NBA í nótt: San Antonio vann Utah Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. apríl 2008 09:32 Kyle Korver brýtur hér á Michael Finley í leik Utah og San Antonio í nótt. Nordic Photos / Getty Images Lokaumferðin í deildakeppni NBA-deildarinnar fór fram í nótt þar sem hæst bar að San Antonio tryggði sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Utah. Hefði Utah unnið San Antonio í nótt hefðu fjögur lið í Vesturdeildinni lokið keppni með jafn góðan árangur þar sem Houston og Phoenix unnu sína leiki sömuleiðis. Úrslitin þýða hins vegar að San Antonio náði þriðja sæti í Vesturdeildinni. Utah er með verri árangur en bæði Houston og Phoenix en þar sem liðið varð í fyrsta sætið í sínum riðli fellur fjórða sætið í vestrinu í hlut Utah. Houston varð í fimmta sæti og Phoenix í því sjötta. San Antonio mun því mæta Phoenix í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og Utah mætir Houston. En þó svo að Utah er ofar í töflunni verður Houston með heimavallarréttinn í rimmunni. Það er vegna þess að Houston er með betri árangur. Houston og Phoenix eru með jafn góðan árangur en Houston er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni og því féll fimmta sætið í hlut Houston. San Antonio vann leikinn í nótt nokkuð örugglega, 109-80. Tony Parker var með 24 stig og tólf stoðsendingar og Tim Duncan var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Hjá Utah var CJ Miles stigahæstur með tólf stig en Mehmet Okur var með ellefu stig. Carlos Boozer tók tíu fráköst. Allar rimmurnar í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni eru óútreiknanlegar en rimma San Antonio og Phoenix verður óneitanlega afar spennandi. „Það er ótrúlegt að byrja á því að mæta San Antonio í úrslitakeppninni en svona er þetta bara," sagði Mike D'Antoni, þjálfari Phoenix. Phoenix vann Portland, 100-91, þar sem helstu stjörnu Phoenix fengu að hvíla í síðari hálfleik þar sem að það var ljóst að Utah myndi ekki vinna San Antonio. Sean Marks var sthigahæstur hjá Phoenix með sextán stig og þrettán fráköst. Houston vann LA Clipperes, 93-75. Luis Scola var með 22 stig og tíu fráköst fyrir Houston en Corey Maggette 22 stig fyrir Clipperes. Houston vann 35 af síðustu 43 deildarleikjum sínum og verða erfiðir viðureignar fyrir Utah. LA Lakers og New Orleans voru þegar búin að tryggja sér efstu tvö sætin í Vesturdeildinni. Lakers spilaði ekki í nótt en New Orleans gat leyft sér að tapa fyrir Dallas, 111-98. Jason Kidd náði sinni 100. þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan hans síðan hann kom til Dallas í vetur. Jason Terry var með 30 stig en David West var með 26 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 20 stig og tíu stoðsendingar. Sigur Dallas þýddi að liðið var öruggt með sjöunda sætið í Vesturdeildinni og mætir því New Orleans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Denver varð því að láta sér lynda áttunda sætið. Denver vann Memphis, 120-111, og þar með sinn 50. sigur á tímabilinu. Þrátt fyrir þann góða árangur þarf liðið að takast á við deildarmeistara Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Carmelo Anthony var með sautján stig í fyrsta leik sínum eftir að hann var tekinn fyrir ölvunarakstur. Allen Iverson var með 21 stig. Kyle Lowry skoraði 22 fyrir Memphis. Þá vann Seattle sigur á Golden State, 126-121. Úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur því þannig út: LA Lakers (1) - Denver Nuggets (8) New Orleans Hornets (2) - Dallas Mavericks (7) San Antonio Spurs (3) - Phoenix Suns (6) Houston Rockets (5) - Utah Jazz (4) Það var þegar ráðið hvaða lið myndu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildarinnar fyrir leiki næturinnar og höfðu leikirnir því fremur litla þýðingu. Úrslit næturinnar: Indiana - New York 132-123Miami - Atlanta 113-99Boston - New Jersey 105-94Detroit - Cleveland 84-74Orlando - Washington 103-83Chicago - Toronto 107-97Charlotte - Philadelphia 115-109Minnesota - Milwaukee 110-101 Fyrsta umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni: Boston Celtics (1) - Atlanta Hawks (8) Detroit Pistons (2) - Philadelphia 76ers (7) Orlando Magic (3) - Toronto Raptors (6) Cleveland Cavaliers (4) - Washington Wizards (5) Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn kemur. Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Lokaumferðin í deildakeppni NBA-deildarinnar fór fram í nótt þar sem hæst bar að San Antonio tryggði sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Utah. Hefði Utah unnið San Antonio í nótt hefðu fjögur lið í Vesturdeildinni lokið keppni með jafn góðan árangur þar sem Houston og Phoenix unnu sína leiki sömuleiðis. Úrslitin þýða hins vegar að San Antonio náði þriðja sæti í Vesturdeildinni. Utah er með verri árangur en bæði Houston og Phoenix en þar sem liðið varð í fyrsta sætið í sínum riðli fellur fjórða sætið í vestrinu í hlut Utah. Houston varð í fimmta sæti og Phoenix í því sjötta. San Antonio mun því mæta Phoenix í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og Utah mætir Houston. En þó svo að Utah er ofar í töflunni verður Houston með heimavallarréttinn í rimmunni. Það er vegna þess að Houston er með betri árangur. Houston og Phoenix eru með jafn góðan árangur en Houston er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni og því féll fimmta sætið í hlut Houston. San Antonio vann leikinn í nótt nokkuð örugglega, 109-80. Tony Parker var með 24 stig og tólf stoðsendingar og Tim Duncan var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Hjá Utah var CJ Miles stigahæstur með tólf stig en Mehmet Okur var með ellefu stig. Carlos Boozer tók tíu fráköst. Allar rimmurnar í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni eru óútreiknanlegar en rimma San Antonio og Phoenix verður óneitanlega afar spennandi. „Það er ótrúlegt að byrja á því að mæta San Antonio í úrslitakeppninni en svona er þetta bara," sagði Mike D'Antoni, þjálfari Phoenix. Phoenix vann Portland, 100-91, þar sem helstu stjörnu Phoenix fengu að hvíla í síðari hálfleik þar sem að það var ljóst að Utah myndi ekki vinna San Antonio. Sean Marks var sthigahæstur hjá Phoenix með sextán stig og þrettán fráköst. Houston vann LA Clipperes, 93-75. Luis Scola var með 22 stig og tíu fráköst fyrir Houston en Corey Maggette 22 stig fyrir Clipperes. Houston vann 35 af síðustu 43 deildarleikjum sínum og verða erfiðir viðureignar fyrir Utah. LA Lakers og New Orleans voru þegar búin að tryggja sér efstu tvö sætin í Vesturdeildinni. Lakers spilaði ekki í nótt en New Orleans gat leyft sér að tapa fyrir Dallas, 111-98. Jason Kidd náði sinni 100. þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan hans síðan hann kom til Dallas í vetur. Jason Terry var með 30 stig en David West var með 26 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 20 stig og tíu stoðsendingar. Sigur Dallas þýddi að liðið var öruggt með sjöunda sætið í Vesturdeildinni og mætir því New Orleans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Denver varð því að láta sér lynda áttunda sætið. Denver vann Memphis, 120-111, og þar með sinn 50. sigur á tímabilinu. Þrátt fyrir þann góða árangur þarf liðið að takast á við deildarmeistara Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Carmelo Anthony var með sautján stig í fyrsta leik sínum eftir að hann var tekinn fyrir ölvunarakstur. Allen Iverson var með 21 stig. Kyle Lowry skoraði 22 fyrir Memphis. Þá vann Seattle sigur á Golden State, 126-121. Úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur því þannig út: LA Lakers (1) - Denver Nuggets (8) New Orleans Hornets (2) - Dallas Mavericks (7) San Antonio Spurs (3) - Phoenix Suns (6) Houston Rockets (5) - Utah Jazz (4) Það var þegar ráðið hvaða lið myndu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildarinnar fyrir leiki næturinnar og höfðu leikirnir því fremur litla þýðingu. Úrslit næturinnar: Indiana - New York 132-123Miami - Atlanta 113-99Boston - New Jersey 105-94Detroit - Cleveland 84-74Orlando - Washington 103-83Chicago - Toronto 107-97Charlotte - Philadelphia 115-109Minnesota - Milwaukee 110-101 Fyrsta umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni: Boston Celtics (1) - Atlanta Hawks (8) Detroit Pistons (2) - Philadelphia 76ers (7) Orlando Magic (3) - Toronto Raptors (6) Cleveland Cavaliers (4) - Washington Wizards (5) Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn kemur.
Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira