Fleiri fréttir Skoruðu 40% marka Chelsea í tíð Mourinho Leikur Manchester United og Chelsea á sunnudaginn síðasta var merkilegur fyrir þær sakir að það var þriðji leikurinn í röð sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea mætir United í sínum fyrsta leik. 26.9.2007 12:28 United mun ekki styðja undanþágu fyrir Grant Manchester United mun ekki skrifa undir að Avram Grant verði veitt undanþága til að stýra liði á Englandi ef sýnt þykir að hann hafi ekki réttindi til þess. Grant er ekki með pappíra til að vera stjóri á Englandi og Chelsea hefur 12 vikur til að ganga frá málum hans. 26.9.2007 11:14 Drakk eigið hland í beinni útsendingu Breska slúðurpressan hefur nú fundið verðugan arftaka Jose Mourinho. Það er Tzofit Grant - eiginkona Avram Grant, eftirmanns Mourinho hjá Chelsea. Hún er sjónvarpsstjarna í Ísrael og hefur gert hluti í beinni útsendingu sem fáir hafa leikið eftir. 26.9.2007 10:41 Rooney er rappari - neitaði rokkurum Wayne Rooney hefur neitað að koma fram í dýru myndbandi rokkhljómsveitarinnar Nickelback á þeim forsendum að hann sé búinn að snúa sér alfarið að rappinu. 26.9.2007 09:52 Okocha ætlar að slá Chelsea út úr bikarnum Nígeríumaðurinn Jay-Jay Okocha segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa nýja liðinu sínu Hull að slá Chelsea úr enska deildarbikarnum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 26.9.2007 09:28 Owen missir af leikjum Englands Michael Owen mun ekki leika með enska landsliðinu í undankeppni EM í næsta mánuði og á morgun kemur í ljós hvort hann þarf í aðgerð vegna kviðslits. Sama hvað verður er ljóst að framherjinn verður líklega frá kepppni með Newcastle allan næsta mánuð. 26.9.2007 09:25 Tevez er mér sem sonur Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona segist líta á landa sinn Carlos Tevez sem son sinn. Maradona ætlar að horfa á Tevez spila með Manchester United í næsta mánuði þegar hann verður á ferðinni á Englandi. 26.9.2007 09:17 Capello: Chelsea vill Van Basten Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Fabio Capello segir að Chelsea hafi augastað á Hollendingnum Marco van Basten sem næsta knattspyrnustjóra félagsins. Orðrómur er á sveimi á Englandi um að ráðning Avram Grant hjá Chelsea sé aðeins tímabundin og Capello er ekki í vafa um hver sé líklegasta skotmark enska félagsins. 26.9.2007 09:10 Tiger Woods kylfingur ársins Tiger Woods hefur verið útnefndur kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í golfi í níunda skipti á síðustu ellefu árum. Woods vann sjö titla á tímabilinu, þar af þrettánda stórmótið sitt. Hann er nú að undirbúa sig fyrir Forsetabikarinn sem hefst á fimmtudaginn. 26.9.2007 09:03 Getur ekki skotið á markið Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Svendborg mæta Portland í kvöld í Meistaradeildinni í handbolta. Þetta er fyrsti leikur Snorra í Meistaradeildinni en það er ekki víst hversu mikið hann getur spilað vegna meiðsla á öxl. 26.9.2007 00:01 Óvænt tap Vals gegn Aftureldingu Það urðu óvænt úrslit í N1 deildinni í handbolta í kvöld en Valur tapaði á heimavelli sínum 21-22 fyrir Aftureldingu. Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga. Þá vann Stjarnan góðan sigur í Vestmannaeyjum. 25.9.2007 22:21 Sevilla tapaði heima fyrir Espanyol Einn leikur fór fram í efstu deild spænska boltans í kvöld en þá tapaði Sevilla 2-3 á heimavelli gegn Espanyol. Þetta er annar tapleikur Sevilla í röð en liðið er í sjötta sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir. 25.9.2007 21:45 City og Portsmouth áfram Úrvalsdeildarliðin Manchester City og Portsmouth komust í kvöld bæði áfram í næstu umferð ensku deildabikarkeppninnar. Liðin sýndu þó ekki sannfærandi frammistöðu gegn liðum í ensku 1. deildinni. 