Handbolti

Alexander með stórleik

Alexander Petersson skoraði 10 mörk í kvöld
Alexander Petersson skoraði 10 mörk í kvöld NordcPhotos/GettyImages

Alexander Petersson átti stórleik með liði sínu Flensburg í kvöld þegar liðið lagði Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta 38-29 á útivelli. Liðið náði fyrir vikið eins stigs forystu á toppi deildarinnar.

Alexander Petersson fór á kostum í leiknum og skoraði 10 mörk fyrir Flensburg. 

Kiel gerði á sama tíma jafntefli við Hamburg á útivelli 36-36 en á reyndar leik til góða á Íslendingaliðið.

Gummersbach tapaði fyrir Nordhorn 34-31 þar sem Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk og Róbert Gunnarsson 3.

Lemgo vann auðveldan sigur á Essen 37-23 og þar skoraði Logi Geirsson 5 mörk fyrir Lemgo.

Göppingen lagði Wilhelmshavener 30-23. Jaliesky Garcia skoraði 5 mörk fyrir Göppingen en Gylfi Gylfason skoraði 4 fyrir Wilhelmshavener.

Minden tapaði 33-31 fyrir Melsungen þar sem Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Minden.

Þá tapaði Lubbecke heima fyrir Magdeburg 25-24.

Flensburg er á toppnum með 50 stig, Kiel er í öðru með 49 og á leik til góða, Hamburg hefur 47 stig í þriðja sætinu og Rhein-Neckar Löwen er í fjórða sætinu með 42 stig líkt og Nordhorn. Lemgo og Gummersbach eru svo í 6. og 7. sætinu með 36 og 35 stig - nokkru á undan næstu liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×