Fleiri fréttir

Skoruðu 40% marka Chelsea í tíð Mourinho

Leikur Manchester United og Chelsea á sunnudaginn síðasta var merkilegur fyrir þær sakir að það var þriðji leikurinn í röð sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea mætir United í sínum fyrsta leik.

United mun ekki styðja undanþágu fyrir Grant

Manchester United mun ekki skrifa undir að Avram Grant verði veitt undanþága til að stýra liði á Englandi ef sýnt þykir að hann hafi ekki réttindi til þess. Grant er ekki með pappíra til að vera stjóri á Englandi og Chelsea hefur 12 vikur til að ganga frá málum hans.

Drakk eigið hland í beinni útsendingu

Breska slúðurpressan hefur nú fundið verðugan arftaka Jose Mourinho. Það er Tzofit Grant - eiginkona Avram Grant, eftirmanns Mourinho hjá Chelsea. Hún er sjónvarpsstjarna í Ísrael og hefur gert hluti í beinni útsendingu sem fáir hafa leikið eftir.

Rooney er rappari - neitaði rokkurum

Wayne Rooney hefur neitað að koma fram í dýru myndbandi rokkhljómsveitarinnar Nickelback á þeim forsendum að hann sé búinn að snúa sér alfarið að rappinu.

Okocha ætlar að slá Chelsea út úr bikarnum

Nígeríumaðurinn Jay-Jay Okocha segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa nýja liðinu sínu Hull að slá Chelsea úr enska deildarbikarnum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn.

Owen missir af leikjum Englands

Michael Owen mun ekki leika með enska landsliðinu í undankeppni EM í næsta mánuði og á morgun kemur í ljós hvort hann þarf í aðgerð vegna kviðslits. Sama hvað verður er ljóst að framherjinn verður líklega frá kepppni með Newcastle allan næsta mánuð.

Tevez er mér sem sonur

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona segist líta á landa sinn Carlos Tevez sem son sinn. Maradona ætlar að horfa á Tevez spila með Manchester United í næsta mánuði þegar hann verður á ferðinni á Englandi.

Capello: Chelsea vill Van Basten

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Fabio Capello segir að Chelsea hafi augastað á Hollendingnum Marco van Basten sem næsta knattspyrnustjóra félagsins. Orðrómur er á sveimi á Englandi um að ráðning Avram Grant hjá Chelsea sé aðeins tímabundin og Capello er ekki í vafa um hver sé líklegasta skotmark enska félagsins.

Tiger Woods kylfingur ársins

Tiger Woods hefur verið útnefndur kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í golfi í níunda skipti á síðustu ellefu árum. Woods vann sjö titla á tímabilinu, þar af þrettánda stórmótið sitt. Hann er nú að undirbúa sig fyrir Forsetabikarinn sem hefst á fimmtudaginn.

Getur ekki skotið á markið

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Svendborg mæta Portland í kvöld í Meistaradeildinni í handbolta. Þetta er fyrsti leikur Snorra í Meistaradeildinni en það er ekki víst hversu mikið hann getur spilað vegna meiðsla á öxl.

Óvænt tap Vals gegn Aftureldingu

Það urðu óvænt úrslit í N1 deildinni í handbolta í kvöld en Valur tapaði á heimavelli sínum 21-22 fyrir Aftureldingu. Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga. Þá vann Stjarnan góðan sigur í Vestmannaeyjum.

Sevilla tapaði heima fyrir Espanyol

Einn leikur fór fram í efstu deild spænska boltans í kvöld en þá tapaði Sevilla 2-3 á heimavelli gegn Espanyol. Þetta er annar tapleikur Sevilla í röð en liðið er í sjötta sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir.

City og Portsmouth áfram

Úrvalsdeildarliðin Manchester City og Portsmouth komust í kvöld bæði áfram í næstu umferð ensku deildabikarkeppninnar. Liðin sýndu þó ekki sannfærandi frammistöðu gegn liðum í ensku 1. deildinni.

Ungt lið Arsenal lagði Newcastle

Mörk frá Nicklas Bendtner og Denilson færðu Arsenal 2-0 sigur á Newcastle í enska deildabikarnum í kvöld. Mörkin komu á síðustu sjö mínútum leiksins og fleyttu Arsenal inn í fjórðu umferð keppninnar.

Torres gerði gæfumuninn

Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres skoraði þrennu fyrir Liverpool þegar liðið lagði Reading 4-2 á útivelli í kvöld. Með þessum sigri sló Liverpool lið Reading út úr enska deildabikarnum.

Róbert skoraði sjö fyrir Gummersbach

Gummersbach sigraði Essen 36-30 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Róbert Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í leiknum. Sverre Jakobsson lék vel í vörninni en skoraði ekkert mark.

Gautaborg náði efsta sætinu

IFK Gautaborg vann 1-0 útisigur á grönnum sínum í GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eina mark leiksins kom strax á 2. mínútu. Með þessum sigri komst Gautaborg í efsta sæti deildarinnar á markatölu en liðið er með 37 stig líkt og Djurgården.

Ekki langt í Carvalho, Lampard og Drogba

Avram Grant, hinn umtalaði knattspyrnustjóri Chelsea, segir að stuðningsmenn liðsins þurfi ekki að bíða lengi eftir að Ricardo Carvalho, Frank Lampard og Didier Drogba snúi aftur í slaginn.

Yakubu brást rétt við

Yakubu Aiyegbeni vonast til að vera í byrjunarliði Everton í leik liðsins gegn Sheffield Wednesday. Yakubu var kastað út í kuldann eftir 2-0 tap fyrir Aston Villa á sunnudag. David Moyes, stjóri Everton, fannst Yakubu ekki leggja sig nægilega mikið fram í leiknum.

Fyrsti leikur Sigfúsar fyrir Val

Í kvöld fara fram tveir leikir í N1 deild karla í handbolta. Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan kl. 19:00 og í Vodafone Höllinni að Hlíðarenda mætast Valur og Afturelding kl. 20:30.

Owen í uppskurð á föstudag

Michael Owen mun gangast undir uppskurð vegna nárameiðsla á föstudaginn en hann mun fara fram í Þýskalandi. Nú er mjög ólíklegt að Owen geti leikið með enska landsliðinu gegn Eistlandi og Rússlandi í október.

Salifou kominn með atvinnuleyfi

Moustapha Salifou er kominn með atvinnuleyfi á Englandi og er því orðinn löglegur með Aston Villa. Salifou var keyptur til Villa undir lok félagaskiptagluggans en hann er landsliðsmaður frá Tógó.

Mourinho tjáir sig ekki frekar

Jose Mourinho ætlar ekki að tjá sig frekar um veru sína hjá Chelsea í fjölmiðlum fyrr en daginn sem hann verður kynntur sem knattspyrnustjóri hjá nýju félagi. Þessu lýsti hann yfir á heimasíðu umboðsmanns síns í dag.

Hierro ráðinn framkvæmdastjóri

Spænska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum landsliðsmanninn Fernando Hierro í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins. Þetta kemur fram á síðu sambandsins í dag.

Calderon fékk óblíðar móttökur í New York

Forseti Real Madrid lenti í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann var á ferð á flugvellinum í New York í Bandaríkjunum á dögunum. Þar var honum haldið föngnum í nokkrar klukkustundir vegna gruns um að hann væri maður á svarta lista innflytjendaeftirlitsins.

Opnar vefsíðu með mistökum dómara

Formaður knattspyrnudeildar búlgarska liðsins Spartak Varna hefur fengið nóg af lélegri dómgæslu í úrvalsdeildinni þar í landi. Hann segist ætla að setja upp vefsíðu helgaða mistökum dómara í deildinni.

Björgum EM - Austurríki úr keppni

Þúsundir stuðningsmanna austurríska knattspyrnulandsliðsins hafa nú skrifað undir beiðni til knattspyrnusambandsins þar sem þeir fara þess á leit að liðið verði dregið úr keppni á EM á næsta ári, en keppnin verður einmitt haldin í Austurríki og Sviss.

Ætla ekki að hlaupa út og eyða

Arsene Wenger segist ekki tapa svefni yfir því þó Arsenal eigi nú nóg af peningum til leikmannakaupa. Í gær var greint frá því að Wenger fengi um 9 milljarða króna til að kaupa leikmenn, en hann ætlar ekki að flýta sér að nota þá peninga.

Jol sagður á útleið

Breska blaðið Daily Mail hefur öðrum fremur verið duglegt við að skrifa um að Martin Jol verði rekinn frá Tottenham á næstunni. Blaðið heldur því fram í dag að Jol sé þegar búinn að gera starfslokasamning við félagið og muni hætta störfum um leið og eftirmaður hans finnst.

Huntelaar klár í úrvalsdeildina

Hollenski markahrókurinn Klaas-Jan Huntelaar hjá Ajax segist ekki ætla að segja nei ef eitthvað af stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni gera honum samningstilboð næsta sumar. Huntelaar er markahæstur í hollensku deildinni það sem af er og hefur skoraði 37 mörk í aðeins 48 leikjum hjá Ajax.

Mikel fer í þriggja leikja bann

Miðjumaðurinn John Obi Mikel hjá Chelsea þarf að sitja af sér þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Manchester United um helgina. Áfrýjun Chelsea var vísað frá í dag og því missir hann af næstu þremur leikjum liðsins. Avram Grant, stjóri Chelsea, sagði ákvörðun dómarans hafa verið ranga, en aganefndin var greinilega á öðru máli.

Viss um að Silvestre spili í mars

Sir Alex Ferguson segist bjartsýnn á að franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre nái að spila með liðinu á ný á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega á hné fyrr í þessum mánuði.

Milan hefði geta fengið Nistelrooy

Oscar Damiani segir að forráðamenn AC Milan hafi gert mikil mistök með því að halda tryggð við framherjann Alberto Gilardino, því það hefði á sínum tíma geta fengið Luca Toni, Ruud van Nistelrooy eða David Trezeguet til að fylla skarð hans.

Tiger vill harðar refsingar

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er ákafur talsmaður harðra refsinga fyrir kylfinga sem gerast sekir um ólöglega lyfjaneyslu. Alþjóða golfsambandið hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á lyfjamál í golfinu í framtíðinni.

Ronaldinho verður klár gegn Stuttgart

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi lofað sér að verða orðinn klár í slaginn á ný þegar liðið mætir Stuttgart í Meistaradeildinni í næstu viku. Ronaldinho er meiddur á kálfa og missir væntanlega af leikjum gegn Zaragoza annað kvöld og Levante um helgina.

Reading - Liverpool í beinni í kvöld

Átta leikir eru á dagskrá í þriðju umferð enska deildarbikarsins í kvöld og þar af verður slagur Reading og Liverpool sýndur beint á Sýn klukkan 18:40. Reiknað er með að nokkrar breytingar verði á byrjunarliðum beggja liða fyrir leikinn í kvöld.

Scolari áfrýjar

Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala í knattspyrnu, áfrýjaði í gær fjögurra leikja banninu sem hann fékk fyrir átök sín við leikmann Serba í landsleik þjóðanna í síðustu viku. Portúgalska knattspyrnusambandið lýsti einróma yfir stuðningi við Scolari sem fær að vita niðurstöðuna þann 4. næsta mánaðar.

Carew verður frá í sex vikur

Norski framherjinn John Carew verður frá keppni í sex vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Aston Villa og Everton á sunnudaginn. Þetta staðfesti Martin O´Neill knattspyrnustjóri Villa í dag. Carew skoraði mark í 2-0 sigri Villa í leiknum og var það hans fyrsta á leiktíðinni.

Ashton er klár í landsliðið

Framherjinn Dean Ashton hjá West Ham segist vera alveg tilbúinn ef hann fengi tækifæri með enska landsliðinu fyrir leikina gegn Eistum og Rússum í næsta mánuði. Meiðsli Michael Owen hafa orðið til þess að nafn Ashton er nú komið upp á borðið.

Ég verð alltaf sá sérstaki

Jose Mourinho hefur ekki látið dramatíkina hjá Chelsea hafa áhrif á sig og segist enn vera "Sá Sérstaki." Hann segir að ef stuðningsmenn Chelsea hefðu fengið að ráða hefði sér verið boðinn 20 ára samningur hjá félaginu.

Berkovic hraunar yfir Avram Grant

Fyrrum ísraelski landsliðsmaðurinn Eyal Berkovic sparaði ekki stóru orðin þegar hann var spurður út í ráðningu landa síns Avram Grant hjá Chelsea. Grant var maðurinn sem batt enda á landsliðsferil Berkovic á sínum tíma og leikmaðurinn er ekki búinn að gleyma því.

Áætlun Chelsea er draumórar

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, gat ekki stillt sig um að skjóta á grannana í Chelsea þegar Arsenal birti frábærar afkomutölur sínar í gær. Hann segir áætlanir Chelsea um að verða stórveldi í Evrópuknattspyrnunni vera draumórakennda.

Elísabet og Freyr þjálfa Valsliðið

Knattspyrnudeild Vals hefur skrifað undir samninga við Elísabetu Gunnarsdóttur og Frey Alexandersson og munu þau í sameiningu þjálfa meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Samningurinn við Elísabetu og Frey er til tveggja ára.

Cech segir Chelsea ekki á réttri leið

Petr Cech, markvörður Chelsea, segist hafa áhyggjur af spilamennsku liðsins á þessari leiktíð. Hann viðurkennir að liðið sé ekki á réttri leið.

Haukastúlkur unnu öruggan sigur

Í kvöld fór fram fyrsti leikurinn í Poweradebikarkeppni kvenna þegar Haukastúlkur mættu Snæfelli. Haukaliðið varð meistari á síðasta ári og reyndist talsvert sterkara í þessum leik.

Sjá næstu 50 fréttir