25.9.2007 21:31 Ungt lið Arsenal lagði Newcastle Mörk frá Nicklas Bendtner og Denilson færðu Arsenal 2-0 sigur á Newcastle í enska deildabikarnum í kvöld. Mörkin komu á síðustu sjö mínútum leiksins og fleyttu Arsenal inn í fjórðu umferð keppninnar. 25.9.2007 21:16 Torres gerði gæfumuninn Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres skoraði þrennu fyrir Liverpool þegar liðið lagði Reading 4-2 á útivelli í kvöld. Með þessum sigri sló Liverpool lið Reading út úr enska deildabikarnum. 25.9.2007 20:49 Róbert skoraði sjö fyrir Gummersbach Gummersbach sigraði Essen 36-30 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Róbert Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í leiknum. Sverre Jakobsson lék vel í vörninni en skoraði ekkert mark. 25.9.2007 20:35 Gautaborg náði efsta sætinu IFK Gautaborg vann 1-0 útisigur á grönnum sínum í GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eina mark leiksins kom strax á 2. mínútu. Með þessum sigri komst Gautaborg í efsta sæti deildarinnar á markatölu en liðið er með 37 stig líkt og Djurgården. 25.9.2007 20:06 Ekki langt í Carvalho, Lampard og Drogba Avram Grant, hinn umtalaði knattspyrnustjóri Chelsea, segir að stuðningsmenn liðsins þurfi ekki að bíða lengi eftir að Ricardo Carvalho, Frank Lampard og Didier Drogba snúi aftur í slaginn. 25.9.2007 19:30 Yakubu brást rétt við Yakubu Aiyegbeni vonast til að vera í byrjunarliði Everton í leik liðsins gegn Sheffield Wednesday. Yakubu var kastað út í kuldann eftir 2-0 tap fyrir Aston Villa á sunnudag. David Moyes, stjóri Everton, fannst Yakubu ekki leggja sig nægilega mikið fram í leiknum. 25.9.2007 18:45 Fyrsti leikur Sigfúsar fyrir Val Í kvöld fara fram tveir leikir í N1 deild karla í handbolta. Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan kl. 19:00 og í Vodafone Höllinni að Hlíðarenda mætast Valur og Afturelding kl. 20:30. 25.9.2007 17:42 Owen í uppskurð á föstudag Michael Owen mun gangast undir uppskurð vegna nárameiðsla á föstudaginn en hann mun fara fram í Þýskalandi. Nú er mjög ólíklegt að Owen geti leikið með enska landsliðinu gegn Eistlandi og Rússlandi í október. 25.9.2007 17:30 Salifou kominn með atvinnuleyfi Moustapha Salifou er kominn með atvinnuleyfi á Englandi og er því orðinn löglegur með Aston Villa. Salifou var keyptur til Villa undir lok félagaskiptagluggans en hann er landsliðsmaður frá Tógó. 25.9.2007 17:05 Mourinho tjáir sig ekki frekar Jose Mourinho ætlar ekki að tjá sig frekar um veru sína hjá Chelsea í fjölmiðlum fyrr en daginn sem hann verður kynntur sem knattspyrnustjóri hjá nýju félagi. Þessu lýsti hann yfir á heimasíðu umboðsmanns síns í dag. 25.9.2007 16:54 Hierro ráðinn framkvæmdastjóri Spænska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum landsliðsmanninn Fernando Hierro í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins. Þetta kemur fram á síðu sambandsins í dag. 25.9.2007 16:47 Calderon fékk óblíðar móttökur í New York Forseti Real Madrid lenti í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann var á ferð á flugvellinum í New York í Bandaríkjunum á dögunum. Þar var honum haldið föngnum í nokkrar klukkustundir vegna gruns um að hann væri maður á svarta lista innflytjendaeftirlitsins. 25.9.2007 16:30 Opnar vefsíðu með mistökum dómara Formaður knattspyrnudeildar búlgarska liðsins Spartak Varna hefur fengið nóg af lélegri dómgæslu í úrvalsdeildinni þar í landi. Hann segist ætla að setja upp vefsíðu helgaða mistökum dómara í deildinni. 25.9.2007 16:24 Björgum EM - Austurríki úr keppni Þúsundir stuðningsmanna austurríska knattspyrnulandsliðsins hafa nú skrifað undir beiðni til knattspyrnusambandsins þar sem þeir fara þess á leit að liðið verði dregið úr keppni á EM á næsta ári, en keppnin verður einmitt haldin í Austurríki og Sviss. 25.9.2007 15:57 Ætla ekki að hlaupa út og eyða Arsene Wenger segist ekki tapa svefni yfir því þó Arsenal eigi nú nóg af peningum til leikmannakaupa. Í gær var greint frá því að Wenger fengi um 9 milljarða króna til að kaupa leikmenn, en hann ætlar ekki að flýta sér að nota þá peninga. 25.9.2007 14:50 Jol sagður á útleið Breska blaðið Daily Mail hefur öðrum fremur verið duglegt við að skrifa um að Martin Jol verði rekinn frá Tottenham á næstunni. Blaðið heldur því fram í dag að Jol sé þegar búinn að gera starfslokasamning við félagið og muni hætta störfum um leið og eftirmaður hans finnst. 25.9.2007 14:28 Huntelaar klár í úrvalsdeildina Hollenski markahrókurinn Klaas-Jan Huntelaar hjá Ajax segist ekki ætla að segja nei ef eitthvað af stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni gera honum samningstilboð næsta sumar. Huntelaar er markahæstur í hollensku deildinni það sem af er og hefur skoraði 37 mörk í aðeins 48 leikjum hjá Ajax. 25.9.2007 14:21 Mikel fer í þriggja leikja bann Miðjumaðurinn John Obi Mikel hjá Chelsea þarf að sitja af sér þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Manchester United um helgina. Áfrýjun Chelsea var vísað frá í dag og því missir hann af næstu þremur leikjum liðsins. Avram Grant, stjóri Chelsea, sagði ákvörðun dómarans hafa verið ranga, en aganefndin var greinilega á öðru máli. 25.9.2007 13:48 Viss um að Silvestre spili í mars Sir Alex Ferguson segist bjartsýnn á að franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre nái að spila með liðinu á ný á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega á hné fyrr í þessum mánuði. 25.9.2007 13:37 Milan hefði geta fengið Nistelrooy Oscar Damiani segir að forráðamenn AC Milan hafi gert mikil mistök með því að halda tryggð við framherjann Alberto Gilardino, því það hefði á sínum tíma geta fengið Luca Toni, Ruud van Nistelrooy eða David Trezeguet til að fylla skarð hans. 25.9.2007 13:27 Tiger vill harðar refsingar Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er ákafur talsmaður harðra refsinga fyrir kylfinga sem gerast sekir um ólöglega lyfjaneyslu. Alþjóða golfsambandið hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á lyfjamál í golfinu í framtíðinni. 25.9.2007 13:15 Ronaldinho verður klár gegn Stuttgart Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi lofað sér að verða orðinn klár í slaginn á ný þegar liðið mætir Stuttgart í Meistaradeildinni í næstu viku. Ronaldinho er meiddur á kálfa og missir væntanlega af leikjum gegn Zaragoza annað kvöld og Levante um helgina. 25.9.2007 11:49 Reading - Liverpool í beinni í kvöld Átta leikir eru á dagskrá í þriðju umferð enska deildarbikarsins í kvöld og þar af verður slagur Reading og Liverpool sýndur beint á Sýn klukkan 18:40. Reiknað er með að nokkrar breytingar verði á byrjunarliðum beggja liða fyrir leikinn í kvöld. 25.9.2007 11:28 Scolari áfrýjar Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala í knattspyrnu, áfrýjaði í gær fjögurra leikja banninu sem hann fékk fyrir átök sín við leikmann Serba í landsleik þjóðanna í síðustu viku. Portúgalska knattspyrnusambandið lýsti einróma yfir stuðningi við Scolari sem fær að vita niðurstöðuna þann 4. næsta mánaðar. 25.9.2007 11:23 Carew verður frá í sex vikur Norski framherjinn John Carew verður frá keppni í sex vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Aston Villa og Everton á sunnudaginn. Þetta staðfesti Martin O´Neill knattspyrnustjóri Villa í dag. Carew skoraði mark í 2-0 sigri Villa í leiknum og var það hans fyrsta á leiktíðinni. 25.9.2007 11:12 Ashton er klár í landsliðið Framherjinn Dean Ashton hjá West Ham segist vera alveg tilbúinn ef hann fengi tækifæri með enska landsliðinu fyrir leikina gegn Eistum og Rússum í næsta mánuði. Meiðsli Michael Owen hafa orðið til þess að nafn Ashton er nú komið upp á borðið. 25.9.2007 10:24 Ég verð alltaf sá sérstaki Jose Mourinho hefur ekki látið dramatíkina hjá Chelsea hafa áhrif á sig og segist enn vera "Sá Sérstaki." Hann segir að ef stuðningsmenn Chelsea hefðu fengið að ráða hefði sér verið boðinn 20 ára samningur hjá félaginu. 25.9.2007 10:01 Berkovic hraunar yfir Avram Grant Fyrrum ísraelski landsliðsmaðurinn Eyal Berkovic sparaði ekki stóru orðin þegar hann var spurður út í ráðningu landa síns Avram Grant hjá Chelsea. Grant var maðurinn sem batt enda á landsliðsferil Berkovic á sínum tíma og leikmaðurinn er ekki búinn að gleyma því. 25.9.2007 09:47 Áætlun Chelsea er draumórar Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, gat ekki stillt sig um að skjóta á grannana í Chelsea þegar Arsenal birti frábærar afkomutölur sínar í gær. Hann segir áætlanir Chelsea um að verða stórveldi í Evrópuknattspyrnunni vera draumórakennda. 25.9.2007 09:28 Elísabet og Freyr þjálfa Valsliðið Knattspyrnudeild Vals hefur skrifað undir samninga við Elísabetu Gunnarsdóttur og Frey Alexandersson og munu þau í sameiningu þjálfa meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Samningurinn við Elísabetu og Frey er til tveggja ára. 25.9.2007 00:28 Cech segir Chelsea ekki á réttri leið Petr Cech, markvörður Chelsea, segist hafa áhyggjur af spilamennsku liðsins á þessari leiktíð. Hann viðurkennir að liðið sé ekki á réttri leið. 24.9.2007 22:03 Haukastúlkur unnu öruggan sigur Í kvöld fór fram fyrsti leikurinn í Poweradebikarkeppni kvenna þegar Haukastúlkur mættu Snæfelli. Haukaliðið varð meistari á síðasta ári og reyndist talsvert sterkara í þessum leik. 24.9.2007 21:02 Sjá næstu 50 fréttir
Skoruðu 40% marka Chelsea í tíð Mourinho Leikur Manchester United og Chelsea á sunnudaginn síðasta var merkilegur fyrir þær sakir að það var þriðji leikurinn í röð sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea mætir United í sínum fyrsta leik. 26.9.2007 12:28
United mun ekki styðja undanþágu fyrir Grant Manchester United mun ekki skrifa undir að Avram Grant verði veitt undanþága til að stýra liði á Englandi ef sýnt þykir að hann hafi ekki réttindi til þess. Grant er ekki með pappíra til að vera stjóri á Englandi og Chelsea hefur 12 vikur til að ganga frá málum hans. 26.9.2007 11:14
Drakk eigið hland í beinni útsendingu Breska slúðurpressan hefur nú fundið verðugan arftaka Jose Mourinho. Það er Tzofit Grant - eiginkona Avram Grant, eftirmanns Mourinho hjá Chelsea. Hún er sjónvarpsstjarna í Ísrael og hefur gert hluti í beinni útsendingu sem fáir hafa leikið eftir. 26.9.2007 10:41
Rooney er rappari - neitaði rokkurum Wayne Rooney hefur neitað að koma fram í dýru myndbandi rokkhljómsveitarinnar Nickelback á þeim forsendum að hann sé búinn að snúa sér alfarið að rappinu. 26.9.2007 09:52
Okocha ætlar að slá Chelsea út úr bikarnum Nígeríumaðurinn Jay-Jay Okocha segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa nýja liðinu sínu Hull að slá Chelsea úr enska deildarbikarnum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 26.9.2007 09:28
Owen missir af leikjum Englands Michael Owen mun ekki leika með enska landsliðinu í undankeppni EM í næsta mánuði og á morgun kemur í ljós hvort hann þarf í aðgerð vegna kviðslits. Sama hvað verður er ljóst að framherjinn verður líklega frá kepppni með Newcastle allan næsta mánuð. 26.9.2007 09:25
Tevez er mér sem sonur Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona segist líta á landa sinn Carlos Tevez sem son sinn. Maradona ætlar að horfa á Tevez spila með Manchester United í næsta mánuði þegar hann verður á ferðinni á Englandi. 26.9.2007 09:17
Capello: Chelsea vill Van Basten Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Fabio Capello segir að Chelsea hafi augastað á Hollendingnum Marco van Basten sem næsta knattspyrnustjóra félagsins. Orðrómur er á sveimi á Englandi um að ráðning Avram Grant hjá Chelsea sé aðeins tímabundin og Capello er ekki í vafa um hver sé líklegasta skotmark enska félagsins. 26.9.2007 09:10
Tiger Woods kylfingur ársins Tiger Woods hefur verið útnefndur kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í golfi í níunda skipti á síðustu ellefu árum. Woods vann sjö titla á tímabilinu, þar af þrettánda stórmótið sitt. Hann er nú að undirbúa sig fyrir Forsetabikarinn sem hefst á fimmtudaginn. 26.9.2007 09:03
Getur ekki skotið á markið Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Svendborg mæta Portland í kvöld í Meistaradeildinni í handbolta. Þetta er fyrsti leikur Snorra í Meistaradeildinni en það er ekki víst hversu mikið hann getur spilað vegna meiðsla á öxl. 26.9.2007 00:01
Óvænt tap Vals gegn Aftureldingu Það urðu óvænt úrslit í N1 deildinni í handbolta í kvöld en Valur tapaði á heimavelli sínum 21-22 fyrir Aftureldingu. Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga. Þá vann Stjarnan góðan sigur í Vestmannaeyjum. 25.9.2007 22:21
Sevilla tapaði heima fyrir Espanyol Einn leikur fór fram í efstu deild spænska boltans í kvöld en þá tapaði Sevilla 2-3 á heimavelli gegn Espanyol. Þetta er annar tapleikur Sevilla í röð en liðið er í sjötta sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir. 25.9.2007 21:45
City og Portsmouth áfram Úrvalsdeildarliðin Manchester City og Portsmouth komust í kvöld bæði áfram í næstu umferð ensku deildabikarkeppninnar. Liðin sýndu þó ekki sannfærandi frammistöðu gegn liðum í ensku 1. deildinni. 25.9.2007 21:31
Ungt lið Arsenal lagði Newcastle Mörk frá Nicklas Bendtner og Denilson færðu Arsenal 2-0 sigur á Newcastle í enska deildabikarnum í kvöld. Mörkin komu á síðustu sjö mínútum leiksins og fleyttu Arsenal inn í fjórðu umferð keppninnar. 25.9.2007 21:16
Torres gerði gæfumuninn Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres skoraði þrennu fyrir Liverpool þegar liðið lagði Reading 4-2 á útivelli í kvöld. Með þessum sigri sló Liverpool lið Reading út úr enska deildabikarnum. 25.9.2007 20:49
Róbert skoraði sjö fyrir Gummersbach Gummersbach sigraði Essen 36-30 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Róbert Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í leiknum. Sverre Jakobsson lék vel í vörninni en skoraði ekkert mark. 25.9.2007 20:35
Gautaborg náði efsta sætinu IFK Gautaborg vann 1-0 útisigur á grönnum sínum í GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eina mark leiksins kom strax á 2. mínútu. Með þessum sigri komst Gautaborg í efsta sæti deildarinnar á markatölu en liðið er með 37 stig líkt og Djurgården. 25.9.2007 20:06
Ekki langt í Carvalho, Lampard og Drogba Avram Grant, hinn umtalaði knattspyrnustjóri Chelsea, segir að stuðningsmenn liðsins þurfi ekki að bíða lengi eftir að Ricardo Carvalho, Frank Lampard og Didier Drogba snúi aftur í slaginn. 25.9.2007 19:30
Yakubu brást rétt við Yakubu Aiyegbeni vonast til að vera í byrjunarliði Everton í leik liðsins gegn Sheffield Wednesday. Yakubu var kastað út í kuldann eftir 2-0 tap fyrir Aston Villa á sunnudag. David Moyes, stjóri Everton, fannst Yakubu ekki leggja sig nægilega mikið fram í leiknum. 25.9.2007 18:45
Fyrsti leikur Sigfúsar fyrir Val Í kvöld fara fram tveir leikir í N1 deild karla í handbolta. Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan kl. 19:00 og í Vodafone Höllinni að Hlíðarenda mætast Valur og Afturelding kl. 20:30. 25.9.2007 17:42
Owen í uppskurð á föstudag Michael Owen mun gangast undir uppskurð vegna nárameiðsla á föstudaginn en hann mun fara fram í Þýskalandi. Nú er mjög ólíklegt að Owen geti leikið með enska landsliðinu gegn Eistlandi og Rússlandi í október. 25.9.2007 17:30
Salifou kominn með atvinnuleyfi Moustapha Salifou er kominn með atvinnuleyfi á Englandi og er því orðinn löglegur með Aston Villa. Salifou var keyptur til Villa undir lok félagaskiptagluggans en hann er landsliðsmaður frá Tógó. 25.9.2007 17:05
Mourinho tjáir sig ekki frekar Jose Mourinho ætlar ekki að tjá sig frekar um veru sína hjá Chelsea í fjölmiðlum fyrr en daginn sem hann verður kynntur sem knattspyrnustjóri hjá nýju félagi. Þessu lýsti hann yfir á heimasíðu umboðsmanns síns í dag. 25.9.2007 16:54
Hierro ráðinn framkvæmdastjóri Spænska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum landsliðsmanninn Fernando Hierro í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins. Þetta kemur fram á síðu sambandsins í dag. 25.9.2007 16:47
Calderon fékk óblíðar móttökur í New York Forseti Real Madrid lenti í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann var á ferð á flugvellinum í New York í Bandaríkjunum á dögunum. Þar var honum haldið föngnum í nokkrar klukkustundir vegna gruns um að hann væri maður á svarta lista innflytjendaeftirlitsins. 25.9.2007 16:30
Opnar vefsíðu með mistökum dómara Formaður knattspyrnudeildar búlgarska liðsins Spartak Varna hefur fengið nóg af lélegri dómgæslu í úrvalsdeildinni þar í landi. Hann segist ætla að setja upp vefsíðu helgaða mistökum dómara í deildinni. 25.9.2007 16:24
Björgum EM - Austurríki úr keppni Þúsundir stuðningsmanna austurríska knattspyrnulandsliðsins hafa nú skrifað undir beiðni til knattspyrnusambandsins þar sem þeir fara þess á leit að liðið verði dregið úr keppni á EM á næsta ári, en keppnin verður einmitt haldin í Austurríki og Sviss. 25.9.2007 15:57
Ætla ekki að hlaupa út og eyða Arsene Wenger segist ekki tapa svefni yfir því þó Arsenal eigi nú nóg af peningum til leikmannakaupa. Í gær var greint frá því að Wenger fengi um 9 milljarða króna til að kaupa leikmenn, en hann ætlar ekki að flýta sér að nota þá peninga. 25.9.2007 14:50
Jol sagður á útleið Breska blaðið Daily Mail hefur öðrum fremur verið duglegt við að skrifa um að Martin Jol verði rekinn frá Tottenham á næstunni. Blaðið heldur því fram í dag að Jol sé þegar búinn að gera starfslokasamning við félagið og muni hætta störfum um leið og eftirmaður hans finnst. 25.9.2007 14:28
Huntelaar klár í úrvalsdeildina Hollenski markahrókurinn Klaas-Jan Huntelaar hjá Ajax segist ekki ætla að segja nei ef eitthvað af stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni gera honum samningstilboð næsta sumar. Huntelaar er markahæstur í hollensku deildinni það sem af er og hefur skoraði 37 mörk í aðeins 48 leikjum hjá Ajax. 25.9.2007 14:21
Mikel fer í þriggja leikja bann Miðjumaðurinn John Obi Mikel hjá Chelsea þarf að sitja af sér þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Manchester United um helgina. Áfrýjun Chelsea var vísað frá í dag og því missir hann af næstu þremur leikjum liðsins. Avram Grant, stjóri Chelsea, sagði ákvörðun dómarans hafa verið ranga, en aganefndin var greinilega á öðru máli. 25.9.2007 13:48
Viss um að Silvestre spili í mars Sir Alex Ferguson segist bjartsýnn á að franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre nái að spila með liðinu á ný á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega á hné fyrr í þessum mánuði. 25.9.2007 13:37
