsins frá upphafi.

Zlatan heim til Svíþjóðar

Zlatan Ibrahimovic fer á morgun heim til Svíþjóðar þar sem hann mun freista þess að ná sér góðum af hnémeiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Tímabilið er sennilega búið hjá honum.

Bjarni frá í 6-9 mánuði

Bjarni Þór Viðarsson er að öllum líkindum með slitið krossband í hné og verður af þeim sökum frá í allt að 6-9 mánuði.

Sävehof gaf eftir

Sävehof, lið Hreiðars Guðmundssonar, tapaði í gær fyrir Ystad í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Abidal vill ekki spila

Eric Abidal hefur beðið Frank Rijkaard, stjóra Barcelona, að kippa sér út úr byrjunarliðinu vegna þess að hann er óánægður með eigin frammistöðu.

Hicks vill bjóða Benitez framlengingu

Tom Hicks, annar eiganda Liverpool, segir í samtali við fréttastofu Sky að hann vilji bjóða Rafael Benitez knattspyrnustjóra eins árs framlengingu á samningi hans ef Hicks tekst að kaupa George Gillett út úr félaginu.

Kristinn stóðst prófið í Sviss

Kristinn Jakobsson stóðst öll þau próf sem lögð voru fyrir hann í æfingabúðum dómaranna sem koma til með að starfa við Evrópumeistaramótið í Austurríki og Sviss í sumar.

Haraldur Freyr ósáttur hjá Álasundi

Haraldur Freyr Guðmundsson segir í viðtali við Aftenposten í dag að hann hafi verið mjög ósáttur við að hann missti sæti sitt í byrjunarliði Álasunds.

Parry ætlar ekki að segja af sér

Rick Parry, framkvæmdarstjóri Liverpool, ætlar ekki að segja starfi sínu lausu eins og annar eiganda félagsins, Tom Hicks, hefur farið opinberlega fram á.

Derby bætir í leikmannahópinn

Derby hefur samið við Ástralann Ruben Zadkovich til næstu tveggja ára en hann verður reyndar ekki gjaldgengur með liðinu fyrr en á næsta tímabili.

100 þrefaldar tvennur hjá Jason Kidd

Jason Kidd náði í nótt sinni 100. þrefaldri tvennu og þeirri fyrstu síðan hann gekk aftur til liðs við Dallas Mavericks í vetur.

NBA í nótt: San Antonio vann Utah

Lokaumferðin í deildakeppni NBA-deildarinnar fór fram í nótt þar sem hæst bar að San Antonio tryggði sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Utah.

Sigurður Jónsson

Varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1984, átján ára gamall, og gekk í kjölfarið til liðs við Sheffield Wednesday. Þar lék hann í fjögur ár og var svo keyptur til Englandsmeistara Arsenal þar sem hann var í tvö ár.

NBA: Mikið í húfi í lokaumferðinni í nótt

Í kvöld fara fram 14 leikir í NBA deildinni í körfubolta en hér eru á ferðinni síðustu leikirnir í deildarkeppninni. Mikið á enn eftir að skýrast varðandi uppröðun liða í úrslitakeppnina á lokakvöldinu.

21. titillinn í augsýn hjá Bayern

Bayern Munchen er nú komið með aðra höndina á meistaratitilinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 útisigur á Frankfurt í kvöld. Ítalinn Luca Toni hélt uppteknum hætti og skoraði tvívegis í leiknum.

Alexander með stórleik

Alexander Petersson átti stórleik með liði sínu Flensburg í kvöld þegar liðið lagði Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta 38-29 á útivelli. Liðið náði fyrir vikið eins stigs forystu á toppi deildarinnar.

Gunnar hefur gert þetta 100 sinnum áður

Sigurður Ingimundarson lofaði karakterinn í sínum mönnum í Keflavík eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar með stórsigri á ÍR í oddaleik í kvöld.

Við erum grautfúlir

Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR var að vonum svekktur eftir að hans menn féllu úr keppni í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld.

Gunnar skaut Keflavík í úrslitin

Það verða Keflavík og Snæfell sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að Keflavík burstaði ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitunum í kvöld 93-73.

Djurgården á toppinn

Sigurður Jónsson og lærisveinar hans í sænska liðinu Djurgården skutust í kvöld á topp úrvalsdeildarinnar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Örebro á útivelli. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Djurgården.

Viktor lánaður til Þróttar

Nýliðar Þróttar í Landsbankadeildinni hafa fengið framherjann Viktor Unnar Illugason að láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading. Þetta kemur fram á fotbolti.net í kvöld. Viktor spilaði með Breiðablik sumarið 2006 og náði þar að skora mark í sínum fyrsta leik.

Senderos grét og kennir sér um tap Arsenal

Svissneski varnarmaðurinn Philippe Senderos hjá Arsenal grét fögrum tárum í búningsklefanum eftir að liðið féll úr keppni fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Senderos kennir sér um hvernig fór fyrir liðinu.

Ronaldo er pirraður

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist vera orðinn gramur á endalausum vangaveltum um framtíð hans hjá ensku meisturunum.

Framtíð Sven er óráðin

Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, segist ekki vera búinn að ákveða hvort Sven-Göran Eriksson eigi sér framtíð hjá félaginu. Hann segir þó engin áform uppi um að reka hann sem stendur.

Van der Vart er heitur fyrir Chelsea

Hollenski miðjumaðurinn Rafael van der Vart hjá þýska liðinu Hamburg hefur látið í það skína að hann vilji fara frá félaginu. Hann segist ekkert hafa á móti því að fara til Chelsea.

Magnús: Get varla beðið

Magnús Þór Gunnarsson vonast eftir troðfullu húsi áhorfenda í kvöld þegar hans menn í Keflavík taka á móti ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla.

Eiríkur: Verðum að slá frá okkur

Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar.

De Graafschap vill halda Arnari

Hollenska úrvalsdeildarliðið De Graafschap hefur hug á því að halda Arnari Þór Viðarssyni í sínum röðum ef liðinu tekst að forða sér frá falli.

Leikmannaflótti frá Chelsea í sumar

Breska blaðið Telegraph segir í vefútgáfu sinni í dag að allt útlit sé fyrir að allt að tólf leikmenn séu á leið frá Chelsea að tímabilinu loknu.

Alves spenntur fyrir Barcelona

Daniel Alves segir að hann myndi gjarnan vilja spila með Barcelona á næsta tímabili en hann segist nú vera tilbúinn að fara frá Sevilla til stærra félags.

Capello sendir út viðvörun

Fabio Capello segir að þeir leikmenn sem hafa ekki áhuga að spila í vináttulandsleikjum eigi ekkert erindi í enska landsliðið undir sinni stjórn.

Sjá næstu 50 fréttir