Milan hefði geta fengið Nistelrooy Oscar Damiani segir að forráðamenn AC Milan hafi gert mikil mistök með því að halda tryggð við framherjann Alberto Gilardino, því það hefði á sínum tíma geta fengið Luca Toni, Ruud van Nistelrooy eða David Trezeguet til að fylla skarð hans. 25.9.2007 13:27
Tiger vill harðar refsingar Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er ákafur talsmaður harðra refsinga fyrir kylfinga sem gerast sekir um ólöglega lyfjaneyslu. Alþjóða golfsambandið hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á lyfjamál í golfinu í framtíðinni. 25.9.2007 13:15
Ronaldinho verður klár gegn Stuttgart Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi lofað sér að verða orðinn klár í slaginn á ný þegar liðið mætir Stuttgart í Meistaradeildinni í næstu viku. Ronaldinho er meiddur á kálfa og missir væntanlega af leikjum gegn Zaragoza annað kvöld og Levante um helgina. 25.9.2007 11:49
Reading - Liverpool í beinni í kvöld Átta leikir eru á dagskrá í þriðju umferð enska deildarbikarsins í kvöld og þar af verður slagur Reading og Liverpool sýndur beint á Sýn klukkan 18:40. Reiknað er með að nokkrar breytingar verði á byrjunarliðum beggja liða fyrir leikinn í kvöld. 25.9.2007 11:28
Scolari áfrýjar Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala í knattspyrnu, áfrýjaði í gær fjögurra leikja banninu sem hann fékk fyrir átök sín við leikmann Serba í landsleik þjóðanna í síðustu viku. Portúgalska knattspyrnusambandið lýsti einróma yfir stuðningi við Scolari sem fær að vita niðurstöðuna þann 4. næsta mánaðar. 25.9.2007 11:23
Carew verður frá í sex vikur Norski framherjinn John Carew verður frá keppni í sex vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Aston Villa og Everton á sunnudaginn. Þetta staðfesti Martin O´Neill knattspyrnustjóri Villa í dag. Carew skoraði mark í 2-0 sigri Villa í leiknum og var það hans fyrsta á leiktíðinni. 25.9.2007 11:12
Ashton er klár í landsliðið Framherjinn Dean Ashton hjá West Ham segist vera alveg tilbúinn ef hann fengi tækifæri með enska landsliðinu fyrir leikina gegn Eistum og Rússum í næsta mánuði. Meiðsli Michael Owen hafa orðið til þess að nafn Ashton er nú komið upp á borðið. 25.9.2007 10:24
Ég verð alltaf sá sérstaki Jose Mourinho hefur ekki látið dramatíkina hjá Chelsea hafa áhrif á sig og segist enn vera "Sá Sérstaki." Hann segir að ef stuðningsmenn Chelsea hefðu fengið að ráða hefði sér verið boðinn 20 ára samningur hjá félaginu. 25.9.2007 10:01
Berkovic hraunar yfir Avram Grant Fyrrum ísraelski landsliðsmaðurinn Eyal Berkovic sparaði ekki stóru orðin þegar hann var spurður út í ráðningu landa síns Avram Grant hjá Chelsea. Grant var maðurinn sem batt enda á landsliðsferil Berkovic á sínum tíma og leikmaðurinn er ekki búinn að gleyma því. 25.9.2007 09:47
Áætlun Chelsea er draumórar Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, gat ekki stillt sig um að skjóta á grannana í Chelsea þegar Arsenal birti frábærar afkomutölur sínar í gær. Hann segir áætlanir Chelsea um að verða stórveldi í Evrópuknattspyrnunni vera draumórakennda. 25.9.2007 09:28
Elísabet og Freyr þjálfa Valsliðið Knattspyrnudeild Vals hefur skrifað undir samninga við Elísabetu Gunnarsdóttur og Frey Alexandersson og munu þau í sameiningu þjálfa meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Samningurinn við Elísabetu og Frey er til tveggja ára. 25.9.2007 00:28
Cech segir Chelsea ekki á réttri leið Petr Cech, markvörður Chelsea, segist hafa áhyggjur af spilamennsku liðsins á þessari leiktíð. Hann viðurkennir að liðið sé ekki á réttri leið. 24.9.2007 22:03
Haukastúlkur unnu öruggan sigur Í kvöld fór fram fyrsti leikurinn í Poweradebikarkeppni kvenna þegar Haukastúlkur mættu Snæfelli. Haukaliðið varð meistari á síðasta ári og reyndist talsvert sterkara í þessum leik. 24.9.2007 21:02